Skuldirnar greiddar í tæka tíð Hjörvar Ólafsson skrifar 17. maí 2019 18:15 Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ. vísir/eyþór Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið. Þá hafa stuðningsmenn félaga lifað í ótta um það að félög muni ekki getað teflt fram liðum í meistaraflokki eða yngri flokkum næsta vetur. KKÍ er heimilt að beita félög þeim viðurlögum að neita þeim um keppnisleyfi standi þau ekki skil á greiðslum til sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þessi staða sé ekki ný af nálinni, skuldastaða félaganna sé ekki verri en áður og sambandið hafi áður þurft að beita félög sams konar viðurlögum og gert var í mars. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau félög sem voru beitt þessum agaviðurlögum muni ekki geta greitt skuld sína í tæka tíð. „Það er ekkert nýtt í sögu sambandsins að félög skuldi viðlíka upphæðir og eru útistandandi þessa stundina. Þau þrjú félög sem fengu ekki atkvæðisrétt á ársþinginu í mars eru ekki þau einu sem skulda sambandinu. Við höfum verið í góðu sambandi við þau félög sem skulda okkur og ég hef engar áhyggjur af því að nokkurt félag verði útilokað frá keppni á næsta keppnistímabili vegna skulda sinna,“ segir formaðurinn. „Þessar skuldir eru til komnar vegna dómarakostnaðar og félagaskiptagjalda. Sambandið er ekki í þeirri stöðu að geta lækkað þessi gjöld miðað við fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag en vonandi breytist það í framtíðinni. Við höfum hins vegar komið til móts við félögin með því að fjölga gjalddögum og nú er til að mynda heimilt að skipta greiðslum vegna félagaskiptagjalds erlendra leikmanna, sem er 150.000 krónur, í þrennt,“ segir Hannes enn fremur. „Það kostar félag 250.000 krónur að senda lið til leiks í meistaraflokki og mér finnst það ekki ósanngjörn upphæð og það stendur ekki til að lækka hana. KKÍ þarf að standa straum af ýmsum kostnaði við mótahald og rekstur sambandsins er ekki svo burðugur að mögulegt sé að lækka það gjald,“ segir formaðurinn um rekstrarstöðu sambandsins. „Ég hef meiri áhyggjur af rekstrarstöðu körfuboltadeilda almennt en þeim skuldum sem eru útistandandi núna. Það er mikil krafa hjá félögum að lið nái árangri og það kostar sitt að vera með lið í meistaraflokki sem er samkeppnishæft. Á sama tíma verður erfiðara og erfiðara að ná í samstarfsaðila til þess að styrkja starfið, ég hef fundið það sjálfur á eigin skinni sem formaður sambandsins,“ segir hann um fjárhagsstöðu félaganna. Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira
Körfuknattleikssamband Íslands, KKÍ, ákvað að beita þrjú félög þeim agaviðurlögum á síðasta ársþingi sambandsins að félögin fengu ekki atkvæðisrétt á ársþingi sambandsins sem haldið var í mars síðastliðnum. Eftir það spruttu upp umræður um fjárhagsstöðu körfuboltadeilda í landinu og það hvort rekstur deildanna væri öfugu megin við núllið. Þá hafa stuðningsmenn félaga lifað í ótta um það að félög muni ekki getað teflt fram liðum í meistaraflokki eða yngri flokkum næsta vetur. KKÍ er heimilt að beita félög þeim viðurlögum að neita þeim um keppnisleyfi standi þau ekki skil á greiðslum til sambandsins. