Gunnar neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. maí 2019 16:50 Frá vettvangi í Mehamn á laugardag. TV2/Christoffer Robin Jensen Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Noregi grunaður um að hafa skotið bróður sinn til bana aðfaranótt laugardags, neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í samtal fréttastofu við verjanda Gunnars, Vidar Zahl Arntzen. Hann segir Gunnar hafa verið yfirheyrðan í fyrsta sinn í dag og stóð yfirheyrslan yfir frá klukkan 10 til klukkan 16:30. Hefur RÚV eftir Arntzen að Gunnar sé niðurbrotinn vegna málsins og mjög leiður. Hann hafi þó getað varpað ljósi á það sem gerðist í yfirheyrslunni. Áður höfðu norskir fjölmiðlar greint frá því að Gunnar hefði játað morðið við handtökuna auk þess sem hann virtist játa verknaðinn í færslu sem hann setti á Facebook á laugardagsmorgun. Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á mánudaginn. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, sem grunaður er um aðild að málinu var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann hefur neitað sök. Fréttastofa hefur ekki náð tali af verjanda Gunnars í dag eða síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í svari lögreglunnar í Finnmörk við fyrirspurn Vísis um yfirheyrslu lögreglu yfir Gunnari sagði að fjölmiðlar myndu ekki fá neinar upplýsingar um framvindu mála í dag þar sem það væri frídagur hjá upplýsingafulltrúum lögreglunnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Gunnar Jóhann Gunnarsson, sem situr í gæsluvarðhaldi í Noregi grunaður um að hafa skotið bróður sinn til bana aðfaranótt laugardags, neitaði sök í yfirheyrslu hjá lögreglu í dag. Hann segir að um slys hafi verið að ræða og að hann hafi aldrei ætlað að meiða bróður sinn. Frá þessu er greint á vef RÚV og vísað í samtal fréttastofu við verjanda Gunnars, Vidar Zahl Arntzen. Hann segir Gunnar hafa verið yfirheyrðan í fyrsta sinn í dag og stóð yfirheyrslan yfir frá klukkan 10 til klukkan 16:30. Hefur RÚV eftir Arntzen að Gunnar sé niðurbrotinn vegna málsins og mjög leiður. Hann hafi þó getað varpað ljósi á það sem gerðist í yfirheyrslunni. Áður höfðu norskir fjölmiðlar greint frá því að Gunnar hefði játað morðið við handtökuna auk þess sem hann virtist játa verknaðinn í færslu sem hann setti á Facebook á laugardagsmorgun. Gunnar var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á mánudaginn. Annar Íslendingur, vinur bræðranna, sem grunaður er um aðild að málinu var úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Hann hefur neitað sök. Fréttastofa hefur ekki náð tali af verjanda Gunnars í dag eða síðustu daga þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Í svari lögreglunnar í Finnmörk við fyrirspurn Vísis um yfirheyrslu lögreglu yfir Gunnari sagði að fjölmiðlar myndu ekki fá neinar upplýsingar um framvindu mála í dag þar sem það væri frídagur hjá upplýsingafulltrúum lögreglunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Manndráp í Mehamn Noregur Tengdar fréttir Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13 Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25 Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Sjá meira
Játaði morðið við handtökuna Gunnar Jóhann Gunnarsson virðist hafa játað að hafa myrt Gísla Þór Þórarinsson er hann var handtekinn á sunnudag í Noregi. Lögregla hefur enn ekki yfirheyrt hann vegna málsins. 30. apríl 2019 14:13
Segist hafa verið með Gunnari í fimm tíma eftir morðið Hinn Íslendingurinn sem grunaður er um aðild að morðinu á Gísla Þór Þórarinssyni í Mehamn í Noregi um helgina var í gær úrskurðaður í viku gæsluvarðhald. 30. apríl 2019 10:25
Safna fyrir flutningi Gísla Þórs til Íslands Vinir og fjölskylda Gísla Þórs Þórarinssonar, sem lést á laugardagsmorgun í bænum Mehamn í Finnmörk nyrst í Noregi, hafa hrundið af stað söfnun. 30. apríl 2019 10:01