Veitingasala IKEA fulltrúi Íslands í norrænni matarkeppni Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. maí 2019 11:21 Veitingasala IKEA í Garðabæ er meðal söluhæstu veitingastaða landsins. FBL/Eyþór Norrænu Emblu-matarverðlaunin, sem ætlað er að hampa norrænni matarmenningu, verða veitt í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum. Fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, sem sjá um framkvæmd Embluverðlaunanna í ár, að alls hafi 320 tilnefningar borist frá öllum Norðurlöndunum, þar af 50 frá Íslandi. Þau sem tilnefnd eru til Embluverðlaunanna fyrir Íslands hönd eru eftirfarandi:Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019Rjómabúið á Erpsstöðum. Erpsstaðabúið framleiðir mjólk og fjölbreyttar mjólkurvörur sem seldar eru beint frá býli. Ostur, ekta skyr og ljúffengur rjómaís er þar á boðstólum ásamt fleiru. Sjá: FacebookHráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019Vogafjós / Vogabúið í Mývatnssveit. Fyrirmyndarbú þar sem íslenskar matarhefðir eru í hávegum hafðar í ferðaþjónustu. Sjá: www.vogafjos.isGísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður er tilnefndur sem matarblaðamaður Norðurlanda árið 2019.Embluverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019Veitingadeild IKEA í Garðabæ. IKEA á Íslandi hefur náð einstökum árangri í sölu á matvælum og er nú svo komið að veitingastaður IKEA í Garðabæ er fjölsóttasti veitingastaður landsins. Sjá: www.ikea.is/veitingasvidMiðlun um mat / Matarblaðamaður Norðurlanda 2019Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður. Gísli er óþreytandi við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. Sjá: www.gislimatt.isMataráfangastaður Norðurlanda 2019Traustholtshólmi í Þjórsá. Ævintýralegur áfangastaður þar sem Hákon Kjalar Hjördísarson hefur skapað einstakt umhverfi og boðið upp á fyrsta flokks matarupplifun. Sjá: www.thh.isMatvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019Íslensk hollusta. Fyrirtæki sem hefur framleitt fjölbreyttar vörur úr íslenskri náttúru og getið sér gott orð í matvælageiranum. Krydd, sultur, þang, ber, vín og ýmsar sérvörur eru meðal afurða Íslenskrar hollustu. Sjá: www.islenskhollusta.isEmbluverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019Matartíminn er vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri við að auka hlut íslenskra búvara í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Sjá: www.matartiminn.isFulltrúar frá öllum Norðurlöndunum munu koma saman í lok maí og dómnefnir velja sigurvegarana. Í dómnefnd Embluverðlaunanna sitja fyrir Íslands hönd þau Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna, Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands og Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu. Upplýsingar um öll þau sem eru tilnefnd eru aðgengilegar á vefsíðunni www.emblafoodawards.com IKEA Matur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Norrænu Emblu-matarverðlaunin, sem ætlað er að hampa norrænni matarmenningu, verða veitt í Reykjavík 1. júní næstkomandi. Búið er að velja þá sjö keppendur sem taka þátt fyrir Íslands hönd í jafnmörgum keppnisflokkum. Fram kemur í tilkynningu frá Bændasamtökum Íslands, sem sjá um framkvæmd Embluverðlaunanna í ár, að alls hafi 320 tilnefningar borist frá öllum Norðurlöndunum, þar af 50 frá Íslandi. Þau sem tilnefnd eru til Embluverðlaunanna fyrir Íslands hönd eru eftirfarandi:Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2019Rjómabúið á Erpsstöðum. Erpsstaðabúið framleiðir mjólk og fjölbreyttar mjólkurvörur sem seldar eru beint frá býli. Ostur, ekta skyr og ljúffengur rjómaís er þar á boðstólum ásamt fleiru. Sjá: FacebookHráefnisframleiðandi Norðurlanda 2019Vogafjós / Vogabúið í Mývatnssveit. Fyrirmyndarbú þar sem íslenskar matarhefðir eru í hávegum hafðar í ferðaþjónustu. Sjá: www.vogafjos.isGísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður er tilnefndur sem matarblaðamaður Norðurlanda árið 2019.Embluverðlaun fyrir mat fyrir marga 2019Veitingadeild IKEA í Garðabæ. IKEA á Íslandi hefur náð einstökum árangri í sölu á matvælum og er nú svo komið að veitingastaður IKEA í Garðabæ er fjölsóttasti veitingastaður landsins. Sjá: www.ikea.is/veitingasvidMiðlun um mat / Matarblaðamaður Norðurlanda 2019Gísli Matthías Auðunsson matreiðslumaður. Gísli er óþreytandi við að boða fagnaðarerindið um íslenskan mat og matarhefðir, bæði hér heima og á erlendri grundu. Sjá: www.gislimatt.isMataráfangastaður Norðurlanda 2019Traustholtshólmi í Þjórsá. Ævintýralegur áfangastaður þar sem Hákon Kjalar Hjördísarson hefur skapað einstakt umhverfi og boðið upp á fyrsta flokks matarupplifun. Sjá: www.thh.isMatvælafrumkvöðull Norðurlanda 2019Íslensk hollusta. Fyrirtæki sem hefur framleitt fjölbreyttar vörur úr íslenskri náttúru og getið sér gott orð í matvælageiranum. Krydd, sultur, þang, ber, vín og ýmsar sérvörur eru meðal afurða Íslenskrar hollustu. Sjá: www.islenskhollusta.isEmbluverðlaun fyrir mat fyrir börn og ungmenni 2019Matartíminn er vörumerki í eigu Sölufélags garðyrkjumanna. Fyrirtækið hefur náð eftirtektarverðum árangri við að auka hlut íslenskra búvara í grunn- og leikskólum á höfuðborgarsvæðinu. Sjá: www.matartiminn.isFulltrúar frá öllum Norðurlöndunum munu koma saman í lok maí og dómnefnir velja sigurvegarana. Í dómnefnd Embluverðlaunanna sitja fyrir Íslands hönd þau Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður Bændasamtakanna, Brynja Laxdal, verkefnastjóri Matarauðs Íslands og Ólafur Helgi Kristjánsson, matreiðslumeistari á Hótel Sögu. Upplýsingar um öll þau sem eru tilnefnd eru aðgengilegar á vefsíðunni www.emblafoodawards.com
IKEA Matur Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira