„Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 4. maí 2019 12:20 Forstjóri og mannauðsstjóri HSU fengu strax óháða sálfræðinga til að framkvæma athugun á málinu. vísir/vilhelm Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Þetta segir Herdís þegar hún var innt eftir viðbrögðum vegna niðurstöðu athugunar sérfræðinga vegna máls fyrrverandi yfirmanns sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem sakaður er um að hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis landlæknis en sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi.Sjá nánar: Talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. „Það er okkur hjartans mál að starfsfólki HSU líði vel í vinnunni. Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega og förum eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál koma upp. m.a. leitum við til óháðra sérfræðinga sem gera úttektir, ræða við málsaðila og eru stjórnendum HSU til ráðgjafar um viðbrögð,“ segir Herdís um málið. Starfsfólk HSU eigi að geta treyst því að faglega sé farið með viðkvæm og persónuleg mál. „Við sýnum þeim fullan trúnað sem til okkar leita og leggjum okkur fram við að styðja þolendur sem orðið hafa fyrir áreitni, hótunum eða ofbeldi. Það er ein af frumskyldum stjórnenda og forsenda þess að starfsfólk upplifi sig öryggt á vinnustað“. Hún segist geta staðfest að á liðnum vetri hafi komið upp mál þar sem kvartað var undan óviðeigandi hegðun starfsmanns í garð annarra. „Það mál hefur nú verið til lykta leitt af okkar hálfu. Um málavexti kýs ég að tjá mig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna“. Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, segir að stofunin taki allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega. Þetta segir Herdís þegar hún var innt eftir viðbrögðum vegna niðurstöðu athugunar sérfræðinga vegna máls fyrrverandi yfirmanns sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands sem sakaður er um að hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Málið hefur verið tilkynnt til Embættis landlæknis en sum brotanna eru talin mjög gróf og niðurlægjandi.Sjá nánar: Talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Í febrúar síðastliðnum var lögð fram kvörtun til forstjóra Heilbrigðisstofnunar Suðurlands um meinta áreitni yfirmanns sjúkraflutninga í garð starfsmanna eða fyrrum starfsmanna stofnunarinnar. Fjórar konur sem höfðu starfað undir manninum lögðu fram kvörtun. „Það er okkur hjartans mál að starfsfólki HSU líði vel í vinnunni. Við tökum allar kvartanir um áreitni á vinnustaðnum mjög alvarlega og förum eftir skýrum viðbragðsáætlunum þegar slík mál koma upp. m.a. leitum við til óháðra sérfræðinga sem gera úttektir, ræða við málsaðila og eru stjórnendum HSU til ráðgjafar um viðbrögð,“ segir Herdís um málið. Starfsfólk HSU eigi að geta treyst því að faglega sé farið með viðkvæm og persónuleg mál. „Við sýnum þeim fullan trúnað sem til okkar leita og leggjum okkur fram við að styðja þolendur sem orðið hafa fyrir áreitni, hótunum eða ofbeldi. Það er ein af frumskyldum stjórnenda og forsenda þess að starfsfólk upplifi sig öryggt á vinnustað“. Hún segist geta staðfest að á liðnum vetri hafi komið upp mál þar sem kvartað var undan óviðeigandi hegðun starfsmanns í garð annarra. „Það mál hefur nú verið til lykta leitt af okkar hálfu. Um málavexti kýs ég að tjá mig ekki, enda hvorki viðeigandi né rétt að forstjóri tjái sig efnislega um málefni einstakra starfsmanna“.
Árborg Kynferðisofbeldi MeToo Sjúkraflutningar Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30 Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Fleiri fréttir Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi talinn hafa áreitt samstarfskonur kynferðislega Fyrrverandi yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands er talinn hafa áreitt fjórar samstarfskonur sínar kynferðislega. Þetta er niðurstaða athugunar sérfræðinga. 3. maí 2019 18:30