Heimir um lýsingar Kára: „Gjörsamlega út í Hróa“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. maí 2019 20:28 Það var mikill hiti í leiknum í Eyjum vísir/skjáskot Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Heimi sagði í samtali við Vísi í kvöld að honum hafi brugðið mikið þegar hann sá viðtal við Kára Kristján sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Þar segir Kári Kristján um atvikið að „þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ Heimir Óli upplifði atvikið allt öðruvísi. „Hann brýtur á Atla [Má Bárusyni] í þessu atviki. Hann stendur yfir honum og ég ætla bara að taka hann í burtu frá honum. Vissulega gríp ég í hann og ætla að færa hann í burtu,“ svo lýsir Heimir Óli atvikinu. „Þær fullyrðigar Kára um að ég hafi togað hann niður með mér eru gjörsamlega út í Hróa, eins og sést berlega bæði á Vísismyndbandinu og á ÍBV myndbandinu þá dett ég til hliðar og ég veit ekki hvaða maður væri nógu vitlaus til þess að fá Kára Kristján ofan á sig sjálfviljugur.“ „Hvað þá að fá olnbogann í höfuðið. Hann talar um að bera hendur fyrir sig, ég hef aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honum í andlitið á öðrum manni.“Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Heimir sagðist hafa verið hjá læknum í dag og það sé ekkert vitað hver staðan á sér verði. Hann hafi ekki mátt æfa né gera neitt í dag og fái ekki að vita fyrr en á morgun hvort hann megi vera með í næsta leik liðanna. Kári Kristján fékk rautt spjald fyrir brotið og var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Aganefndin hefur þó ekki lokið málsmeðferð, félögin fengu tækifæri til þess að senda athugasemdir og sjónarmið áður en málið verður aftur tekið fyrir á morgun. „Ég læt dómaranefnd alfarið um það hvernig þeir sjá þetta, en þeir sjá hvað Kári gerir þarna og ég treysti þeim fullkomlega til þess að taka á þessu.“ „Ég vona bara að við förum að spila handbolta og þetta þurfi ekki að fara fram í fjölmiðlum, að maður þurfi að fara að svara fyrir gjörðir annarra inni á velli og það sé verið að draga þetta á internetið.“ „Ég vona að menn læri það að þetta verði síðasti leikurinn þar sem fara fjögur rauð spöld, eða rautt spjald á loft í þessu einvígi. Ég vil bara að menn fari að spila handbolta og hætti þessu rugli,“ sagði Heimir Óli Heimisson. Leikur þrjú í einvíginu fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á sunnudag og hefst hann klukkan 16:00. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en fyrsta liðið í þrjá sigra fer í úrslitaeinvígið. Olís-deild karla Tengdar fréttir Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Heimir Óli Heimisson mátti ekki æfa með Haukum í dag eftir að hafa fengið olbogaskot frá Kára Kristjáni Kristjánssyni í höfuðið undir lok leiks ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. Heimi sagði í samtali við Vísi í kvöld að honum hafi brugðið mikið þegar hann sá viðtal við Kára Kristján sem birtist á Vísi fyrr í kvöld. Þar segir Kári Kristján um atvikið að „þá veitist Heimir Óli að mér og innan skamms er hann búinn að toga mig niður í jörðina.“ Heimir Óli upplifði atvikið allt öðruvísi. „Hann brýtur á Atla [Má Bárusyni] í þessu atviki. Hann stendur yfir honum og ég ætla bara að taka hann í burtu frá honum. Vissulega gríp ég í hann og ætla að færa hann í burtu,“ svo lýsir Heimir Óli atvikinu. „Þær fullyrðigar Kára um að ég hafi togað hann niður með mér eru gjörsamlega út í Hróa, eins og sést berlega bæði á Vísismyndbandinu og á ÍBV myndbandinu þá dett ég til hliðar og ég veit ekki hvaða maður væri nógu vitlaus til þess að fá Kára Kristján ofan á sig sjálfviljugur.“ „Hvað þá að fá olnbogann í höfuðið. Hann talar um að bera hendur fyrir sig, ég hef aldrei heyrt um það að maður sem detti taki olnbogann og bombi honum í andlitið á öðrum manni.“Klippa: Rauðu spjöldin í Eyjum Heimir sagðist hafa verið hjá læknum í dag og það sé ekkert vitað hver staðan á sér verði. Hann hafi ekki mátt æfa né gera neitt í dag og fái ekki að vita fyrr en á morgun hvort hann megi vera með í næsta leik liðanna. Kári Kristján fékk rautt spjald fyrir brotið og var í dag dæmdur í eins leiks bann af aganefnd HSÍ. Aganefndin hefur þó ekki lokið málsmeðferð, félögin fengu tækifæri til þess að senda athugasemdir og sjónarmið áður en málið verður aftur tekið fyrir á morgun. „Ég læt dómaranefnd alfarið um það hvernig þeir sjá þetta, en þeir sjá hvað Kári gerir þarna og ég treysti þeim fullkomlega til þess að taka á þessu.“ „Ég vona bara að við förum að spila handbolta og þetta þurfi ekki að fara fram í fjölmiðlum, að maður þurfi að fara að svara fyrir gjörðir annarra inni á velli og það sé verið að draga þetta á internetið.“ „Ég vona að menn læri það að þetta verði síðasti leikurinn þar sem fara fjögur rauð spöld, eða rautt spjald á loft í þessu einvígi. Ég vil bara að menn fari að spila handbolta og hætti þessu rugli,“ sagði Heimir Óli Heimisson. Leikur þrjú í einvíginu fer fram í Schenkerhöllinni að Ásvöllum á sunnudag og hefst hann klukkan 16:00. Staðan í einvíginu er jöfn 1-1 en fyrsta liðið í þrjá sigra fer í úrslitaeinvígið.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42 Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13 Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Allir úrskurðaðir í bann en Darri og Kári bíða frekari fregna til morguns Leikmennirnir fjórir sem fengu rautt spjald í Vestmannaeyjum í gær fengu allir eins leiks bann. 3. maí 2019 13:42
Kári: „Deginum ljósara að ég er fórnarlamb í þessu máli“ │Myndband Kári Kristján Kristjánsson fékk rautt spald fyrir brot á Heimi Óla Heimissyni í leik ÍBV og Hauka í undanúrslitum Olísdeildar karla í gær. 3. maí 2019 18:13
Umfjöllun: ÍBV 32 - 30 Haukar | Fjögur rauð spjöld á loft er ÍBV jafnaði metin Eyjamenn jöfnuðu metin í einvígi sínu gegn Haukum í hörkuleik þar sem fjögur rauð spjöld fóru á loft. 2. maí 2019 21:15