Eini sveppabóndi landsins segist vera í tísku í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 4. maí 2019 19:30 Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði ellefu tonn af sveppum í hverri viku nær hann ekki að anna eftirspurn eftir sveppunum. Ástæðan er meðal annars Keto og Vegan æði, sem gripið hefur landsmenn. Flúðasveppir er gamalt og gróið fyrirtæki á Flúðum sem vex og vex með ári hverju. Þar vinna um 30 starfsmenn og í hverri viku fer fram ræktun á 11 tonnum á sveppum í sérstökum ræktunarklefum. Auk hefðbundnu Flúðasveppanna eru líka ræktaðir Kastaníusveppir og úr þeim sveppum er hægt að búa til Portobello sveppi, sem er frekar stórir sveppir og svo er hafin framleiðsla á sérstökum sælkerasveppum. Eftirspurn er svo mikil eftir sveppunum að Flúðasveppir ná ekki að sinna innanlands markaði eins og fyrirtækið vildi. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það gengur mjög vel, Íslendingar eru okkur hliðhollir í neyslu á þessu þannig að það hjálpar mikið. Við náum reyndar ekki alveg að anna eftirspurn en það kemur í bylgjum hvernig eftirspurn og annað er eftir sveppunum“, segir Ævar Eyfjörð Sigurðsson bústjóri Flúðasveppa. Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segist vera í tísku núna vegna mikillar eftirspurnar eftir íslenskum sveppum sökum keto og vegan æðis landsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segir að keto og veganfæði landsmanna eigi mikinn þátt í því hvað sveppaframleiðslan gengur vel. „Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg alsæll með vinsældir sveppanna. Georg hefur í hyggju að stækka verksmiðjuna sína á Flúðum á næstu árum til að framleiða meira af sveppum og ná þannig að sinni allri eftirspurn á innanlandsmarkaði. Hrunamannahreppur Landbúnaður Vegan Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Þrátt fyrir að eini sveppaframleiðandi landsins framleiði ellefu tonn af sveppum í hverri viku nær hann ekki að anna eftirspurn eftir sveppunum. Ástæðan er meðal annars Keto og Vegan æði, sem gripið hefur landsmenn. Flúðasveppir er gamalt og gróið fyrirtæki á Flúðum sem vex og vex með ári hverju. Þar vinna um 30 starfsmenn og í hverri viku fer fram ræktun á 11 tonnum á sveppum í sérstökum ræktunarklefum. Auk hefðbundnu Flúðasveppanna eru líka ræktaðir Kastaníusveppir og úr þeim sveppum er hægt að búa til Portobello sveppi, sem er frekar stórir sveppir og svo er hafin framleiðsla á sérstökum sælkerasveppum. Eftirspurn er svo mikil eftir sveppunum að Flúðasveppir ná ekki að sinna innanlands markaði eins og fyrirtækið vildi. Ævar Eyfjörð Sigurðsson er bústjóri Flúðasveppa.Magnús Hlynur Hreiðarsson.„Það gengur mjög vel, Íslendingar eru okkur hliðhollir í neyslu á þessu þannig að það hjálpar mikið. Við náum reyndar ekki alveg að anna eftirspurn en það kemur í bylgjum hvernig eftirspurn og annað er eftir sveppunum“, segir Ævar Eyfjörð Sigurðsson bústjóri Flúðasveppa. Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segist vera í tísku núna vegna mikillar eftirspurnar eftir íslenskum sveppum sökum keto og vegan æðis landsmanna.Magnús Hlynur Hreiðarsson.Georg Ottósson, eigandi Flúðasveppa segir að keto og veganfæði landsmanna eigi mikinn þátt í því hvað sveppaframleiðslan gengur vel. „Já, þetta er hollustu bylgjan, við hentum vel inn í vegan og keto líka, þannig að við erum í tísku í dag, það er gaman að vera í tísku því að þetta er undirstaðan fyrir því að framleiða góða vöru að hún seljist vel, við erum í þeirri stöðu núna“, segir Georg alsæll með vinsældir sveppanna. Georg hefur í hyggju að stækka verksmiðjuna sína á Flúðum á næstu árum til að framleiða meira af sveppum og ná þannig að sinni allri eftirspurn á innanlandsmarkaði.
Hrunamannahreppur Landbúnaður Vegan Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundin lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Hlýnar í veðri og gæti orðið flughált Veður Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira