Atvinnulausir tvöfalt fleiri en laus störf Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2019 10:49 Menn við vinnu. Atvinnuleysi var um 3% á fyrsta ársfjórðungi. Vísir/vilhelm Atvinnulausir á fyrsta ársfjórðungi 2019 reyndust um tvöfalt fleiri en fjöldi lausra starfa, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka á fjórðungnum var að jafnaði 81%, eða að meðaltali um 205.700 manns. Þar af töldust að meðaltali 6.200 manns vera atvinnulausir eða um 3,0%. Á sama tíma voru um 3.500 störf laus á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt starfaskráningu Hagstofunnar eða um 1,5% starfa. Áhrifa gjaldþrots flugfélagsins WOW air gætir ekki í þessum tölum. Atvinnuleysi stóð nokkurn veginn í stað frá fyrsta ársfjórðungi 2018. Mælt atvinnuleysi var 0,1 prósentustigi hærra, sem er innan skekkjumarka. Hlutfall starfandi stóð einnig í stað frá síðasta ári. Um 48.900 mannst töldust utan vinnumarkaðar á fyrsta ársfjórðungi 2019. Um 30% þeirra voru eftirlaunaþegar eða um 14.400 manns. Þar á eftir voru námsmenn, um 12.000 manns að meðaltali eða um fjórðungur Á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru að jafnaði 183.100 manns á aldrinum 16-74 ára við vinnu í hverri viku ársfjórðungsins og var meðalheildarfjöldi vinnustunda þeirra 38,8 klukkustundir. Þeir sem voru í fullu starfi unnu þó ívið meira eða að meðaltali um 44 stundir í viðmiðunarvikunni, en heildarfjöldi vinnustunda í hlutastarfi var að meðaltali um 22,6 klukkustundir. Þá er tekið sérstaklega fram að ekki er þess að vænta að áhrif áfalla í ferðaþjónustu, hópuppsagna og verkfalla í lok ársfjórðungins komi fram í þessum tölum. Gagnasöfnun vinnumarkaðsrannsóknar lauk 31. mars, örfáum dögum eftir fall WOW air, auk þess sem viðmiðunardagur lausra starfa var 15. febrúar. Þessir atburðir hafa því ekki áhrif á þær tölur sem hér eru birtar. Vinnumarkaður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Atvinnulausir á fyrsta ársfjórðungi 2019 reyndust um tvöfalt fleiri en fjöldi lausra starfa, að því er fram kemur í nýjum tölum Hagstofu Íslands. Atvinnuþátttaka á fjórðungnum var að jafnaði 81%, eða að meðaltali um 205.700 manns. Þar af töldust að meðaltali 6.200 manns vera atvinnulausir eða um 3,0%. Á sama tíma voru um 3.500 störf laus á íslenskum vinnumarkaði samkvæmt starfaskráningu Hagstofunnar eða um 1,5% starfa. Áhrifa gjaldþrots flugfélagsins WOW air gætir ekki í þessum tölum. Atvinnuleysi stóð nokkurn veginn í stað frá fyrsta ársfjórðungi 2018. Mælt atvinnuleysi var 0,1 prósentustigi hærra, sem er innan skekkjumarka. Hlutfall starfandi stóð einnig í stað frá síðasta ári. Um 48.900 mannst töldust utan vinnumarkaðar á fyrsta ársfjórðungi 2019. Um 30% þeirra voru eftirlaunaþegar eða um 14.400 manns. Þar á eftir voru námsmenn, um 12.000 manns að meðaltali eða um fjórðungur Á fyrsta ársfjórðungi 2019 voru að jafnaði 183.100 manns á aldrinum 16-74 ára við vinnu í hverri viku ársfjórðungsins og var meðalheildarfjöldi vinnustunda þeirra 38,8 klukkustundir. Þeir sem voru í fullu starfi unnu þó ívið meira eða að meðaltali um 44 stundir í viðmiðunarvikunni, en heildarfjöldi vinnustunda í hlutastarfi var að meðaltali um 22,6 klukkustundir. Þá er tekið sérstaklega fram að ekki er þess að vænta að áhrif áfalla í ferðaþjónustu, hópuppsagna og verkfalla í lok ársfjórðungins komi fram í þessum tölum. Gagnasöfnun vinnumarkaðsrannsóknar lauk 31. mars, örfáum dögum eftir fall WOW air, auk þess sem viðmiðunardagur lausra starfa var 15. febrúar. Þessir atburðir hafa því ekki áhrif á þær tölur sem hér eru birtar.
Vinnumarkaður Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira