Öll lásbogafórnarlömbin í sértrúarsöfnuði Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. maí 2019 16:00 Hótelið við ánna Ilz þar sem þau Torsten W., Kerstin E. og Farina C. fundust látin. Öll höfðu þau verið skotin til bana með lásboga. EPA/Sebastian Pieknik Talið er að karlmaðurinn sem skotinn var til bana með lásboga í Bæjaralandi um helgina hafi farið fyrir miðaldasérstrúarsöfnuði. Konurnar tvær sem fundust látnar við hlið mannsins, á hótelherbergi skamt fyrir utan bæinn Passau, eru jafnframt taldar hafa verið einhvers konar ambáttir mannsins, sem hann er sagður hafa ráðskast með að vild. Mál fólksins hefur vakið töluverða athygli, allt frá því að herbergisþerna gekk fram á lík fólksins og þrjá lásboga á laugardag. Lögreglu hefur ekki viljað gefa formlega upp hvernig fólkið tengdist né varpa ljósi á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar.Sjá einnig: Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Ef marka má frásagnir þýskra fjölmiðla virðist maðurinn, Torsten W, hins vegar hafa beitt allar konurnar fjórar miklu líkamlegu og andlegu harðræði. RTL hefur eftir fjölda viðmælenda, sem sagt er þekkja til fólksins, að maðurinn hafi stjórnað þeim eins og þrælahaldari. Talið er að um einhvers konar sértrúarsöfnuð hafi verið að ræða sem sagður er hafa lagt mikið upp úr hvers kyns miðaldamenningu og kynlífi. Það kemur heim og saman við fyrri fréttir af málinu, en vitað er til þess að Torsten W og konurnar sem fundust á hótelherberginu með honum, sem hafa verið nafngreindar sem Kerstin E. og Farina C., hafi verið skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku.Tvær konur fundust jafnframt látnar í íbúð í Wittingen. Þær eru báðar taldar hafa verið meðlimir sértrúarsafnaðarins.EPA/HOLGER BODENKynntist Torsten í sögulegum bardagafélagi RTL ræddi jafnframt við hjón sem sögð eru óttast að 19 ára gömul stúlka, sem fannst látin í íbúð Farinu C. í Wittingen á mánudag, sé dóttir þeirra. Stúlkan, sem nafngreind er sem Carina U., er talin hafa fallið fyrir boðskap Torsten W. á árum áður og slitið öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Foreldrar hennar segja að stúlkan hafi á æskuárum sínum við glaðlynd og lagt stund á sjálfsvarnaríþróttir. Talið er að kennarinn hennar hafi verið sá sem kom henni fyrst í kynni íþróttina, sem lýst er sem „sögulegum evrópskum bardaglistum“ á vef RTL. Þar er stúlkan sögð hafa kynnst Torsten W., en ekki liggur fyrir hvort hann lagði sjálfur stund á íþróttina. Foreldrar hennar lýsa því hvernig hún hafi orðið heltekin af manninum á aðeins örfáum vikum og sagt skilið við vini sína og fjölskyldu, orðið hlédræg og þunglynd. Í samtali við RTL segja foreldrarnir að þegar stúlkan hafi verið fárveik hafi hún ekki tekið annað í mál en að mæta á bardagaæfingar, þrátt fyrir að henni dytti ekki í hug að mæta í skólann. Ásókn hennar í íþróttina, og um leið í Torsten W., hafi verið líkust fíkn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver dánarorsök stúlknanna í Wittengen var, en engir lásbogar hafa fundist á vettvangi. Auk Carinu U. fannst lík hinnar 35 ára gömlu Gertrud C. í íbúðinni, en hún er talin hafa verið ástkona fyrrnefnds kennara, sem kom Carinu U. fyrst í samband við Torsten W. Gertrud C. er þannig jafnframt talin hafa verið meðlimur í miðaldasértrúarsöfnuðinum sem Torstein W. fór fyrir.Nánar á vef RTL. Þýskaland Tengdar fréttir Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Talið er að karlmaðurinn sem skotinn var til bana með lásboga í Bæjaralandi um helgina hafi farið fyrir miðaldasérstrúarsöfnuði. Konurnar tvær sem fundust látnar við hlið mannsins, á hótelherbergi skamt fyrir utan bæinn