Ótrúlegu undirhandarskotin hans Hauks Þrastarsonar eru engin tilviljun Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. maí 2019 11:00 Magnað mark. mynd/skjáskot Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitarimmu liðanna á þriðjudagskvöldið. Undrabarnið, sem fætt er árið 2001, skoraði þrettán mörk í sextán skotum, gaf þrjár stoðsendingar og var með fjórar löglegar stöðvanir en hann skoraði meðal annars markið sem kom leiknum í framlengingu. Haukur hefur heillað ekki bara Íslendinga heldur allan handboltaheiminn frá því á síðustu leiktíð þegar að hann var einn besti leikmaður deildarinnar aðeins sextán ára gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims í sínum árgangi og einn efnilegasti leikmaður heims en flest stórliðin í handboltaheiminum fylgjast grannt með honum. Haukur hefur mikið skorað með ótrúlegum undirhandarskotum í vetur en hann skoraði gjörsamlega geggjað mark á móti Val á þriðjudaginn með undirhandarskoti upp í samskeytin fjær sem fékk lýsendur leiksins til að spangóla.Mikið var rætt og ritað um markið á samfélagsmiðlum en einn handboltaáhugamaðurinn stakk upp á því á Twitter að Haukur myndi halda námskeið í undirhandarskotum fyrir HSÍ. „Þessi skot eru bara rugl. Ótrúleg skottækni,“ sagði Aðalsteinn Halldórsson. Örn Þrastarson, bróðir Hauks og þjálfari kvennaliðs Selfyssinga, svaraði með skemmtilegu myndbandi þar sem að hann sýndi að Haukur er búinn að vera að æfa þessi skot frá því að hann var bara polli. „Svona tækni er ekki tilviljun,“ segir Örn en á myndbandinu má sjá kornungan Hauk Þrastarson í Kiel-treyju númer 25 (númerið hans Hauks) að æfa undirhandarskot alveg eins og hann skoraði með á móti Val. Svo er bara spurning hvort hann muni þurfa stærri Kiel-treyju á næstu árum?Svona tækni er ekki tilviljun! #Aukaæfingin pic.twitter.com/oliD1blySP— Örn Þrastarson (@orntrastar7) May 1, 2019 Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Sjá meira
Haukur Þrastarson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla í handbolta, fór hamförum í fyrsta leik gegn Val í undanúrslitarimmu liðanna á þriðjudagskvöldið. Undrabarnið, sem fætt er árið 2001, skoraði þrettán mörk í sextán skotum, gaf þrjár stoðsendingar og var með fjórar löglegar stöðvanir en hann skoraði meðal annars markið sem kom leiknum í framlengingu. Haukur hefur heillað ekki bara Íslendinga heldur allan handboltaheiminn frá því á síðustu leiktíð þegar að hann var einn besti leikmaður deildarinnar aðeins sextán ára gamall. Hann er af mörgum talinn besti leikmaður heims í sínum árgangi og einn efnilegasti leikmaður heims en flest stórliðin í handboltaheiminum fylgjast grannt með honum. Haukur hefur mikið skorað með ótrúlegum undirhandarskotum í vetur en hann skoraði gjörsamlega geggjað mark á móti Val á þriðjudaginn með undirhandarskoti upp í samskeytin fjær sem fékk lýsendur leiksins til að spangóla.Mikið var rætt og ritað um markið á samfélagsmiðlum en einn handboltaáhugamaðurinn stakk upp á því á Twitter að Haukur myndi halda námskeið í undirhandarskotum fyrir HSÍ. „Þessi skot eru bara rugl. Ótrúleg skottækni,“ sagði Aðalsteinn Halldórsson. Örn Þrastarson, bróðir Hauks og þjálfari kvennaliðs Selfyssinga, svaraði með skemmtilegu myndbandi þar sem að hann sýndi að Haukur er búinn að vera að æfa þessi skot frá því að hann var bara polli. „Svona tækni er ekki tilviljun,“ segir Örn en á myndbandinu má sjá kornungan Hauk Þrastarson í Kiel-treyju númer 25 (númerið hans Hauks) að æfa undirhandarskot alveg eins og hann skoraði með á móti Val. Svo er bara spurning hvort hann muni þurfa stærri Kiel-treyju á næstu árum?Svona tækni er ekki tilviljun! #Aukaæfingin pic.twitter.com/oliD1blySP— Örn Þrastarson (@orntrastar7) May 1, 2019
Olís-deild karla Tengdar fréttir Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13 Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15 Mest lesið Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Botnliðin unnu bæði og eygja nú meiri von um að bjarga sér Uppgjörið: Haukar - FH 25-28 | FH með montréttinn eftir endurkomu í Hafnarfjarðarslagnum Dagur og félagar áfram á sigurbraut en Gummersbach tapaði Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ Sjá meira
Patti: Haukur er magnaður gæi Patrekur Jóhannesson þjálfari Selfoss var hæstánægður með sigur sinna manna gegn Val í kvöld. Leikurinn fór í framlengingu en heimamenn kláruðu leikinn að lokum með 2 mörkum, 36-34. 30. apríl 2019 23:13
Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Valur 36-34 | Haukur með sýningu og Selfoss vann í framlengingu Valsmenn komust tvisvar fjórum mörkum yfir í seinni hálfleik en Selfoss náði í framlengingu í Hleðsluhöllinni á Iðu. Þar voru heimamenn sterkari og tóku sigurinn. 30. apríl 2019 23:15