Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2019 19:30 Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði ellefu tonn af sveppum í hverri viku nær hann ekki að anna eftirspurn eftir sveppunum. Ástæðan er meðal annars Keto og Vegan æði, sem gripið hefur landsmenn. Flúðasveppir er gamalt og gróið fyrirtæki á Flúðum sem vex og vex með ári hverju. Þar vinna um 30 starfsmenn og í hverri viku fer fram ræktun á 11 tonnum á sveppum í sérstökum ræktunarklefum. Auk hefðbundnu Flúðasveppanna eru líka ræktaðir Kastaníusveppir og úr þeim sveppum er hægt að búa til Portobello sveppi, sem er frekar stórir sveppir og svo er hafin framleiðsla á sérstökum sælkerasveppum. Eftirspurn er svo mikil eftir sveppunum að Flúðasveppir ná ekki að sinna innanlands markaði eins og fyrirtækið vildi. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það gengur mjög vel, Íslendingar eru okkur hliðhollir í neyslu á þessu þannig að það hjálpar mikið. Við náum reyndar ekki alveg að anna eftirspurn en það kemur í bylgjum hvernig eftirspurn og annað er eftir sveppunum“, segir Ævar Eyfjörð Sigurðsson bústjóri Flúðasveppa. Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segist vera í tísku núna vegna mikillar eftirspurnar eftir íslenskum sveppum sökum keto og vegan æðis landsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segir að keto og veganfæði landsmanna eigi mikinn þátt í því hvað sveppaframleiðslan gengur vel. „Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg alsæll með vinsældir sveppanna. Georg hefur í hyggju að stækka verksmiðjuna sína á Flúðum á næstu árum til að framleiða meira af sveppum og ná þannig að sinni allri eftirspurn á innanlandsmarkaði. Hrunamannahreppur Landbúnaður Vegan Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira
Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði ellefu tonn af sveppum í hverri viku nær hann ekki að anna eftirspurn eftir sveppunum. Ástæðan er meðal annars Keto og Vegan æði, sem gripið hefur landsmenn. Flúðasveppir er gamalt og gróið fyrirtæki á Flúðum sem vex og vex með ári hverju. Þar vinna um 30 starfsmenn og í hverri viku fer fram ræktun á 11 tonnum á sveppum í sérstökum ræktunarklefum. Auk hefðbundnu Flúðasveppanna eru líka ræktaðir Kastaníusveppir og úr þeim sveppum er hægt að búa til Portobello sveppi, sem er frekar stórir sveppir og svo er hafin framleiðsla á sérstökum sælkerasveppum. Eftirspurn er svo mikil eftir sveppunum að Flúðasveppir ná ekki að sinna innanlands markaði eins og fyrirtækið vildi. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það gengur mjög vel, Íslendingar eru okkur hliðhollir í neyslu á þessu þannig að það hjálpar mikið. Við náum reyndar ekki alveg að anna eftirspurn en það kemur í bylgjum hvernig eftirspurn og annað er eftir sveppunum“, segir Ævar Eyfjörð Sigurðsson bústjóri Flúðasveppa. Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segist vera í tísku núna vegna mikillar eftirspurnar eftir íslenskum sveppum sökum keto og vegan æðis landsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segir að keto og veganfæði landsmanna eigi mikinn þátt í því hvað sveppaframleiðslan gengur vel. „Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg alsæll með vinsældir sveppanna. Georg hefur í hyggju að stækka verksmiðjuna sína á Flúðum á næstu árum til að framleiða meira af sveppum og ná þannig að sinni allri eftirspurn á innanlandsmarkaði.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Vegan Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Sjá meira