Hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. maí 2019 19:11 Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, segir ekki góðar aðstæður hér á landi í augnablikinu til þess að stofna nýtt alíslenskt flugfélag. Fréttablaðið/Jón Sigurður Eyjólfsson Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. Þetta segir hann í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu í útvarpsfréttum RÚV. „Um klukkan eitt, tvö í dag var komin niðurstaða í málið að það reynist ekki vera hægt að keppa við þessi stóru lággjaldaflugfélög sem fljúga hingað á þessum grundvelli sem maður reiknaði með, að gera út frá Íslandi með íslenska krónu, vexti eins og þeir eru og þar fram eftir götunum og svo hærri launalið. Það var niðurstaðan að það væri algjörlega óábyrgt,“ segir Hreiðar. Hann kveðst hafa reynt til hlítar því svo mikið fólkið hafði samband og vildi aðstoða. „En það er óábyrgt að ætla sér af stað því þó að þetta reki sig akkúrat eins og skilyrðin eru í dag en við minnstu breytingu þá virkar þetta ekki.“Kyrrsetning Isavia á vél ALC hefur vond áhrif Hreiðar segir fleiri þætti en krónuna, vexti og háan launalið hafa haft áhrif á að hann og hópurinn sem var með honum, allt fólk frá WOW air, hafi hætt við að setja flugfélagið á laggirnar. „Það er líka sá þáttur að vera með íslenskt flugfélag og ætla að taka flugvélar á leigu, það er ekki alveg númer eitt og svo bætti ekki úr skák þegar Isavia tók þessa vél í gíslingu sem hefur mjög vond áhrif. Síðan er það þessi skandall með Boeing. Út af kyrrsetningunni hjá þeim þá hefur leiguverð á flugvélum. Þannig að þetta var svona heldur erfitt ástandið þegar maður fór að reikna allt til enda,“ segir Hreiðar. Hann kveðst þó ekki persónulega hættur við að reyna að fjölga flugsætum til og frá Íslandi, módelið þurfi einfaldlega að vera annað, til dæmis varðandi það hvar flugfélagið sé skráð og hversu margar vélar teknar séu í notkun. „Þannig að það er hægt að setja upp margar sviðsmyndir af málinu,“ segir Hreiðar.Mjög þakklátur öllum þeim studdu við bakið á honum Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að ekki hafi tekist að stofna flugfélagið segir Hreiðar svo vera. „Já, ég hélt að þetta væri ekki þetta mikið sem vantaði upp á. Maður getur ekki „presenterað“ þegar maður fer að leita að fjárfestum í svona verkefni, þá getur maður ekki staðið frammi fyrir því nema það sé þannig öruggt að það sé hægt að reikna sig út í það sé endurgreiðsla innan þriggja, fjögurra ára. Þannig að þar ákveðið að slá þessa áætlun af að svo stöddu.“ Myndirðu segja, eftir að hafa farið í gegnum þetta ferli, að eins og aðstæðurnar eru í efnahagslífinu núna að það sé útilokað að stofna hér alíslenskt flugfélag til höfuðs Icelandair? „Það eru ekki góð skilyrði til þess núna, það verður að segjast eins og er. Það er bara raunveruleikinn,“ segir Hreiðar. Hreiðar kveðst afar þakklátur öllum þeim sem studdu hann í málinu. Hann hafi fengið fjölda tölvupósta, skilaboða og símtala frá fólki sem vildi styðja við verkefnið en hann segir að það hafi aldrei staðið til að taka við fé frá einstaklingum, aðeins fagfjárfestum. „En það er bara hugarfarið sem fylgdi þessu öllu, ég er rosalega þakklátur fyrir það.“ Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Helmingslíkur á því að nýja flugfélagið verði að veruleika Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, segir að framtíð nýs flugfélags, sem hann vonast til að koma á laggirnar, skýrist á næstu dögum – jafnvel á morgun. 2. maí 2019 14:08 Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur að því að stofna lággjaldaflugfélag. 24. apríl 2019 06:15 Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, er hættur við að stofna nýtt lággjaldaflugfélag hér á landi. Þetta segir hann í samtali við Vísi en fyrst var greint frá málinu í útvarpsfréttum RÚV. „Um klukkan eitt, tvö í dag var komin niðurstaða í málið að það reynist ekki vera hægt að keppa við þessi stóru lággjaldaflugfélög sem fljúga hingað á þessum grundvelli sem maður reiknaði með, að gera út frá Íslandi með íslenska krónu, vexti eins og þeir eru og þar fram eftir götunum og svo hærri launalið. Það var niðurstaðan að það væri algjörlega óábyrgt,“ segir Hreiðar. Hann kveðst hafa reynt til hlítar því svo mikið fólkið hafði samband og vildi aðstoða. „En það er óábyrgt að ætla sér af stað því þó að þetta reki sig akkúrat eins og skilyrðin eru í dag en við minnstu breytingu þá virkar þetta ekki.“Kyrrsetning Isavia á vél ALC hefur vond áhrif Hreiðar segir fleiri þætti en krónuna, vexti og háan launalið hafa haft áhrif á að hann og hópurinn sem var með honum, allt fólk frá WOW air, hafi hætt við að setja flugfélagið á laggirnar. „Það er líka sá þáttur að vera með íslenskt flugfélag og ætla að taka flugvélar á leigu, það er ekki alveg númer eitt og svo bætti ekki úr skák þegar Isavia tók þessa vél í gíslingu sem hefur mjög vond áhrif. Síðan er það þessi skandall með Boeing. Út af kyrrsetningunni hjá þeim þá hefur leiguverð á flugvélum. Þannig að þetta var svona heldur erfitt ástandið þegar maður fór að reikna allt til enda,“ segir Hreiðar. Hann kveðst þó ekki persónulega hættur við að reyna að fjölga flugsætum til og frá Íslandi, módelið þurfi einfaldlega að vera annað, til dæmis varðandi það hvar flugfélagið sé skráð og hversu margar vélar teknar séu í notkun. „Þannig að það er hægt að setja upp margar sviðsmyndir af málinu,“ segir Hreiðar.Mjög þakklátur öllum þeim studdu við bakið á honum Aðspurður hvort að það séu vonbrigði að ekki hafi tekist að stofna flugfélagið segir Hreiðar svo vera. „Já, ég hélt að þetta væri ekki þetta mikið sem vantaði upp á. Maður getur ekki „presenterað“ þegar maður fer að leita að fjárfestum í svona verkefni, þá getur maður ekki staðið frammi fyrir því nema það sé þannig öruggt að það sé hægt að reikna sig út í það sé endurgreiðsla innan þriggja, fjögurra ára. Þannig að þar ákveðið að slá þessa áætlun af að svo stöddu.“ Myndirðu segja, eftir að hafa farið í gegnum þetta ferli, að eins og aðstæðurnar eru í efnahagslífinu núna að það sé útilokað að stofna hér alíslenskt flugfélag til höfuðs Icelandair? „Það eru ekki góð skilyrði til þess núna, það verður að segjast eins og er. Það er bara raunveruleikinn,“ segir Hreiðar. Hreiðar kveðst afar þakklátur öllum þeim sem studdu hann í málinu. Hann hafi fengið fjölda tölvupósta, skilaboða og símtala frá fólki sem vildi styðja við verkefnið en hann segir að það hafi aldrei staðið til að taka við fé frá einstaklingum, aðeins fagfjárfestum. „En það er bara hugarfarið sem fylgdi þessu öllu, ég er rosalega þakklátur fyrir það.“
Deilur ISAVIA og ALC Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Helmingslíkur á því að nýja flugfélagið verði að veruleika Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, segir að framtíð nýs flugfélags, sem hann vonast til að koma á laggirnar, skýrist á næstu dögum – jafnvel á morgun. 2. maí 2019 14:08 Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur að því að stofna lággjaldaflugfélag. 24. apríl 2019 06:15 Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Helmingslíkur á því að nýja flugfélagið verði að veruleika Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, segir að framtíð nýs flugfélags, sem hann vonast til að koma á laggirnar, skýrist á næstu dögum – jafnvel á morgun. 2. maí 2019 14:08
Þjóðþrifamál að stofna lággjaldaflugfélag Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta Hotels, vinnur að því að stofna lággjaldaflugfélag. 24. apríl 2019 06:15
Segir erlent flugfélag hafa áhuga á helmingi hlutafjár nýja flugfélagsins Hreiðar Hermannsson, hótelstjóri Stracta hotels, sem nú undirbýr stofnun flugfélags segir að mikið vatn muni renna til sjávar áður en að flugvélar hins nýja flugfélags muni hefja sig á loft. Hann er þó bjartsýnn á framhaldið og segir erlent flugfélag hafa haft samband við sig um kaup á helmingi hlutafjár í hinu nýju flugfélagi. 24. apríl 2019 18:32