Byr í segl KR fyrir kvöldið Kristinn Páll Teitsson skrifar 4. maí 2019 10:00 Með sigri í kvöld getur KR orðið fyrsta liðið til að verða Íslandsmeistari sex ár í röð. Fréttablaðið/ernir KR og ÍR mætast í hreinræktuðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum í kvöld þar sem KR getur unnið sjötta meistaratitilinn í röð eða ÍR loksins unnið þann stóra og þann sextánda í sögunni eftir 42 ára bið. Þetta verður í þriðja skiptið á síðustu tíu árum sem KR leikur oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og í þriðja sinn sem leikurinn fer fram á heimavelli KR þar sem KR hefur unnið báðar viðureignirnar. Þá er þetta sjötti oddaleikur KR síðustu tíu ár og hefur KR aðeins tapað einum þeirra í undanúrslitunum árið 2010. Tuttugu ár eru liðin síðan KR tapaði í eina skiptið oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Njarðvík þegar vinna þurfti tvo leiki. Fréttablaðið fékk Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir oddaleikinn sjálfan. „Þetta er búið að vera magnað, mikið um dramatík og liðin að vinna á útivöllunum. ÍR hefur notið sín á útivelli þegar pressan er ekki á þeim en KR hefur svarað um hæl þegar bakið er komið upp við vegg. Fyrir alla utanaðkomandi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draumur að fá oddaleik,“ sagði Friðrik, aðspurður út í einvígið til þessa. Tölfræðin er hliðholl heimaliðinu í oddaleikjum og sérstaklega KR sem hefur tvívegis nýlega tryggt sér titilinn í oddaleik á heimavelli. „Tölfræðin segir að liðin sem eru með heimaleikjarétt vinni oddaleiki í um 70% tilvika, en það hefur brugðist og það getur brugðist aftur þótt tölfræðin sé með heimaliðinu.“ ÍR varð fyrir áfalli undir lok leiksins á fimmtudaginn þegar Kevin Capers meiddist. Óvíst er hvort hann komi við sögu í kvöld. „Maður heyrir sögur um að Capers sé handleggsbrotinn sem eru ekki alveg þær fréttir sem áhugamenn um boltann vildu heyra. Maður vill að allir bestu leikmennirnir séu með og það sé keppt á jöfnum grundvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar og þá hversu mikið hann getur beitt sér. Hann er mjög mikilvægur þessu ÍR-liði og vinnur mjög vel með Matthíasi og er kjölfestan í því að öðrum leikmönnum liðsins líði vel,“ sagði Friðrik sem tók undir að það væri glapræði að afskrifa ÍR. „Fyrirfram er KR sigurstranglegra en þetta er hættuleg staða. ÍR-ingar hafa verið ótrúlega duglegir og eljusamir og það dettur engum í hug að vanmeta þá á einn eða annan hátt.“ Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
KR og ÍR mætast í hreinræktuðum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Vesturbænum í kvöld þar sem KR getur unnið sjötta meistaratitilinn í röð eða ÍR loksins unnið þann stóra og þann sextánda í sögunni eftir 42 ára bið. Þetta verður í þriðja skiptið á síðustu tíu árum sem KR leikur oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn og í þriðja sinn sem leikurinn fer fram á heimavelli KR þar sem KR hefur unnið báðar viðureignirnar. Þá er þetta sjötti oddaleikur KR síðustu tíu ár og hefur KR aðeins tapað einum þeirra í undanúrslitunum árið 2010. Tuttugu ár eru liðin síðan KR tapaði í eina skiptið oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Njarðvík þegar vinna þurfti tvo leiki. Fréttablaðið fékk Friðrik Inga Rúnarsson til að spá í spilin fyrir oddaleikinn sjálfan. „Þetta er búið að vera magnað, mikið um dramatík og liðin að vinna á útivöllunum. ÍR hefur notið sín á útivelli þegar pressan er ekki á þeim en KR hefur svarað um hæl þegar bakið er komið upp við vegg. Fyrir alla utanaðkomandi sem halda hvorki með ÍR og KR er það draumur að fá oddaleik,“ sagði Friðrik, aðspurður út í einvígið til þessa. Tölfræðin er hliðholl heimaliðinu í oddaleikjum og sérstaklega KR sem hefur tvívegis nýlega tryggt sér titilinn í oddaleik á heimavelli. „Tölfræðin segir að liðin sem eru með heimaleikjarétt vinni oddaleiki í um 70% tilvika, en það hefur brugðist og það getur brugðist aftur þótt tölfræðin sé með heimaliðinu.“ ÍR varð fyrir áfalli undir lok leiksins á fimmtudaginn þegar Kevin Capers meiddist. Óvíst er hvort hann komi við sögu í kvöld. „Maður heyrir sögur um að Capers sé handleggsbrotinn sem eru ekki alveg þær fréttir sem áhugamenn um boltann vildu heyra. Maður vill að allir bestu leikmennirnir séu með og það sé keppt á jöfnum grundvelli. Það verður fróðlegt að sjá hvort hann spilar og þá hversu mikið hann getur beitt sér. Hann er mjög mikilvægur þessu ÍR-liði og vinnur mjög vel með Matthíasi og er kjölfestan í því að öðrum leikmönnum liðsins líði vel,“ sagði Friðrik sem tók undir að það væri glapræði að afskrifa ÍR. „Fyrirfram er KR sigurstranglegra en þetta er hættuleg staða. ÍR-ingar hafa verið ótrúlega duglegir og eljusamir og það dettur engum í hug að vanmeta þá á einn eða annan hátt.“
Birtist í Fréttablaðinu Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti