Blikar með heilsteyptasta liðið Hjörvar Ólafsson skrifar 2. maí 2019 14:00 Sonný Lára fagnar hér 22. Íslandsmeistaratitli Blika í kvennaflokki og bikarnum síðasta haust. Fréttablaðið/anton Breiðablik hefur í dag titilvörn sína í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu með því að sæka ÍBV heim til Vestmannaeyja. Þrír aðrir leikir fara fram í fyrstu umferðinni í dag en Stjarnan og Selfoss leiða saman hesta sína, HK/Víkingur og KR etja kappi og að lokum verður nýliðaslagur Fylkis og Keflavíkur á dagskrá. Umferðinni lýkur síðan með leik Vals og Þórs/KA sem spilaður verður á morgun. Fréttablaðið hefur síðustu svo daga spáð fyrir um hvaða lið verða í fallbaráttu og síðar hvaða lið verða um miðja deild. Nú er komið að því að kynna þau þrjú lið sem spá blaðsins gerir ráð fyrir að berjist um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Samkvæmt spánni mun Breiðablik verja titil sinn en Valur og Þór/KA munu hins vegar gera harða atlögu að Blikum. Daði Rafnsson sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina hefur þetta að segja um liðin sem munu verða í sérflokki og berjast á toppi deildarinnar á þessu tímabili.1. Breiðablik: Ríkjandi Íslandsmeisturum hefur gengið mjög vel á undirbúningsmótunum í vetur. Ég hafði smá áhyggjur af því að brottför Guðrúnar Arnardóttur úr hjarta varnarinnar myndi hafa slæm áhrif á varnarleikinn en svo virðist sem Þorsteinn Halldórsson hafi fundið leið til þess að fylla skarð hennar. Það hafa verið meiðslavandræði í varnarlínu Blika í vetur en það hefur ekki haft teljandi áhrif. Það hafa nokkrir leikmenn fengið tækifæri til þess að sýna sig og sanna og hafa þeir leikið bara mjög vel. Liðinu hefur gengið vel í síðustu leikjum þrátt fyrir að leika án Alexöndru Jóhannesdóttur, Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, Selmu Sól Magnúsdóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Ungir leikmenn hafa stigið inn í fjarveru þessara leikmanna og staðið sig vel og þá finnst mér Hildur Antonsdóttir hafa spilað frábærlega í leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Mér finnst það styrkleiki Þorsteins að leikskipulagið er svo mikið á hreinu að það er auðvelt fyrir nýja leikmenn að koma inn og spila samkvæmt skipulaginu. Breiðablik er með heilsteyptasta liðið að mínu mati og fæstu veikleikana af þeim þremur liðum sem verða í toppbaráttu deildarinnar.2. Valur: Valur er með mjög sterkt lið á pappírnum og liðið hefur styrkst umtalsvert í vetur. Það sem mér finnst helst há liðinu er að liðið er með marga sterka leikmenn á ákveðnum svæðum vallarins en á öðrum eru ákveðnir veikleikar. Mér finnst innkaupastefnan kannski meira leggja áherslu á að fá feitustu bitana í leikmannahópinn í stað þess að fá til liðsins leikmenn sem sárlega vantar og bæta jafnvægið í liðinu. Það verður hins vegar gaman að sjá samvinnu Margrétar Láru Viðarsdóttur og Elínar Mettu Jensen í framlínunni og hvernig Fanndís Friðriksdóttir mun standa sig á fyrsta heila tímabilinu með liðinu. Það er skellur fyrir liðið að missa Málfríði Ernu Sigurðardóttur svona skömmu fyrir mót og liðið er með nýtt miðvarðapar og Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir hafa ekki leikið áður saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að binda saman vörn liðsins í sumar.3. Þór/KA: Norðankonur misstu mikið þegar Sandra María Jessen söðlaði um og fór til Þýskalands til þess að leika með Bayer Leverkusen. Auk þess missti liðið Lillý Rut Hlynsdóttur sem leikið hefur stórt hlutverk í varnarleik liðsins og miðjumanninn útsjónarsama Önnu Rakel Pétursdóttur sem fór út í atvinnumennsku. Donni hefur hins vegar skýra hugmyndafræði og þekkir vel þá leikmenn sem koma upp úr yngri flokka starfinu og ég treysti honum til þess að sjá til þess að þessara leikmanna verði ekki sárt saknað. Þór/KA hélt mexíkósku landsliðsmönnunum sem er mjög sterkt fyrir liðið og hefur Andreu Mist Pálsdóttir verið að bæta sig mikið og gera sig gildandi með A-landsliðinu. Þór/KA verður með öflugt lið sem getur klárlega veitt Breiðabliki og Val harða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Breiðablik hefur í dag titilvörn sína í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu með því að sæka ÍBV heim til Vestmannaeyja. Þrír aðrir leikir fara fram í fyrstu umferðinni í dag en Stjarnan og Selfoss leiða saman hesta sína, HK/Víkingur og KR etja kappi og að lokum verður nýliðaslagur Fylkis og Keflavíkur á dagskrá. Umferðinni lýkur síðan með leik Vals og Þórs/KA sem spilaður verður á morgun. Fréttablaðið hefur síðustu svo daga spáð fyrir um hvaða lið verða í fallbaráttu og síðar hvaða lið verða um miðja deild. Nú er komið að því að kynna þau þrjú lið sem spá blaðsins gerir ráð fyrir að berjist um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Samkvæmt spánni mun Breiðablik verja titil sinn en Valur og Þór/KA munu hins vegar gera harða atlögu að Blikum. Daði Rafnsson sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina hefur þetta að segja um liðin sem munu verða í sérflokki og berjast á toppi deildarinnar á þessu tímabili.1. Breiðablik: Ríkjandi Íslandsmeisturum hefur gengið mjög vel á undirbúningsmótunum í vetur. Ég hafði smá áhyggjur af því að brottför Guðrúnar Arnardóttur úr hjarta varnarinnar myndi hafa slæm áhrif á varnarleikinn en svo virðist sem Þorsteinn Halldórsson hafi fundið leið til þess að fylla skarð hennar. Það hafa verið meiðslavandræði í varnarlínu Blika í vetur en það hefur ekki haft teljandi áhrif. Það hafa nokkrir leikmenn fengið tækifæri til þess að sýna sig og sanna og hafa þeir leikið bara mjög vel. Liðinu hefur gengið vel í síðustu leikjum þrátt fyrir að leika án Alexöndru Jóhannesdóttur, Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, Selmu Sól Magnúsdóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Ungir leikmenn hafa stigið inn í fjarveru þessara leikmanna og staðið sig vel og þá finnst mér Hildur Antonsdóttir hafa spilað frábærlega í leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Mér finnst það styrkleiki Þorsteins að leikskipulagið er svo mikið á hreinu að það er auðvelt fyrir nýja leikmenn að koma inn og spila samkvæmt skipulaginu. Breiðablik er með heilsteyptasta liðið að mínu mati og fæstu veikleikana af þeim þremur liðum sem verða í toppbaráttu deildarinnar.2. Valur: Valur er með mjög sterkt lið á pappírnum og liðið hefur styrkst umtalsvert í vetur. Það sem mér finnst helst há liðinu er að liðið er með marga sterka leikmenn á ákveðnum svæðum vallarins en á öðrum eru ákveðnir veikleikar. Mér finnst innkaupastefnan kannski meira leggja áherslu á að fá feitustu bitana í leikmannahópinn í stað þess að fá til liðsins leikmenn sem sárlega vantar og bæta jafnvægið í liðinu. Það verður hins vegar gaman að sjá samvinnu Margrétar Láru Viðarsdóttur og Elínar Mettu Jensen í framlínunni og hvernig Fanndís Friðriksdóttir mun standa sig á fyrsta heila tímabilinu með liðinu. Það er skellur fyrir liðið að missa Málfríði Ernu Sigurðardóttur svona skömmu fyrir mót og liðið er með nýtt miðvarðapar og Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir hafa ekki leikið áður saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að binda saman vörn liðsins í sumar.3. Þór/KA: Norðankonur misstu mikið þegar Sandra María Jessen söðlaði um og fór til Þýskalands til þess að leika með Bayer Leverkusen. Auk þess missti liðið Lillý Rut Hlynsdóttur sem leikið hefur stórt hlutverk í varnarleik liðsins og miðjumanninn útsjónarsama Önnu Rakel Pétursdóttur sem fór út í atvinnumennsku. Donni hefur hins vegar skýra hugmyndafræði og þekkir vel þá leikmenn sem koma upp úr yngri flokka starfinu og ég treysti honum til þess að sjá til þess að þessara leikmanna verði ekki sárt saknað. Þór/KA hélt mexíkósku landsliðsmönnunum sem er mjög sterkt fyrir liðið og hefur Andreu Mist Pálsdóttir verið að bæta sig mikið og gera sig gildandi með A-landsliðinu. Þór/KA verður með öflugt lið sem getur klárlega veitt Breiðabliki og Val harða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Enski boltinn Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira