Borgin geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu samningsaðila Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2019 20:00 Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Margar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hátíðina. Þó það sé að sjálfsögðu margt menningarlegt og gott við hana líka. Rekstur hennar gekk illa í fyrra og í kjölfarið stigu verktakar og listamenn fram og sögðust ekki hafa fengið greitt fyrir vinnuframlag sitt, sem og bárust upplýsingar um útistandandi skuldina við Reykjavíkurborg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, sagði samninginn snúast um að hátíðin sé með gerbreyttu sniði í ár. „Hún er styttri, hún er ekkert inn í nóttina, hún er færri dagar. Við borgin erum að setja inn svona ákveðið teymi sem að vinnur þétt með tónleikahöldurum að því að vinna að forvörnum. Við viljum tryggja það að borgin sé tónlistarborg. Það erum við að gera með þessum hætti. Við erum að mæta þarna umsögnum og tillögum frá fólki úr umhverfinu,“ segir hún. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014 og skiptar skoðanir með ágæti hennar. Nýi samningurinn inniheldur ekki bara nýjar áherslur heldur einnig nýtt félag. Félagið Soltice Production hefur haldið utan um hátíðina síðustu ár en félagið Lifandi Viðburðir, sem stofnað var í lok júlí 2018, tekur nú við. Forráðamenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Í fréttum okkar í byrjun apríl sagði talsmaður íbúahóps Laugardals þetta sömu hátíðina, með sömu heimasíðuna, sama svæðið og sömu starfsmenn, skuldirnar enn útistandandi en hátíðin samt í farvatninu. „Við erum afskaplega lítið land. Við getum yfirfært allskyns svona dæmi yfir á gríðarlega mikið í atvinnulífinu. Reykjavíkurborg er ekki að skipta sér af því. Við erum fyrst og síðast að huga að því að hér sé menning og hér sé tónlist,“ segir hún. Það sé félaganna tveggja að gera upp sín mál og hvernig skuldin til borgarinnar verði greidd. Reykjavíkurborg geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu þriðja aðila. Aðspurð hvort Reykjavíkurborg beri ekki einhverja ábyrgð ítrekar hún að borgin geti ekki borið ábyrgð á þriðja aðila. Ef að þið eruð að semja við aðila berið þið þá ekki ábyrgð á því? „Nei við getum það ekki,“ segir hún um tengsl félaganna tveggja og nýja samninginn. Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira
Nýtt félag sem heldur utan um tónlistarhátíðina Secret Solstice fær 8 milljóna króna styrk frá Reykjavíkurborg sem fer upp í nítján milljóna króna skuld fyrri aðstandenda hátíðarinnar. Forsvarsmenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Margar gagnrýnisraddir hafa verið uppi um hátíðina. Þó það sé að sjálfsögðu margt menningarlegt og gott við hana líka. Rekstur hennar gekk illa í fyrra og í kjölfarið stigu verktakar og listamenn fram og sögðust ekki hafa fengið greitt fyrir vinnuframlag sitt, sem og bárust upplýsingar um útistandandi skuldina við Reykjavíkurborg. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, formaður Borgarráðs, sagði samninginn snúast um að hátíðin sé með gerbreyttu sniði í ár. „Hún er styttri, hún er ekkert inn í nóttina, hún er færri dagar. Við borgin erum að setja inn svona ákveðið teymi sem að vinnur þétt með tónleikahöldurum að því að vinna að forvörnum. Við viljum tryggja það að borgin sé tónlistarborg. Það erum við að gera með þessum hætti. Við erum að mæta þarna umsögnum og tillögum frá fólki úr umhverfinu,“ segir hún. Hátíðin hefur verið haldin síðan árið 2014 og skiptar skoðanir með ágæti hennar. Nýi samningurinn inniheldur ekki bara nýjar áherslur heldur einnig nýtt félag. Félagið Soltice Production hefur haldið utan um hátíðina síðustu ár en félagið Lifandi Viðburðir, sem stofnað var í lok júlí 2018, tekur nú við. Forráðamenn beggja félaganna tengjast fjölskylduböndum. Í fréttum okkar í byrjun apríl sagði talsmaður íbúahóps Laugardals þetta sömu hátíðina, með sömu heimasíðuna, sama svæðið og sömu starfsmenn, skuldirnar enn útistandandi en hátíðin samt í farvatninu. „Við erum afskaplega lítið land. Við getum yfirfært allskyns svona dæmi yfir á gríðarlega mikið í atvinnulífinu. Reykjavíkurborg er ekki að skipta sér af því. Við erum fyrst og síðast að huga að því að hér sé menning og hér sé tónlist,“ segir hún. Það sé félaganna tveggja að gera upp sín mál og hvernig skuldin til borgarinnar verði greidd. Reykjavíkurborg geti ekki borið ábyrgð á viðskiptasögu þriðja aðila. Aðspurð hvort Reykjavíkurborg beri ekki einhverja ábyrgð ítrekar hún að borgin geti ekki borið ábyrgð á þriðja aðila. Ef að þið eruð að semja við aðila berið þið þá ekki ábyrgð á því? „Nei við getum það ekki,“ segir hún um tengsl félaganna tveggja og nýja samninginn.
Borgarstjórn Reykjavík Secret Solstice Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Sjá meira