Blikar með heilsteyptasta liðið Hjörvar Ólafsson skrifar 2. maí 2019 14:00 Sonný Lára fagnar hér 22. Íslandsmeistaratitli Blika í kvennaflokki og bikarnum síðasta haust. Fréttablaðið/anton Breiðablik hefur í dag titilvörn sína í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu með því að sæka ÍBV heim til Vestmannaeyja. Þrír aðrir leikir fara fram í fyrstu umferðinni í dag en Stjarnan og Selfoss leiða saman hesta sína, HK/Víkingur og KR etja kappi og að lokum verður nýliðaslagur Fylkis og Keflavíkur á dagskrá. Umferðinni lýkur síðan með leik Vals og Þórs/KA sem spilaður verður á morgun. Fréttablaðið hefur síðustu svo daga spáð fyrir um hvaða lið verða í fallbaráttu og síðar hvaða lið verða um miðja deild. Nú er komið að því að kynna þau þrjú lið sem spá blaðsins gerir ráð fyrir að berjist um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Samkvæmt spánni mun Breiðablik verja titil sinn en Valur og Þór/KA munu hins vegar gera harða atlögu að Blikum. Daði Rafnsson sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina hefur þetta að segja um liðin sem munu verða í sérflokki og berjast á toppi deildarinnar á þessu tímabili.1. Breiðablik: Ríkjandi Íslandsmeisturum hefur gengið mjög vel á undirbúningsmótunum í vetur. Ég hafði smá áhyggjur af því að brottför Guðrúnar Arnardóttur úr hjarta varnarinnar myndi hafa slæm áhrif á varnarleikinn en svo virðist sem Þorsteinn Halldórsson hafi fundið leið til þess að fylla skarð hennar. Það hafa verið meiðslavandræði í varnarlínu Blika í vetur en það hefur ekki haft teljandi áhrif. Það hafa nokkrir leikmenn fengið tækifæri til þess að sýna sig og sanna og hafa þeir leikið bara mjög vel. Liðinu hefur gengið vel í síðustu leikjum þrátt fyrir að leika án Alexöndru Jóhannesdóttur, Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, Selmu Sól Magnúsdóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Ungir leikmenn hafa stigið inn í fjarveru þessara leikmanna og staðið sig vel og þá finnst mér Hildur Antonsdóttir hafa spilað frábærlega í leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Mér finnst það styrkleiki Þorsteins að leikskipulagið er svo mikið á hreinu að það er auðvelt fyrir nýja leikmenn að koma inn og spila samkvæmt skipulaginu. Breiðablik er með heilsteyptasta liðið að mínu mati og fæstu veikleikana af þeim þremur liðum sem verða í toppbaráttu deildarinnar.2. Valur: Valur er með mjög sterkt lið á pappírnum og liðið hefur styrkst umtalsvert í vetur. Það sem mér finnst helst há liðinu er að liðið er með marga sterka leikmenn á ákveðnum svæðum vallarins en á öðrum eru ákveðnir veikleikar. Mér finnst innkaupastefnan kannski meira leggja áherslu á að fá feitustu bitana í leikmannahópinn í stað þess að fá til liðsins leikmenn sem sárlega vantar og bæta jafnvægið í liðinu. Það verður hins vegar gaman að sjá samvinnu Margrétar Láru Viðarsdóttur og Elínar Mettu Jensen í framlínunni og hvernig Fanndís Friðriksdóttir mun standa sig á fyrsta heila tímabilinu með liðinu. Það er skellur fyrir liðið að missa Málfríði Ernu Sigurðardóttur svona skömmu fyrir mót og liðið er með nýtt miðvarðapar og Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir hafa ekki leikið áður saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að binda saman vörn liðsins í sumar.3. Þór/KA: Norðankonur misstu mikið þegar Sandra María Jessen söðlaði um og fór til Þýskalands til þess að leika með Bayer Leverkusen. Auk þess missti liðið Lillý Rut Hlynsdóttur sem leikið hefur stórt hlutverk í varnarleik liðsins og miðjumanninn útsjónarsama Önnu Rakel Pétursdóttur sem fór út í atvinnumennsku. Donni hefur hins vegar skýra hugmyndafræði og þekkir vel þá leikmenn sem koma upp úr yngri flokka starfinu og ég treysti honum til þess að sjá til þess að þessara leikmanna verði ekki sárt saknað. Þór/KA hélt mexíkósku landsliðsmönnunum sem er mjög sterkt fyrir liðið og hefur Andreu Mist Pálsdóttir verið að bæta sig mikið og gera sig gildandi með A-landsliðinu. Þór/KA verður með öflugt lið sem getur klárlega veitt Breiðabliki og Val harða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn. Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Breiðablik hefur í dag titilvörn sína í Pepsi Max-deild kvenna í knattspyrnu með því að sæka ÍBV heim til Vestmannaeyja. Þrír aðrir leikir fara fram í fyrstu umferðinni í dag en Stjarnan og Selfoss leiða saman hesta sína, HK/Víkingur og KR etja kappi og að lokum verður nýliðaslagur Fylkis og Keflavíkur á dagskrá. Umferðinni lýkur síðan með leik Vals og Þórs/KA sem spilaður verður á morgun. Fréttablaðið hefur síðustu svo daga spáð fyrir um hvaða lið verða í fallbaráttu og síðar hvaða lið verða um miðja deild. Nú er komið að því að kynna þau þrjú lið sem spá blaðsins gerir ráð fyrir að berjist um Íslandsmeistaratitilinn í sumar. Samkvæmt spánni mun Breiðablik verja titil sinn en Valur og Þór/KA munu hins vegar gera harða atlögu að Blikum. Daði Rafnsson sérfræðingur Fréttablaðsins um deildina hefur þetta að segja um liðin sem munu verða í sérflokki og berjast á toppi deildarinnar á þessu tímabili.1. Breiðablik: Ríkjandi Íslandsmeisturum hefur gengið mjög vel á undirbúningsmótunum í vetur. Ég hafði smá áhyggjur af því að brottför Guðrúnar Arnardóttur úr hjarta varnarinnar myndi hafa slæm áhrif á varnarleikinn en svo virðist sem Þorsteinn Halldórsson hafi fundið leið til þess að fylla skarð hennar. Það hafa verið meiðslavandræði í varnarlínu Blika í vetur en það hefur ekki haft teljandi áhrif. Það hafa nokkrir leikmenn fengið tækifæri til þess að sýna sig og sanna og hafa þeir leikið bara mjög vel. Liðinu hefur gengið vel í síðustu leikjum þrátt fyrir að leika án Alexöndru Jóhannesdóttur, Andreu Rán Snæfeld Hauksdóttur, Selmu Sól Magnúsdóttur, Öglu Maríu Albertsdóttur og Berglindar Bjargar Þorvaldsdóttur. Ungir leikmenn hafa stigið inn í fjarveru þessara leikmanna og staðið sig vel og þá finnst mér Hildur Antonsdóttir hafa spilað frábærlega í leikjum liðsins á undirbúningstímabilinu. Mér finnst það styrkleiki Þorsteins að leikskipulagið er svo mikið á hreinu að það er auðvelt fyrir nýja leikmenn að koma inn og spila samkvæmt skipulaginu. Breiðablik er með heilsteyptasta liðið að mínu mati og fæstu veikleikana af þeim þremur liðum sem verða í toppbaráttu deildarinnar.2. Valur: Valur er með mjög sterkt lið á pappírnum og liðið hefur styrkst umtalsvert í vetur. Það sem mér finnst helst há liðinu er að liðið er með marga sterka leikmenn á ákveðnum svæðum vallarins en á öðrum eru ákveðnir veikleikar. Mér finnst innkaupastefnan kannski meira leggja áherslu á að fá feitustu bitana í leikmannahópinn í stað þess að fá til liðsins leikmenn sem sárlega vantar og bæta jafnvægið í liðinu. Það verður hins vegar gaman að sjá samvinnu Margrétar Láru Viðarsdóttur og Elínar Mettu Jensen í framlínunni og hvernig Fanndís Friðriksdóttir mun standa sig á fyrsta heila tímabilinu með liðinu. Það er skellur fyrir liðið að missa Málfríði Ernu Sigurðardóttur svona skömmu fyrir mót og liðið er með nýtt miðvarðapar og Guðný Árnadóttir og Lillý Rut Hlynsdóttir hafa ekki leikið áður saman. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þeim tekst að binda saman vörn liðsins í sumar.3. Þór/KA: Norðankonur misstu mikið þegar Sandra María Jessen söðlaði um og fór til Þýskalands til þess að leika með Bayer Leverkusen. Auk þess missti liðið Lillý Rut Hlynsdóttur sem leikið hefur stórt hlutverk í varnarleik liðsins og miðjumanninn útsjónarsama Önnu Rakel Pétursdóttur sem fór út í atvinnumennsku. Donni hefur hins vegar skýra hugmyndafræði og þekkir vel þá leikmenn sem koma upp úr yngri flokka starfinu og ég treysti honum til þess að sjá til þess að þessara leikmanna verði ekki sárt saknað. Þór/KA hélt mexíkósku landsliðsmönnunum sem er mjög sterkt fyrir liðið og hefur Andreu Mist Pálsdóttir verið að bæta sig mikið og gera sig gildandi með A-landsliðinu. Þór/KA verður með öflugt lið sem getur klárlega veitt Breiðabliki og Val harða samkeppni um Íslandsmeistaratitilinn.
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira