Draga lagastoð Kauphallarinnar í efa Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. maí 2019 07:30 Lífeyrissjóðurinn Birta mun ekki standa í vegi fyrir afskráningu Heimavalla úr kauphöll. Fréttablaðið/Stefán Hópurinn sem stendur að tilboði sem miðar að afskráningu Heimavalla er ósáttur með ákvörðun Kauphallarinnar um að hafna afskráningunni og telur að hún eigi sér enga lagastoð. Forstjóri Kauphallarinnar segir að það grafi undan trúverðugleika hlutabréfamarkaðarins að stilla viðmiðin hér lægra en á samanburðarmörkuðum. Í byrjun febrúar fóru þrír af stærstu hluthöfum Heimavalla fram á að stjórn íbúðaleigufélagsins boðaði til hluthafafundar þar sem tillaga yrði sett á dagskrá um að taka félagið af hlutabréfamarkaði. Þá kom fram að fjárfestingafélagið Sigla og Alfa Framtak fjármögnuðu tilboð í allt að 17,09 prósenta hlut í Heimavöllum fyrir allt að 2,5 milljarða króna. Tilboðsverðið nemur 1,3 krónum á hlut en það rennur út á mánudaginn. Á aðalfundi Heimavalla í mars var tillagan tekin fyrir. Hún var samþykkt af 81,3 prósentum þeirra hluthafa sem tóku afstöðu á fundinum en 18,7 prósent þeirra hluthafa sem tóku afstöðu á fundinum voru á móti. Kauphöllin hafnaði hins vegar beiðni Heimavalla um að taka hlutabréf leigufélagsins úr viðskiptum á Aðalmarkaði. Að mati Kauphallarinnar mun afskráning valda hluthöfum verulegu tjóni og það getur dregið úr trúverðugleika markaðarins. Þá vísaði Kauphöllin til þess að rétt tæp 19 prósent af þeim hluthöfum sem tóku afstöðu á aðalfundinum hefðu greitt atkvæði á móti tillögunni. Haft var eftir Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar í Viðskiptablaðinu í síðustu viku að boða þyrfti annan hluthafafund að mati Kauphallarinnar. Þá sagði hann að Kauphöllin horfði til þess að fylgi þyrfti að vera í kringum 90 prósent en þó með fyrirvörum um að hvert og eitt tilfelli væri mismunandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir nokkurrar kergju á meðal þeirra hluthafa Heimavalla sem vilja afskrá félagið vegna framgöngu Kauphallarinnar í þessu máli. Þeir furða sig á því að Kauphöllin vísi til þess að 18 prósent þeirra sem tóku afstöðu á fundinum hafi kosið gegn tillögunni. Af heildarhlutafé Heimavalla nemi atkvæðaréttur þeirra 11 prósentum. Þannig hafi 89 prósent ýmist kosið með tillögunni eða setið hjá. Þá telur sá hópur sem stendur að tilboðinu að Kauphöllin sé ekki í lagalegum rétti til að hafna afskráningunni. Það sé skýrt í lögunum að henni beri að samþykkja slíka beiðni. Til þess að hafna henni þurfi að vera rök fyrir því að afskráningin sé að valda hluthöfum verulegu fjártjóni eða hún muni hafa neikvæð áhrif á trúverðugleika hlutabréfamarkaðarins. Hvorugt eigi við í þessu tilfelli. Þvert á móti geti ákvörðun Kauphallarinnar valdið hluthöfum skaða með því að leggja í hættu að hluthafar geti selt bréfin á hæsta verði frá skráningu félagsins. Þá telja margir hluthafar samkvæmt heimildum Markaðarins óþarft að bera tillögu um afskráningu félagsins úr kauphöll aftur undir hluthafafund, enda hafi yfirgnæfandi meirihluti nú þegar samþykkt afskráninguna.Vilja ekki stilla viðmið lægra Páll Harðarson segir í samtali við Markaðinn að Kauphöllinni beri rík skylda til að horfa til minnihlutaverndar. „Við erum með þessu að styðjast við álíka viðmið og aðrar Nasdaq-kauphallir sem starfa í samskonar regluumhverfi og við. Við ráðfærðum okkur við okkar kollega og fórum vel yfir þau viðmið sem gilda við svona ákvarðanir og okkar niðurstaða var sú að þetta ferli sem hér er boðið upp á hefði ekki verið samþykkt af öðrum kauphöllum Nasdaq og ekki í öðrum Norðurlandakauphöllum.“ Páll spyr hvort stilla eigi viðmiðin lægra á Íslandi en í nágrannaríkjum hvað þetta varðar. „Eigum við að setja minnihlutaverndinni meiri takmarkanir hér á landi heldur en í öðrum löndum sem við viljum bera okkur saman við? Okkar niðurstaða var sú að það væri mjög slæmt upp á trúverðugleika markaðarins að gera það.“Birta sat hjá Lífeyrissjóðurinn Birta er langsamlega stærsti lífeyrissjóðurinn í hluthafahópi Heimavalla með 5,8 prósenta hlut. Birta sat hjá í atkvæðagreiðslunni á aðalfundi Heimavalla að sögn Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. „Við vorum ekki sátt við tillöguna um afskráningu félagsins þar sem við hefðum viljað sjá það lengur á markaði,“ segir Ólafur í samtali við Markaðinn. Hann segir að Birta hafi ekki viljað taka afstöðu án þess að vera viss um fylgi hluthafa við tillöguna. Nú sé ljóst að mikill meirihluti sé henni fylgjandi og því muni sjóðurinn ekki standa í vegi fyrir afskráningu „Ef boðað verður til hluthafafundar þá getur vel verið að við tökum afgerandi afstöðu og mér finnst líklegra að afstaðan verði með afskráningu.“ Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Hópurinn sem stendur að tilboði sem miðar að afskráningu Heimavalla er ósáttur með ákvörðun Kauphallarinnar um að hafna afskráningunni og telur að hún eigi sér enga lagastoð. Forstjóri Kauphallarinnar segir að það grafi undan trúverðugleika hlutabréfamarkaðarins að stilla viðmiðin hér lægra en á samanburðarmörkuðum. Í byrjun febrúar fóru þrír af stærstu hluthöfum Heimavalla fram á að stjórn íbúðaleigufélagsins boðaði til hluthafafundar þar sem tillaga yrði sett á dagskrá um að taka félagið af hlutabréfamarkaði. Þá kom fram að fjárfestingafélagið Sigla og Alfa Framtak fjármögnuðu tilboð í allt að 17,09 prósenta hlut í Heimavöllum fyrir allt að 2,5 milljarða króna. Tilboðsverðið nemur 1,3 krónum á hlut en það rennur út á mánudaginn. Á aðalfundi Heimavalla í mars var tillagan tekin fyrir. Hún var samþykkt af 81,3 prósentum þeirra hluthafa sem tóku afstöðu á fundinum en 18,7 prósent þeirra hluthafa sem tóku afstöðu á fundinum voru á móti. Kauphöllin hafnaði hins vegar beiðni Heimavalla um að taka hlutabréf leigufélagsins úr viðskiptum á Aðalmarkaði. Að mati Kauphallarinnar mun afskráning valda hluthöfum verulegu tjóni og það getur dregið úr trúverðugleika markaðarins. Þá vísaði Kauphöllin til þess að rétt tæp 19 prósent af þeim hluthöfum sem tóku afstöðu á aðalfundinum hefðu greitt atkvæði á móti tillögunni. Haft var eftir Páli Harðarsyni, forstjóra Kauphallarinnar í Viðskiptablaðinu í síðustu viku að boða þyrfti annan hluthafafund að mati Kauphallarinnar. Þá sagði hann að Kauphöllin horfði til þess að fylgi þyrfti að vera í kringum 90 prósent en þó með fyrirvörum um að hvert og eitt tilfelli væri mismunandi. Samkvæmt heimildum Markaðarins gætir nokkurrar kergju á meðal þeirra hluthafa Heimavalla sem vilja afskrá félagið vegna framgöngu Kauphallarinnar í þessu máli. Þeir furða sig á því að Kauphöllin vísi til þess að 18 prósent þeirra sem tóku afstöðu á fundinum hafi kosið gegn tillögunni. Af heildarhlutafé Heimavalla nemi atkvæðaréttur þeirra 11 prósentum. Þannig hafi 89 prósent ýmist kosið með tillögunni eða setið hjá. Þá telur sá hópur sem stendur að tilboðinu að Kauphöllin sé ekki í lagalegum rétti til að hafna afskráningunni. Það sé skýrt í lögunum að henni beri að samþykkja slíka beiðni. Til þess að hafna henni þurfi að vera rök fyrir því að afskráningin sé að valda hluthöfum verulegu fjártjóni eða hún muni hafa neikvæð áhrif á trúverðugleika hlutabréfamarkaðarins. Hvorugt eigi við í þessu tilfelli. Þvert á móti geti ákvörðun Kauphallarinnar valdið hluthöfum skaða með því að leggja í hættu að hluthafar geti selt bréfin á hæsta verði frá skráningu félagsins. Þá telja margir hluthafar samkvæmt heimildum Markaðarins óþarft að bera tillögu um afskráningu félagsins úr kauphöll aftur undir hluthafafund, enda hafi yfirgnæfandi meirihluti nú þegar samþykkt afskráninguna.Vilja ekki stilla viðmið lægra Páll Harðarson segir í samtali við Markaðinn að Kauphöllinni beri rík skylda til að horfa til minnihlutaverndar. „Við erum með þessu að styðjast við álíka viðmið og aðrar Nasdaq-kauphallir sem starfa í samskonar regluumhverfi og við. Við ráðfærðum okkur við okkar kollega og fórum vel yfir þau viðmið sem gilda við svona ákvarðanir og okkar niðurstaða var sú að þetta ferli sem hér er boðið upp á hefði ekki verið samþykkt af öðrum kauphöllum Nasdaq og ekki í öðrum Norðurlandakauphöllum.“ Páll spyr hvort stilla eigi viðmiðin lægra á Íslandi en í nágrannaríkjum hvað þetta varðar. „Eigum við að setja minnihlutaverndinni meiri takmarkanir hér á landi heldur en í öðrum löndum sem við viljum bera okkur saman við? Okkar niðurstaða var sú að það væri mjög slæmt upp á trúverðugleika markaðarins að gera það.“Birta sat hjá Lífeyrissjóðurinn Birta er langsamlega stærsti lífeyrissjóðurinn í hluthafahópi Heimavalla með 5,8 prósenta hlut. Birta sat hjá í atkvæðagreiðslunni á aðalfundi Heimavalla að sögn Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra sjóðsins. „Við vorum ekki sátt við tillöguna um afskráningu félagsins þar sem við hefðum viljað sjá það lengur á markaði,“ segir Ólafur í samtali við Markaðinn. Hann segir að Birta hafi ekki viljað taka afstöðu án þess að vera viss um fylgi hluthafa við tillöguna. Nú sé ljóst að mikill meirihluti sé henni fylgjandi og því muni sjóðurinn ekki standa í vegi fyrir afskráningu „Ef boðað verður til hluthafafundar þá getur vel verið að við tökum afgerandi afstöðu og mér finnst líklegra að afstaðan verði með afskráningu.“
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira