Úlfarnir í Evrópu í fyrsta skipti í nærri fjörutíu ár Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 18. maí 2019 21:45 Úlfarnir gætu mætt til Íslands í sumar vísir/getty Stuðningsmenn Manchester City fögnuðu ákaft þegar þeirra menn unnu öruggan sigur á Watford í bikarúrslitunum á Wembley í dag. Þeir voru hins vegar ekki þeir einu sem fögnuðu sigri City. Stuðningsmenn bæði Wolves og Manchester United hafa haldið með City í þessum leik, þeir síðarnefndu kannski með aðeins meiri trega þar sem nágrannaástin er ekki mikil. Bikarúrslitaleikurinn hafði nefnilega mikil áhrif á dreifingu Evrópusætanna í Englandi. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeildinni fara í Meistaradeild Evrópu, liðin sem lenda í fimmta og sjötta sæti fara í Evrópudeildina. Það gerir bikarmeistarinn líka. Þar sem Manchester City er nú þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina sem Englandsmeistari fær liðið í sjöunda sæti í deildinni einnig sæti í Evrópudeildinni. Úlfarnir lentu í sjöunda sæti eftir mjög gott tímabil og þeir fengu því Evrópusæti í dag. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið 1980 sem Úlfarnir spila í Evrópu. Ástæða þess að Manchester United fagnar sigri bláu nágrannanna er að núna kemur United inn í Evrópudeildina seinna en þeir hefðu gert ef Watford hefði hirt bikarmeistaratitilinn. Síðasta enska liðið inn í Evrópudeildina, sem núna er Wolves, byrjar strax í annari umferð forkeppninnar. Hún er leikin í júlí og hefði sett stórt strik í reikninginn á undirbúningstímabili United, en United er búið að skipuleggja æfingaleik við Tottenham sama dag og önnur umferð forkeppni Evrópudeildarinnar hefst. Íslenskir stuðningsmenn Manchester United gætu þó haft blendnar tilfinningar um þessi úrslit. Síðustu ár hafa íslensk lið verið í pottinum í annari umferð forkeppninnar og því hefði verið möguleiki á að fá Ole Gunnar Solskjær og lærisveina í heimsókn í sumar. Þar sem United fer beint inn í riðlakeppnina miðað við úrslit dagsins þýðir ekkert annað fyrir íslensku liðin en að komast þangað inn til þess að eiga möguleikann á að etja kappi við rauðu djöflana. Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira
Stuðningsmenn Manchester City fögnuðu ákaft þegar þeirra menn unnu öruggan sigur á Watford í bikarúrslitunum á Wembley í dag. Þeir voru hins vegar ekki þeir einu sem fögnuðu sigri City. Stuðningsmenn bæði Wolves og Manchester United hafa haldið með City í þessum leik, þeir síðarnefndu kannski með aðeins meiri trega þar sem nágrannaástin er ekki mikil. Bikarúrslitaleikurinn hafði nefnilega mikil áhrif á dreifingu Evrópusætanna í Englandi. Efstu fjögur liðin í úrvalsdeildinni fara í Meistaradeild Evrópu, liðin sem lenda í fimmta og sjötta sæti fara í Evrópudeildina. Það gerir bikarmeistarinn líka. Þar sem Manchester City er nú þegar búið að tryggja sig inn í Meistaradeildina sem Englandsmeistari fær liðið í sjöunda sæti í deildinni einnig sæti í Evrópudeildinni. Úlfarnir lentu í sjöunda sæti eftir mjög gott tímabil og þeir fengu því Evrópusæti í dag. Þetta verður í fyrsta skipti síðan árið 1980 sem Úlfarnir spila í Evrópu. Ástæða þess að Manchester United fagnar sigri bláu nágrannanna er að núna kemur United inn í Evrópudeildina seinna en þeir hefðu gert ef Watford hefði hirt bikarmeistaratitilinn. Síðasta enska liðið inn í Evrópudeildina, sem núna er Wolves, byrjar strax í annari umferð forkeppninnar. Hún er leikin í júlí og hefði sett stórt strik í reikninginn á undirbúningstímabili United, en United er búið að skipuleggja æfingaleik við Tottenham sama dag og önnur umferð forkeppni Evrópudeildarinnar hefst. Íslenskir stuðningsmenn Manchester United gætu þó haft blendnar tilfinningar um þessi úrslit. Síðustu ár hafa íslensk lið verið í pottinum í annari umferð forkeppninnar og því hefði verið möguleiki á að fá Ole Gunnar Solskjær og lærisveina í heimsókn í sumar. Þar sem United fer beint inn í riðlakeppnina miðað við úrslit dagsins þýðir ekkert annað fyrir íslensku liðin en að komast þangað inn til þess að eiga möguleikann á að etja kappi við rauðu djöflana.
Enski boltinn Evrópudeild UEFA Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Man United ósátt við Marokkó og FIFA Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Moyes ældi alla leiðina til Eyja Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjá meira