Viðskiptaráðsmönnum úthýst úr umræðuhóp Orkunnar okkar Andri Eysteinsson skrifar 3. maí 2019 18:16 Frosti Sigurjónsson (t.v.) segir alla velkomna í hópinn, en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnari D. Ólafssyni var í dag rekinn úr umræðuhópnum vegna umsagnar Viðskiptaráðs. Samsett Lögfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Gunnari Dofra Ólafssyni var í dag úthýst úr Facebook-hópnum Orkan okkar. Gunnar Dofri greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að tilefni útilokunarinnar virðist vera færsla Gunnars í hópnum sem fjallaði um umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Gunnar segir að færslunni hafi verið eytt þar sem að efni hennar eigi ekki samleið með „þeirri síbylju rangfærslna sem knýja vél þessa umræðuhóps“ Í færslunni segir Gunnar að í hópnum sé gagnrýni byggð á staðreyndum sé útilokuð og að hann sé sakaður um lygar af meðlimum hópsins. „Þeir sem hafa aðra sögu að segja en hópslínuna geta bara rætt það einhversstaðar annarsstaðar, eða flutt til Brussel,“ skrifar Gunnar. Gunnar Dofri er ekki eini starfsmaður Viðskiptaráðs í þessari stöðu en Ísaki Einari Rúnarssyni, sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, hefur líka verið úthýst af hópnum Orkan okkar af sömu sökum. Ísak greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brottrekstrarsök hans hafi einnig verið umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn talsmanna Orkunnar okkar og einn stjórnenda umræðuhópsins, sagði í svari við færslu Gunnars að allir væru velkomnir í hópinn Orkan okkar: Umræðuhópur, sem sé hópur þeirra sem eru á móti orkupakkanum. Hópurinn væri vettvangur fyrir baráttu gegn innleiðingu og væru allir velkomnir en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnar birtir einnig með færslunni mynd af ummælum við færsluna sem ónafngreindur aðili skrifar undir nafni Orkunnar okkar. Þar líkir Orkan okkar stuðningsmönnum sínum við skriðu sem muni ekki stoppa með nokkru móti. 7001 meðlimur er nú skráður í hópinn Orkan Okkar: Umræðuhópur á Facebook en hópurinn var stofnaður 11. október á síðasta ári. Í lýsingu hópsins segir: „Allir velkomnir í þennan hóp sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi.“Fréttin hefur verið uppfærð. Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira
Lögfræðingi Viðskiptaráðs Íslands, Gunnari Dofra Ólafssyni var í dag úthýst úr Facebook-hópnum Orkan okkar. Gunnar Dofri greinir frá því í færslu á Facebook-síðu sinni að tilefni útilokunarinnar virðist vera færsla Gunnars í hópnum sem fjallaði um umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Gunnar segir að færslunni hafi verið eytt þar sem að efni hennar eigi ekki samleið með „þeirri síbylju rangfærslna sem knýja vél þessa umræðuhóps“ Í færslunni segir Gunnar að í hópnum sé gagnrýni byggð á staðreyndum sé útilokuð og að hann sé sakaður um lygar af meðlimum hópsins. „Þeir sem hafa aðra sögu að segja en hópslínuna geta bara rætt það einhversstaðar annarsstaðar, eða flutt til Brussel,“ skrifar Gunnar. Gunnar Dofri er ekki eini starfsmaður Viðskiptaráðs í þessari stöðu en Ísaki Einari Rúnarssyni, sérfræðingi á hagfræðisviði Viðskiptaráðs, hefur líka verið úthýst af hópnum Orkan okkar af sömu sökum. Ísak greinir frá því á Facebook-síðu sinni að brottrekstrarsök hans hafi einnig verið umsögn Viðskiptaráðs um þriðja orkupakkann. Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, einn talsmanna Orkunnar okkar og einn stjórnenda umræðuhópsins, sagði í svari við færslu Gunnars að allir væru velkomnir í hópinn Orkan okkar: Umræðuhópur, sem sé hópur þeirra sem eru á móti orkupakkanum. Hópurinn væri vettvangur fyrir baráttu gegn innleiðingu og væru allir velkomnir en auðvitað ekki á fölskum forsendum. Gunnar birtir einnig með færslunni mynd af ummælum við færsluna sem ónafngreindur aðili skrifar undir nafni Orkunnar okkar. Þar líkir Orkan okkar stuðningsmönnum sínum við skriðu sem muni ekki stoppa með nokkru móti. 7001 meðlimur er nú skráður í hópinn Orkan Okkar: Umræðuhópur á Facebook en hópurinn var stofnaður 11. október á síðasta ári. Í lýsingu hópsins segir: „Allir velkomnir í þennan hóp sem eru sammála því að Íslendingar eigi sjálfir að stýra eigin orkumálum og því beri að hafna innleiðingu þriðja orkulagabálks ESB hér á landi.“Fréttin hefur verið uppfærð.
Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Bubbi sendir út neyðarkall Innlent Julian Assange í heimsókn á Íslandi Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Það er óákveðið“ Innlent Allt bendir til verkfalls Innlent Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Innlent Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks Innlent Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Erlent „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Innlent Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Erlent Fleiri fréttir Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Fella niður vörugjöld á vistvæna bíla en hækka á aðra Máttu gauka nafni tengdamóðurinnar að Ásthildi Lóu Fimm ár fyrir að stinga mann í tvígang í brjóstið Sjá meira