Vonast til að vegurinn yfir Berufjörð verði opnaður í haust Jóhann K. Jóhannsson skrifar 5. maí 2019 21:16 Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. Um þó nokkurra mánaðaskeið hefur Vegagerðin og verktakar reynt að koma í veg fyrir að tvö hundruð metra vegarkafli á nýrri fyllingu í Berufirði sígi en vegurinn yfir fjarðarbotninn hefur ítrekað gefið eftir þar sem botninn í firðinum er leirkenndur. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Áætlað var að verklok yrðu í september á síðasta ári. Vegurinn hefur enn ekki verið tekinn í notkun. Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austfjörðum segir þó að farið sé að hylla undir lok verkefnisins.Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austurlandi.Vídir/JóhannK„Í næstu viku erum við að klára að setja farg á sjófyllinguna sem hefur sigið og fargið er sett á í þremur lögum og þegar búið er að setja fargið á, að þá er tveggja til fjögurra mánaða biðtími sem að tekur við til að ná fram langtíma sigi,“ segir Anna. Vegna þeirra vandamála sem upp hafa komið á framkvæmdatímanum hefur kostnaður farið fram úr áætlunum. Heildar kostnaður verksins var áætlaður um einn komma einn milljarður en við bætist um tvö hundruð milljónir vegna frekari framkvæmda og tafa.Eruð þið búin að koma í veg fyrir þetta jarðsig? „Já. Nú hefur jarðsigið hætt. Það er bara svona eðlilegt sig sem að á sér stað þegar þú ert að fergja. Tekur svona sentimeter og sentimeter. Við erum ekki að missa niður hálfan til heilan meter í einu eins og gerðist í vetur,“ segir Anna. Vegna jarðsigsins þurfti að fara í frekari efnistöku á svæðinu sem Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við. „Verkefnið fór í umhverfismat 2011. Þá var áætlað að efnistakan yrði sjötíu og tvö til níutíu þúsund rúmmetrar. Vegagerðin klikkaði því miður á að tilkynna Skipulagsstofnun um breytingar á efnistökunni. Það var ljóst að efnismagnið var umfram umhverfismatið og það var ljóst í rauninni alveg frá upphafi, sem sagt það var meira magn sem þurfi til að fara með veginn svona yfir sjóinn,“ segir Anna.Eruð þið farin að sjá fyrir verklok? „Já, Við áætlum að verklok verði í lok sumars og þá verður lokið við að klæða þennan síðasta malarkafla á hringveginum,“ segir Anna. Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Djúpivogur synjar frekari efnistöku Hreppsstjórn Djúpavogshrepps synjaði á fundi sínum fyrir helgi beiðni Vegagerðar um aukna efnistöku úr Svartagilsnámu vegna vegagerðar við botn Berufjarðar. 19. nóvember 2018 08:00 Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Framkvæmdir við nýjan veg yfir Berufjörð er kominn tvö hundruð milljónir fram úr fjárhagsáætlun. Vegagerðin er farin að sjá fyrir verklok en vegurinn á að leysa af síðasta malarkaflann á hringveginum. Um þó nokkurra mánaðaskeið hefur Vegagerðin og verktakar reynt að koma í veg fyrir að tvö hundruð metra vegarkafli á nýrri fyllingu í Berufirði sígi en vegurinn yfir fjarðarbotninn hefur ítrekað gefið eftir þar sem botninn í firðinum er leirkenndur. Framkvæmdir við nýjan veg og nýja brú yfir Berufjörð hófust í ágúst 2017. Vegurinn er 4,9 kílómetrar og brúin fimmtíu metrar. Áætlað var að verklok yrðu í september á síðasta ári. Vegurinn hefur enn ekki verið tekinn í notkun. Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austfjörðum segir þó að farið sé að hylla undir lok verkefnisins.Anna Elín Jóhannsdóttir, verkfræðingur og deildarstjóri hjá Vegagerðinni á Austurlandi.Vídir/JóhannK„Í næstu viku erum við að klára að setja farg á sjófyllinguna sem hefur sigið og fargið er sett á í þremur lögum og þegar búið er að setja fargið á, að þá er tveggja til fjögurra mánaða biðtími sem að tekur við til að ná fram langtíma sigi,“ segir Anna. Vegna þeirra vandamála sem upp hafa komið á framkvæmdatímanum hefur kostnaður farið fram úr áætlunum. Heildar kostnaður verksins var áætlaður um einn komma einn milljarður en við bætist um tvö hundruð milljónir vegna frekari framkvæmda og tafa.Eruð þið búin að koma í veg fyrir þetta jarðsig? „Já. Nú hefur jarðsigið hætt. Það er bara svona eðlilegt sig sem að á sér stað þegar þú ert að fergja. Tekur svona sentimeter og sentimeter. Við erum ekki að missa niður hálfan til heilan meter í einu eins og gerðist í vetur,“ segir Anna. Vegna jarðsigsins þurfti að fara í frekari efnistöku á svæðinu sem Skipulagsstofnun gerði athugasemdir við. „Verkefnið fór í umhverfismat 2011. Þá var áætlað að efnistakan yrði sjötíu og tvö til níutíu þúsund rúmmetrar. Vegagerðin klikkaði því miður á að tilkynna Skipulagsstofnun um breytingar á efnistökunni. Það var ljóst að efnismagnið var umfram umhverfismatið og það var ljóst í rauninni alveg frá upphafi, sem sagt það var meira magn sem þurfi til að fara með veginn svona yfir sjóinn,“ segir Anna.Eruð þið farin að sjá fyrir verklok? „Já, Við áætlum að verklok verði í lok sumars og þá verður lokið við að klæða þennan síðasta malarkafla á hringveginum,“ segir Anna.
Djúpivogur Samgöngur Tengdar fréttir Djúpivogur synjar frekari efnistöku Hreppsstjórn Djúpavogshrepps synjaði á fundi sínum fyrir helgi beiðni Vegagerðar um aukna efnistöku úr Svartagilsnámu vegna vegagerðar við botn Berufjarðar. 19. nóvember 2018 08:00 Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Djúpivogur synjar frekari efnistöku Hreppsstjórn Djúpavogshrepps synjaði á fundi sínum fyrir helgi beiðni Vegagerðar um aukna efnistöku úr Svartagilsnámu vegna vegagerðar við botn Berufjarðar. 19. nóvember 2018 08:00
Héraðsbúar buðu lægst í Berufjörð Tilboð í að ljúka gerð hringvegarins um Berufjarðarbotn voru opnuð hjá Vegagerðinni í dag. Fjögur tilboð bárust og var það lægsta upp á 843 milljónir króna. 20. júní 2017 16:30