Lyon mun líklegra til þess að vinna Meistaradeild Evrópu Hjörvar Ólafsson skrifar 18. maí 2019 10:00 Ada Hegerberg, besti leikmaður heims 2018, á æfingu fyrir úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty Fótbolti Franska knattspyrnufélagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er algerlega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spennandi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaflokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafnvæginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta áratuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barcelona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í flestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um líklegan sigurvegara leiksins. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Sjá meira
Fótbolti Franska knattspyrnufélagið Lyon getur í dag tryggt sér sigur í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna í sjötta skipti en liðið er sigursælasta liðið í sögu keppninnar. Ljónið á vegi Lyon er Barcelona en spænska liðið er algerlega blautt á bak við eyrun á þessu stigi keppninnar. Fari Barcelona með sigur af hólmi í þessum leik þá brýtur félagið blað í sögunni en spænska félagið verður þá það fyrsta til þess að eiga lið sem hefur unnið keppnina bæði í kvenna- og karlaflokki. Barcelona hefur undanfarið vaknað til lífsins hvað kvennaknattspyrnu varðar og eytt miklu púðri í liðið. Fréttablaðið fékk Daða Rafnsson, sérfræðing um kvennaknattspyrnu, til þess að ræða það hvernig leik búast megi við og líklegri þróun hans. „Lyon er með mun sterkara lið á pappírnum og ef farið er yfir byrjunarlið og leikmannahóp liðanna leikmann fyrir leikmann þá er Lyon með sterkari leikmenn í öllum stöðum. Ég myndi segja að getumunurinn sé þó nokkur og ef allt verður eðlilegt fer Lyon með sannfærandi sigur af hólmi,“ segir Daði um leikinn. „Barcelona er með mjög spennandi lið sem er rísandi stórveldi í kvennaknattspyrnu en liðið er ekki komið á þann stall sem Lyon er á. Að mínu mati er Wolfsburg með næstbesta lið Evrópu um þessar mundir og Lyon sló þýska liðið úr leik fyrr í keppninni að þessu sinni. Það er mikill uppgangur í spænskri kvennaknattspyrnu og til að mynda eru spænsku yngri landsliðin í fremsta gæðaflokki. Barcelona er svo að bæta við sig mjög sterkum leikmönnum fyrir næsta tímabil og orðað við fremstu leikmenn heims og ég held að spænsk félags- og landslið muni ýta við valdajafnvæginu í kvennaknattspyrnunni í Evrópu og í heiminum næsta áratuginn,“ segir Daði enn fremur. „Lyon er hins vegar bara með draumalið og hefur á að skipa Ödu Hegerberg sem er besti leikmaður heims og varnarlína Barcelona er veikasti hluti liðsins. Ég held að Barcelona muni eiga í miklum vandræðum með hana og aðra framherja liðsins. Það verður mjög gaman að sjá einvígi Asisat Oshoala, nígeríska framherjans í liði Barcelona, og Wendie Renard, burðaráss í vörn Lyon. Oshoala er stór og sterkur framherji sem getur velgt Renard undir uggum hvað varðar hæð, styrk og hraða,“ segir hann þegar hann er beðinn um að bera liðin saman. „Barcelona er svo með leikmenn á borð við Lieke Mertens og Tony Duggan sem geta hæglega sært vörn Lyon en ég held hins vegar að franska liðið muni ná að halda þeim í skefjum. Barcelona spilar skemmtilegan fótbolta með snöggu spili og tæknilega góða leikmenn í flestum stöðum. Þær munu ekki leggjast í vörn og reyna að hafa betur í þessum leik. Þetta eru tvö mjög vel spilandi og skemmtileg knattspyrnulið og það verður mjög gaman að horfa á þennan leik. Ef ég ætti að leggja pening undir á það hvernig leikurinn fer þá myndi ég tippa á Lyon og myndi ávaxta pund mitt vel ef ég spáði fyrir um spænskan sigur,“ segir Daði um líklegan sigurvegara leiksins.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Telur starf Guardiola í hættu: „Hélt ég myndi aldrei á minni lífsleið segja þetta“ Óttast að Grealish verði lengi frá Feginn Frank fékk sér tvö stór rauðvínsglös Sjáðu mörkin úr Meistaradeildinni: Tvenna Jesus, óvænt töp, veisla í Madríd og langþráður sigur Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Real Madrid skoraði sex mörk í Meistaradeildinni Gabriel Jesus stjarna Arsenal í enn einum Meistaradeildarsigrinum City fékk skell í Noregi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn KSÍ staðfestir leik gegn heimilislausa HM-liðinu Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Ísland spilar við gestgjafa HM og Haítí Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Sjá meira