Stafræn upprisa sálar Kolbeinn Marteinsson skrifar 3. maí 2019 08:00 Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið. Við viljum það flest að líf okkar sé eitthvað meira og stærra en þessi fáu ár sem við fáum hér á jörðinni. Þessi staðreynd er vafalítið stærsta ástæða þess að við eignumst börn sem þá vonandi tryggja að munað sé eftir okkur í nokkra áratugi. Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda. Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar. En betri tímar eru upp runnir. Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast. Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélagsmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneykslan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður. Sumarfríið 2018 þar sem allar færslur voru fullar af innsláttarvillum og myndir allar hinar furðulegustu munu svo ljóstra upp um óhóf og brennivínssull. Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Maðurinn er eina lífveran á jörðinni sem veit að hún mun deyja. Þessi vitneskja skapar manninum stöðugan ótta og kvíða um að við dauðann hverfi hann að eilífu í tómið. Við viljum það flest að líf okkar sé eitthvað meira og stærra en þessi fáu ár sem við fáum hér á jörðinni. Þessi staðreynd er vafalítið stærsta ástæða þess að við eignumst börn sem þá vonandi tryggja að munað sé eftir okkur í nokkra áratugi. Því hefur verið haldið fram að þessi óbærilega vitneskja um óumflýjanlegan dauða hafi rekið mannkynið áfram til helstu stórverka þess í von um áframhaldandi líf í hugum eftirlifenda. Sannleikurinn er þó sá að fæst okkar afreka eitthvað nógu merkilegt til að komast í sögubækurnar. En betri tímar eru upp runnir. Við munum öll lifa að eilífu eftir okkar daga og aldrei gleymast. Áætlað er að árið 2100 verði Facebook með fleiri dauða notendur en lifandi og gerir þetta Facebook að stærsta kirkjugarði í heimi. Það er nefnilega svo að við andlát þitt verður Facebook-síða þín sýnileg til eilífðarnóns nema þú hafir gengið þannig frá málum að henni verði eytt. Að því sögðu þá máttu vita að þegar afkomendur þínir eða aðrir vilja fræðast um þig á næstu öld þá munu þeir skoða samfélagsmiðla þína. Færsla þín um „nauðsynlegar limlestingar bankamanna“ haustið 2008 mun vafalítið valda hneykslan og undrun afkomendanna sem aldrei hafa lesið svona munnsöfnuð áður. Sumarfríið 2018 þar sem allar færslur voru fullar af innsláttarvillum og myndir allar hinar furðulegustu munu svo ljóstra upp um óhóf og brennivínssull. Arfleifð þín mun að eilífu lifa þó að þú afrekir ekki neitt. Til hamingju.
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun