Byr í segl KR fyrir kvöldið Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. maí 2019 10:00 Með sigri í kvöld getur KR orðið fyrsta liðið til að verða Íslandsmeistari sex ár í röð. Fréttablaðið/ernir KR og ÍR mætast í hreinræktuðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum í kvöld þar sem KR getur unnið sjötta meistaratitilinn í röð eða ÍR loksins unnið þann stóra og þann sextánda í sögunni eftir 42 ára bið. Þetta verður í þriðja skiptið á síðustu tíu árum sem KR leikur oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og í þriðja sinn sem leikurinn fer fram á heimavelli KR þar sem KR hefur unnið báðar viðureignirnar. Þá er þetta sjötti oddaleikur KR síðustu tíu ár og hefur KR aðeins tapað einum þeirra í undanúrslitunum árið 2010. Tuttugu ár eru liðin síðan KR tapaði í eina skiptið oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Njarðvík þegar vinna þurfti tvo leiki. Fréttablaðið fékk Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir oddaleikinn sjálfan. „Þetta er búið að vera magnað, mikið um dramatík og liðin að vinna á útivöllunum. ÍR hefur notið sín á útivelli þegar pressan er ekki á þeim en KR hefur svarað um hæl þegar bakið er komið upp við vegg. Fyrir alla utanaðkomandi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draumur að fá oddaleik,“ sagði Friðrik, aðspurður út í einvígið til þessa. Tölfræðin er hliðholl heimaliðinu í oddaleikjum og sérstaklega KR sem hefur tvívegis nýlega tryggt sér titilinn í oddaleik á heimavelli. „Tölfræðin segir að liðin sem eru með heimaleikjarétt vinni oddaleiki í um 70% tilvika, en það hefur brugðist og það getur brugðist aftur þótt tölfræðin sé með heimaliðinu.“ ÍR varð fyrir áfalli undir lok leiksins á fimmtudaginn þegar Kevin Capers meiddist. Óvíst er hvort hann komi við sögu í kvöld. „Maður heyrir sögur um að Capers sé handleggsbrotinn sem eru ekki alveg þær fréttir sem áhugamenn um boltann vildu heyra. Maður vill að allir bestu leikmennirnir séu með og það sé keppt á jöfnum grundvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar og þá hversu mikið hann getur beitt sér. Hann er mjög mikilvægur þessu ÍR-liði og vinnur mjög vel með Matthíasi og er kjölfestan í því að öðrum leikmönnum liðsins líði vel,“ sagði Friðrik sem tók undir að það væri glapræði að afskrifa ÍR. „Fyrirfram er KR sigurstranglegra en þetta er hættuleg staða. ÍR-ingar hafa verið ótrúlega duglegir og eljusamir og það dettur engum í hug að vanmeta þá á einn eða annan hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
KR og ÍR mætast í hreinræktuðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum í kvöld þar sem KR getur unnið sjötta meistaratitilinn í röð eða ÍR loksins unnið þann stóra og þann sextánda í sögunni eftir 42 ára bið. Þetta verður í þriðja skiptið á síðustu tíu árum sem KR leikur oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og í þriðja sinn sem leikurinn fer fram á heimavelli KR þar sem KR hefur unnið báðar viðureignirnar. Þá er þetta sjötti oddaleikur KR síðustu tíu ár og hefur KR aðeins tapað einum þeirra í undanúrslitunum árið 2010. Tuttugu ár eru liðin síðan KR tapaði í eina skiptið oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Njarðvík þegar vinna þurfti tvo leiki. Fréttablaðið fékk Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir oddaleikinn sjálfan. „Þetta er búið að vera magnað, mikið um dramatík og liðin að vinna á útivöllunum. ÍR hefur notið sín á útivelli þegar pressan er ekki á þeim en KR hefur svarað um hæl þegar bakið er komið upp við vegg. Fyrir alla utanaðkomandi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draumur að fá oddaleik,“ sagði Friðrik, aðspurður út í einvígið til þessa. Tölfræðin er hliðholl heimaliðinu í oddaleikjum og sérstaklega KR sem hefur tvívegis nýlega tryggt sér titilinn í oddaleik á heimavelli. „Tölfræðin segir að liðin sem eru með heimaleikjarétt vinni oddaleiki í um 70% tilvika, en það hefur brugðist og það getur brugðist aftur þótt tölfræðin sé með heimaliðinu.“ ÍR varð fyrir áfalli undir lok leiksins á fimmtudaginn þegar Kevin Capers meiddist. Óvíst er hvort hann komi við sögu í kvöld. „Maður heyrir sögur um að Capers sé handleggsbrotinn sem eru ekki alveg þær fréttir sem áhugamenn um boltann vildu heyra. Maður vill að allir bestu leikmennirnir séu með og það sé keppt á jöfnum grundvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar og þá hversu mikið hann getur beitt sér. Hann er mjög mikilvægur þessu ÍR-liði og vinnur mjög vel með Matthíasi og er kjölfestan í því að öðrum leikmönnum liðsins líði vel,“ sagði Friðrik sem tók undir að það væri glapræði að afskrifa ÍR. „Fyrirfram er KR sigurstranglegra en þetta er hættuleg staða. ÍR-ingar hafa verið ótrúlega duglegir og eljusamir og það dettur engum í hug að vanmeta þá á einn eða annan hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Handbolti Fleiri fréttir Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Uppgjörið: Valur - Álftanes 87-81 | Valur innbyrti gríðarlega mikilvægan sigur Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 103-101 | Toppliðið tapaði eftir framlengingu í Breiðholti Uppgjörið: KR - Þór Þ. 102-99 | Heimasigur í spennutrylli Ein svakalegasta troðsla tímabilsins fékk ekki að standa Uppgjör: Tindastóll - Þór Ak. 80-83 | Átta sigrar í röð hjá Þórskonum Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti