Lögmaður Air Lease Corporation kannast ekki við dulbúnar persónulegar hótanir Sighvatur Jónsson skrifar 1. maí 2019 12:30 Munnlegur málflutningur verður í málinu á morgun og búist er við úrskurði um kröfu Air Lease Corporation síðdegis á morgun. Vísir/vilhelm Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að Air Lease Corporation beiti dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum í deilu sinni við Isavia um flugvél sem WOW air hafði á leigu. Vélin var kyrrsett við fall flugfélagsins vegna vangoldinna gjalda sem nema um tveimur milljörðum krónum. Þá eru erindrekar bandaríska félagsins sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að þeir verði sóttir persónulega vegna málsins.Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.fréttablaðið/gvaOddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir undarlegt að svara fyrir óljósar fréttir um dulbúnar hótanir sem eru hafðar eftir nafnlausum heimildum. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi sagt að allir möguleikar verði skoðaðir, meðal annars með því að leita til stjórnvalda í Bandaríkjunum eða stofnana Evrópusambandsins. „Við höfum sagt í samtölum okkar við lögmenn Isavia og í fjölmiðlum að eitt af því sem við munum kanna í framhaldinu er hvort einhver kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð vegna aðgerða Isavia. Það beinist þá í einhverjum skilningi persónulega að starfsfólki þess fyrirtækis. Ef það eru hinar dulbúnu persónulegu hótanir getum við gengist við þeim. Annað könnumst við nú ekki við,“ segir Oddur.Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmEðlilegt að leita diplómatískra leiða Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað hafi verið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hér á landi vegna málsins. Oddur segist hvorki geta staðfest það né neitað því. Hann segir að umbjóðendur sínir vinni að málinu á sínum enda líka. Ekkert óeðlilegt sé við það að nýta diplómatískar leiðir. Oddur bendir á að sama leið hafi verið farin í deilu vegna nýs Herjólfs þegar sendiherra Póllands á Íslandi hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og samgönguráðherra. „Framganga Isavia býr til orðsporsáhættu fyrir íslenskan flugrekstur og þeir verða auðvitað að sitja uppi með það,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Lögmaður bandaríska flugvélaleigufyrirtækisins Air Lease Corporation kannast ekki við að félagið beiti dulbúnum persónulegum hótunum, fái félagið ekki Airbus vél sína afhenta sem Isavia hefur kyrrsett. Lögmönnum Isavia hafi hins vegar verið gerð grein fyrir því að kannað verði hvort starfsmenn Isavia kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð í málinu. Fréttablaðið hefur eftir heimildum að Air Lease Corporation beiti dulbúnum hótunum um búsifjar íslenskra flugfélaga og annarra íslenskra fyrirtækja sem selja ferðir til og frá Bandaríkjunum í deilu sinni við Isavia um flugvél sem WOW air hafði á leigu. Vélin var kyrrsett við fall flugfélagsins vegna vangoldinna gjalda sem nema um tveimur milljörðum krónum. Þá eru erindrekar bandaríska félagsins sagðir gefa stjórnendum Isavia til kynna að þeir verði sóttir persónulega vegna málsins.Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.fréttablaðið/gvaOddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation, segir undarlegt að svara fyrir óljósar fréttir um dulbúnar hótanir sem eru hafðar eftir nafnlausum heimildum. Hann segir að forsvarsmenn félagsins hafi sagt að allir möguleikar verði skoðaðir, meðal annars með því að leita til stjórnvalda í Bandaríkjunum eða stofnana Evrópusambandsins. „Við höfum sagt í samtölum okkar við lögmenn Isavia og í fjölmiðlum að eitt af því sem við munum kanna í framhaldinu er hvort einhver kunni að bera skaðabóta- eða refsiábyrgð vegna aðgerða Isavia. Það beinist þá í einhverjum skilningi persónulega að starfsfólki þess fyrirtækis. Ef það eru hinar dulbúnu persónulegu hótanir getum við gengist við þeim. Annað könnumst við nú ekki við,“ segir Oddur.Vél WOW air TF-GPA hefur verið kyrrsett á Keflavíkurflugvelli frá því í mars.Vísir/vilhelmEðlilegt að leita diplómatískra leiða Fréttablaðið hefur eftir heimildum að fundað hafi verið með sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hér á landi vegna málsins. Oddur segist hvorki geta staðfest það né neitað því. Hann segir að umbjóðendur sínir vinni að málinu á sínum enda líka. Ekkert óeðlilegt sé við það að nýta diplómatískar leiðir. Oddur bendir á að sama leið hafi verið farin í deilu vegna nýs Herjólfs þegar sendiherra Póllands á Íslandi hafði milligöngu um fund fulltrúa skipasmíðastöðvarinnar og samgönguráðherra. „Framganga Isavia býr til orðsporsáhættu fyrir íslenskan flugrekstur og þeir verða auðvitað að sitja uppi með það,“ segir Oddur Ástráðsson, lögmaður Air Lease Corporation.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira