Guardiola bað Liverpool fólk afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. maí 2019 14:15 Pep Guardiola með gullið um hálsinn um síðustu helgi. Getty/Matthew Ashton Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi. Myndband fór fyrr í vikunni á flakk um samfélagsmiðla en það sýndi leikmenn og starfsmenn Manchester City syngja söngva um Liverpool. Myndbandið var tekið upp í flugvél félagsins á heimleið frá Brighton þar sem 4-1 sigur tryggði liðinu titilinn. Manchester City fékk einu stigi meira en Liverpool og tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Það var ekki hægt að sjá hvaða leikmenn eða starfsmenn taka undir í söngnum. Í þessum söng var sungið um að stuðningsmenn Liverpool séu barðir á götunum ("battered in the streets") og að þeir séu grátandi í stúkunni. Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildnni í fyrra og hann barinn mjög illa þar sem hann var á ferð á leikinn með fjölskyldu sinni. Þá eru í ár liðin þrjátíu ár frá Hillsborough harmleiknum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Þarna var einnig sungið um meiðsli Mohamed Salah frá því í fyrrnefndum úrslitaleik en í stað þess að nefna rétta sökudólginn þá er nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid skipt út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City. Flestir í flugvélinni taka þó bara undir í viðlaginu sem eru "Allez, Allez, Allez". "I'm sorry, I apologise. That was never our intention" Pep Guardiola reflects on #MCFC players singing songs in celebration of the Premier League title which were directed at Liverpool More: https://t.co/ZmwQsOQ3pqpic.twitter.com/lxAN0xG0mo — Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2019 Pep Guardiola ræddi þetta myndband á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun en City-liðið mætir þar Watford og getur þar tryggt sér þrennuna. Guardiola baðst afsökunar ef söngurinn hafi móðgað stuðningsmenn Liverpool. „Við vorum ekki að reyna móðga fólk með því að vísa í það sem gerðist á Hillsborough eða það sem kom fyrir þennan mann fyrir leikinn á móti Roma,“ sagði Pep Guardiola. „Það er samt ótrúlegt að einhverjum detti það í hug að við séum að reyna að særa einhvern með því að vísa í þessa sorgaratburði í heimi Liveprool,“ sagði Guardiola. „Við erum ánægðir með okkur sjálfa. Ef við særðum einhvern þá bið ég viðkomandi afsökunar en það var aldrei okkar ásetningur. Það var erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina á móti þessum magnaða mótherja,“ sagði Guardiola. Guardiola viðurkenndi líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig þetta myndband komst út á netið en það var tekið upp af einhverjum innanbúðarmanni hjá Manchester City. Pep Guardiola is speaking to the media ahead of the #FACupFinal. Follow live updates here: https://t.co/lsiJOLecWf#MCFCpic.twitter.com/ldMa0YhXKP — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019 Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, hefur beðist afsökunar á framkomu leikmanna sinna og starfsmanna eftir sigurinn í ensku deildinni um síðustu helgi. Myndband fór fyrr í vikunni á flakk um samfélagsmiðla en það sýndi leikmenn og starfsmenn Manchester City syngja söngva um Liverpool. Myndbandið var tekið upp í flugvél félagsins á heimleið frá Brighton þar sem 4-1 sigur tryggði liðinu titilinn. Manchester City fékk einu stigi meira en Liverpool og tryggði sér enska meistaratitilinn annað árið í röð. Það var ekki hægt að sjá hvaða leikmenn eða starfsmenn taka undir í söngnum. Í þessum söng var sungið um að stuðningsmenn Liverpool séu barðir á götunum ("battered in the streets") og að þeir séu grátandi í stúkunni. Ráðist var á Sean Cox, stuðningsmann Liverpool, fyrir leik gegn Roma í Meistaradeildnni í fyrra og hann barinn mjög illa þar sem hann var á ferð á leikinn með fjölskyldu sinni. Þá eru í ár liðin þrjátíu ár frá Hillsborough harmleiknum þar sem 96 stuðningsmenn Liverpool krömdust til bana. Þarna var einnig sungið um meiðsli Mohamed Salah frá því í fyrrnefndum úrslitaleik en í stað þess að nefna rétta sökudólginn þá er nafni Sergio Ramos hjá Real Madrid skipt út fyrir Vincent Kompany, fyrirliða Manchester City. Flestir í flugvélinni taka þó bara undir í viðlaginu sem eru "Allez, Allez, Allez". "I'm sorry, I apologise. That was never our intention" Pep Guardiola reflects on #MCFC players singing songs in celebration of the Premier League title which were directed at Liverpool More: https://t.co/ZmwQsOQ3pqpic.twitter.com/lxAN0xG0mo — Sky Sports News (@SkySportsNews) May 17, 2019 Pep Guardiola ræddi þetta myndband á blaðamannafundi fyrir bikarúrslitaleikinn á morgun en City-liðið mætir þar Watford og getur þar tryggt sér þrennuna. Guardiola baðst afsökunar ef söngurinn hafi móðgað stuðningsmenn Liverpool. „Við vorum ekki að reyna móðga fólk með því að vísa í það sem gerðist á Hillsborough eða það sem kom fyrir þennan mann fyrir leikinn á móti Roma,“ sagði Pep Guardiola. „Það er samt ótrúlegt að einhverjum detti það í hug að við séum að reyna að særa einhvern með því að vísa í þessa sorgaratburði í heimi Liveprool,“ sagði Guardiola. „Við erum ánægðir með okkur sjálfa. Ef við særðum einhvern þá bið ég viðkomandi afsökunar en það var aldrei okkar ásetningur. Það var erfitt að vinna ensku úrvalsdeildina á móti þessum magnaða mótherja,“ sagði Guardiola. Guardiola viðurkenndi líka að hann hafi áhyggjur af því hvernig þetta myndband komst út á netið en það var tekið upp af einhverjum innanbúðarmanni hjá Manchester City. Pep Guardiola is speaking to the media ahead of the #FACupFinal. Follow live updates here: https://t.co/lsiJOLecWf#MCFCpic.twitter.com/ldMa0YhXKP — BBC Sport (@BBCSport) May 17, 2019
Enski boltinn Hillsborough-slysið Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Sjá meira