Passau, eru jafnframt taldar hafa verið einhvers konar ambáttir mannsins, sem hann er sagður hafa ráðskast með að vild. Mál fólksins hefur vakið töluverða athygli, allt frá því að herbergisþerna gekk fram á lík fólksins og þrjá lásboga á laugardag. Lögreglu hefur ekki viljað gefa formlega upp hvernig fólkið tengdist né varpa ljósi á dauða tveggja kvenna sem fundust í íbúð annarrar konunnar.Sjá einnig: Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Ef marka má frásagnir þýskra fjölmiðla virðist maðurinn, Torsten W, hins vegar hafa beitt allar konurnar fjórar miklu líkamlegu og andlegu harðræði. RTL hefur eftir fjölda viðmælenda, sem sagt er þekkja til fólksins, að maðurinn hafi stjórnað þeim eins og þrælahaldari. Talið er að um einhvers konar sértrúarsöfnuð hafi verið að ræða sem sagður er hafa lagt mikið upp úr hvers kyns miðaldamenningu og kynlífi. Það kemur heim og saman við fyrri fréttir af málinu, en vitað er til þess að Torsten W og konurnar sem fundust á hótelherberginu með honum, sem hafa verið nafngreindar sem Kerstin E. og Farina C., hafi verið skráð á vefsíðu Alþjóðlegu burtreiðadeildarinnar (IJL) í Belgíu. Samtökin skipuleggja miðaldakeppnir þar sem félagar sýna hæfileika sína með miðaldavopn og í reiðmennsku.Tvær konur fundust jafnframt látnar í íbúð í Wittingen. Þær eru báðar taldar hafa verið meðlimir sértrúarsafnaðarins.EPA/HOLGER BODENKynntist Torsten í sögulegum bardagafélagi RTL ræddi jafnframt við hjón sem sögð eru óttast að 19 ára gömul stúlka, sem fannst látin í íbúð Farinu C. í Wittingen á mánudag, sé dóttir þeirra. Stúlkan, sem nafngreind er sem Carina U., er talin hafa fallið fyrir boðskap Torsten W. á árum áður og slitið öllum samskiptum við fjölskyldu sína. Foreldrar hennar segja að stúlkan hafi á æskuárum sínum við glaðlynd og lagt stund á sjálfsvarnaríþróttir. Talið er að kennarinn hennar hafi verið sá sem kom henni fyrst í kynni íþróttina, sem lýst er sem „sögulegum evrópskum bardaglistum“ á vef RTL. Þar er stúlkan sögð hafa kynnst Torsten W., en ekki liggur fyrir hvort hann lagði sjálfur stund á íþróttina. Foreldrar hennar lýsa því hvernig hún hafi orðið heltekin af manninum á aðeins örfáum vikum og sagt skilið við vini sína og fjölskyldu, orðið hlédræg og þunglynd. Í samtali við RTL segja foreldrarnir að þegar stúlkan hafi verið fárveik hafi hún ekki tekið annað í mál en að mæta á bardagaæfingar, þrátt fyrir að henni dytti ekki í hug að mæta í skólann. Ásókn hennar í íþróttina, og um leið í Torsten W., hafi verið líkust fíkn. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hver dánarorsök stúlknanna í Wittengen var, en engir lásbogar hafa fundist á vettvangi. Auk Carinu U. fannst lík hinnar 35 ára gömlu Gertrud C. í íbúðinni, en hún er talin hafa verið ástkona fyrrnefnds kennara, sem kom Carinu U. fyrst í samband við Torsten W. Gertrud C. er þannig jafnframt talin hafa verið meðlimur í miðaldasértrúarsöfnuðinum sem Torstein W. fór fyrir.Nánar á vef RTL.
Þýskaland Tengdar fréttir Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49 Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15 Mest lesið Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Lásbogafórnarlömbin voru áhugafólk um miðaldir Tvær konur og ein karlmaður sem voru skotin til bana með lásboga um helgina voru skráð á vefsíðu áhugafólks um burtreiðar. Enn hefur ekki tekist að varpa ljósi á tengsl þeirra. 14. maí 2019 18:49
Fundu lík heima hjá konu sem var skotin með lásboga Þýska lögreglan rannsakar nú tengsl tveggja líkfunda. Tvö lík fundust heima hjá konu sem var skotin til bana með lásboga hundruð kílómetrum sunnar í Þýskalandi um helgina. 13. maí 2019 15:15