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, segir að þessi staða sé ekki ný af nálinni, skuldastaða félaganna sé ekki verri en áður og sambandið hafi áður þurft að beita félög sams konar viðurlögum og gert var í mars. Hann hefur þó engar áhyggjur af því að þau félög sem voru beitt þessum agaviðurlögum muni ekki geta greitt skuld sína í tæka tíð. „Það er ekkert nýtt í sögu sambandsins að félög skuldi viðlíka upphæðir og eru útistandandi þessa stundina. Þau þrjú félög sem fengu ekki atkvæðisrétt á ársþinginu í mars eru ekki þau einu sem skulda sambandinu. Við höfum verið í góðu sambandi við þau félög sem skulda okkur og ég hef engar áhyggjur af því að nokkurt félag verði útilokað frá keppni á næsta keppnistímabili vegna skulda sinna,“ segir formaðurinn. „Þessar skuldir eru til komnar vegna dómarakostnaðar og félagaskiptagjalda. Sambandið er ekki í þeirri stöðu að geta lækkað þessi gjöld miðað við fjárhagsstöðuna eins og hún er í dag en vonandi breytist það í framtíðinni. Við höfum hins vegar komið til móts við félögin með því að fjölga gjalddögum og nú er til að mynda heimilt að skipta greiðslum vegna félagaskiptagjalds erlendra leikmanna, sem er 150.000 krónur, í þrennt,“ segir Hannes enn fremur. „Það kostar félag 250.000 krónur að senda lið til leiks í meistaraflokki og mér finnst það ekki ósanngjörn upphæð og það stendur ekki til að lækka hana. KKÍ þarf að standa straum af ýmsum kostnaði við mótahald og rekstur sambandsins er ekki svo burðugur að mögulegt sé að lækka það gjald,“ segir formaðurinn um rekstrarstöðu sambandsins. „Ég hef meiri áhyggjur af rekstrarstöðu körfuboltadeilda almennt en þeim skuldum sem eru útistandandi núna. Það er mikil krafa hjá félögum að lið nái árangri og það kostar sitt að vera með lið í meistaraflokki sem er samkeppnishæft. Á sama tíma verður erfiðara og erfiðara að ná í samstarfsaðila til þess að styrkja starfið, ég hef fundið það sjálfur á eigin skinni sem formaður sambandsins,“ segir hann um fjárhagsstöðu félaganna.
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Dominos-deild kvenna Mest lesið Milos orðaður við starf landsliðsþjálfara Serbíu Fótbolti Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var neyðarleg á köflum Fótbolti Sanchez sleppt úr haldi Sport Mun Zidane taka við af Deschamps? Sport Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Daníel meiddist við myndbandsgerð fyrir HSÍ Handbolti Dagskráin í dag: Ísland tekur á móti Frakklandi og Bónus Extra Fótbolti Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Körfubolti Hilmar skoraði 11 stig í sigri Körfubolti Undankeppni HM ´26: Allt nærrum því eftir bókinni í leikjum dagsins Fótbolti Fleiri fréttir Hilmar skoraði 11 stig í sigri Skildu ekki ákvarðanir Rúnars í lok leiks Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Thunder og Jokic koma best út í árlegri könnun stjóra NBA Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Kristófer: Það er nú bara október Uppgjörið: Stjarnan - Valur 94-91 | Íslandsmeistararnir sigu fram úr í lokin Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Náði því sem bara Bill Russell hefur gert í sögu NBA og WNBA Tvíburarnir voru með 56 stig saman í fyrsta leik Ein frægasta og ástsælasta stuðningskonan látin Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð „Mjög stoltur af liðinu“ Uppgjörið: Ármann - KR 89-115 | Brött brekka í fyrsta heimaleiknum í efstu deild í 44 ár „Dregur aðeins af þeim en við getum gefið meira í“ „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Uppgjörið: Grindavík - ÍA 116-99| Öflugur sigur á nýliðunum Uppgjörið: Þór Þ. - Álftanes 70-89 | Aftur öruggt hjá Álftnesingum Tindastóll - Keflavík 101-81 | Öruggt og þægilegt hjá Stólunum Enst lengst með sama lið og tekur nú við Bandaríkjunum Hilmar Smári öflugur í bikarsigri Iverson opnaði sig um „sjálfskaparvítið“ og erfiðasta tímabil lífsins Setti stigamet í fyrsta heimaleiknum sínum í Síkinu Rifust um olnbogaskot Drungilas Sjá meira