Við ætlum að breyta þjóðfélaginu Sighvatur Arnmundsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður ÖBÍ. Þær voru meðal ræðumanna á Ingólfstorgi í gær ásamt Sonju Ýr Þorbergsdóttur, formannni BSRB. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari „Við ætlum ekki lengur að fórna okkur sjálfum fyrir þjóðfélag sem byggir á óréttlæti og arðráni. Nei, við ætlum að breyta þjóðfélaginu,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu sinni á útifundi á Ingólfstorgi í gær á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Sólveig Anna fór í ræðu sinni yfir viðburðaríkan vetur kjarabaráttu og verkfalla. Hún sagði að andlýðræðislegasta fólkið á Íslandi hafi brjálast vegna krafna verkalýðshreyfingarinnar. Hreyfingin hafi verið úthrópuð og kölluð glæpafólk, landráðamenn og hyski. „Þau sem hafa látið sem það væri náttúrulögmál að þau hafi endalaus völd til þess að ákveða lífsskilyrði okkar, afkomu, aðstæður, voru opinberuð sem vanstilltir loddarar og arðránskerfið opinberaðist sem það svo sannarlega er. Kerfi tryllts óréttlætis hefur fengið að stigmagnast síðustu áratugi,“ sagði Sólveig Anna. Sá tími væri liðinn að verkalýðshreyfingin væri aðeins í baráttuhug einu sinni á ári. „Sá tími er liðinn að við látum okkur nægja að bíða og biðja. Sá tími er liðinn að við látum okkur nægja að fara bónleið til að kreista út þúsundkalla frá auðstéttinni. Við erum hér og þau skulu venjast því.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, hélt aðalræðuna í dagskrá hátíðarhaldanna á Akureyri. Drífa lagði í ræðu sinni áherslu á að þau samfélög þar sem jöfnuður ríkti væru undantekningalaust betri samfélög en þau þar sem ójöfnuður ríkti. „Barátta verkalýðshreyfingarinnar er því ekki barátta einstakra hópa fyrir betri kjörum heldur barátta fyrir betri heild og betra samfélagi,“ sagði Drífa. Það væri áhyggjuefni að misrétti hafi verið að aukast undanfarna áratugi. Þá væri mikilvægt að hrinda árásum á lýðræðið. Til væru þeir sem sjái sér hag í því að grafa undan trú fólks á lýðræðinu, meðal annars með því að ala á andúð gagnvart minnihlutahópum. „Það er gömul saga og ný að til að ná völdum er minnihlutahópum stundum att saman, eins og til dæmis öryrkjum og innflytjendum eða láglaunafólki og eldri borgurum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að við látum ekki glepjast af slíkum tilraunum.“ Drífa fór einnig yfir þær breytingar sem eru að eiga sér stað á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin þurfi að þróast í takt við tíðarandann til að takast á við risavaxnar áskoranir. „Við megum aldrei gefa afslátt af áunnum réttindum, kjörum og öryggi á vinnustað heldur leita leiða til að bæta enn frekar í. Það eru stór verkefni sem bíða okkar en verkalýðshreyfingin á Íslandi er vel skipulögð grasrótarhreyfing og tilbúin í það sem koma skal.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Verkalýðslömb í Húsdýragarðinum Ærin Bílda sem býr í Húsdýragarðinum í Reykjavík bar í nótt tveimur gimbrum. 1. maí 2019 10:47 Grái herinn krefst þess að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag. 1. maí 2019 14:38 Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
„Við ætlum ekki lengur að fórna okkur sjálfum fyrir þjóðfélag sem byggir á óréttlæti og arðráni. Nei, við ætlum að breyta þjóðfélaginu,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í ræðu sinni á útifundi á Ingólfstorgi í gær á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins. Sólveig Anna fór í ræðu sinni yfir viðburðaríkan vetur kjarabaráttu og verkfalla. Hún sagði að andlýðræðislegasta fólkið á Íslandi hafi brjálast vegna krafna verkalýðshreyfingarinnar. Hreyfingin hafi verið úthrópuð og kölluð glæpafólk, landráðamenn og hyski. „Þau sem hafa látið sem það væri náttúrulögmál að þau hafi endalaus völd til þess að ákveða lífsskilyrði okkar, afkomu, aðstæður, voru opinberuð sem vanstilltir loddarar og arðránskerfið opinberaðist sem það svo sannarlega er. Kerfi tryllts óréttlætis hefur fengið að stigmagnast síðustu áratugi,“ sagði Sólveig Anna. Sá tími væri liðinn að verkalýðshreyfingin væri aðeins í baráttuhug einu sinni á ári. „Sá tími er liðinn að við látum okkur nægja að bíða og biðja. Sá tími er liðinn að við látum okkur nægja að fara bónleið til að kreista út þúsundkalla frá auðstéttinni. Við erum hér og þau skulu venjast því.“ Drífa Snædal, forseti ASÍ, hélt aðalræðuna í dagskrá hátíðarhaldanna á Akureyri. Drífa lagði í ræðu sinni áherslu á að þau samfélög þar sem jöfnuður ríkti væru undantekningalaust betri samfélög en þau þar sem ójöfnuður ríkti. „Barátta verkalýðshreyfingarinnar er því ekki barátta einstakra hópa fyrir betri kjörum heldur barátta fyrir betri heild og betra samfélagi,“ sagði Drífa. Það væri áhyggjuefni að misrétti hafi verið að aukast undanfarna áratugi. Þá væri mikilvægt að hrinda árásum á lýðræðið. Til væru þeir sem sjái sér hag í því að grafa undan trú fólks á lýðræðinu, meðal annars með því að ala á andúð gagnvart minnihlutahópum. „Það er gömul saga og ný að til að ná völdum er minnihlutahópum stundum att saman, eins og til dæmis öryrkjum og innflytjendum eða láglaunafólki og eldri borgurum. Það er nauðsynlegt fyrir lýðræði og mannréttindi að við látum ekki glepjast af slíkum tilraunum.“ Drífa fór einnig yfir þær breytingar sem eru að eiga sér stað á vinnumarkaði. Verkalýðshreyfingin þurfi að þróast í takt við tíðarandann til að takast á við risavaxnar áskoranir. „Við megum aldrei gefa afslátt af áunnum réttindum, kjörum og öryggi á vinnustað heldur leita leiða til að bæta enn frekar í. Það eru stór verkefni sem bíða okkar en verkalýðshreyfingin á Íslandi er vel skipulögð grasrótarhreyfing og tilbúin í það sem koma skal.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Verkalýðsdagurinn Tengdar fréttir Verkalýðslömb í Húsdýragarðinum Ærin Bílda sem býr í Húsdýragarðinum í Reykjavík bar í nótt tveimur gimbrum. 1. maí 2019 10:47 Grái herinn krefst þess að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag. 1. maí 2019 14:38 Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Verkalýðslömb í Húsdýragarðinum Ærin Bílda sem býr í Húsdýragarðinum í Reykjavík bar í nótt tveimur gimbrum. 1. maí 2019 10:47
Grái herinn krefst þess að lægstu eftirlaun verði aldrei lægri en lágmarkslaun Þetta kom fram í hátíðarræðu Ágústu Skúladóttur, leikstjóra og eins af stofnendum Gráa hersins, á fundi á alþjóðlegum baráttudegi verkalýðsins á Húsavík í dag. 1. maí 2019 14:38
Þykir ógeðfellt að verslanir auglýsi sérstök tilboð sem gilda aðeins á verkalýðsdaginn Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir að sér þyki það ógeðfellt að sjá verslanir auglýsa sérstakan tilboðsdag í dag, á alþjóðlegum baráttudegi verkafólks, 1. maí. Bæði Húsgagnahöllin og Rúmfatalagerinn auglýstu tilboð sem gilda aðeins í dag í Fréttablaðinu í morgun. 1. maí 2019 12:30