Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Andri Eysteinsson skrifar 5. maí 2019 23:48 Persónur og leikendur. frá vinstri, Dómsmálaráðherrann Barr- forsetinn Trump-Mueller rannsakandi. Getty/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. Trump er nú á því að Mueller eigi alls ekki að fara fyrir nefndina. AP greinir frá. Þingmenn demókrata hafa ítrekað kallað eftir því að Mueller segi þingnefndinni sína túlkun á niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Nefndarmaður úr röðum demókrata, David Cicilline frá Rhode Island, sagði demókrata vera bjartsýna um að Mueller kæmi fyrir nefndina bráðlega og var 15. Maí nefndur sem líkleg tímasetning nefndarfundarins.Cicilline sagði í viðtali við Fox News Sunday að þjóðin ætti rétt á því að heyra hvað Mueller hafi að segja um rannsóknina og niðurstöður hennar. Bandaríkjaforseti, sem hafði í síðustu viku lýst því yfir að William Barr, dómsmálaráðherra, ætti að taka ákvörðun um hvort Mueller færi fyrir nefndina eður ei, tísti skömmu eftir viðtalið við Cicilline þeim skilaboðum að „Bob Mueller ætti ekki að bera vitni, Demókratar fá ekki að reyna aftur“ Þá tísti hann einnig orðum sem hafa heyrst margsinnis í kringum Mueller-skýrsluna „Ekkert samráð, engin hindrun.“....to testify. Are they looking for a redo because they hated seeing the strong NO COLLUSION conclusion? There was no crime, except on the other side (incredibly not covered in the Report), and NO OBSTRUCTION. Bob Mueller should not testify. No redos for the Dems! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 5, 2019 William Barr dómsmálaráðherra hafði áður sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Mueller færi fyrir þingnefnd. Formaður nefndarinnar sem Mueller færi fyrir, repúblikaninn Lindsey Graham, hefur greint frá því að hann stefni ekki á að boða Mueller á fund nefndarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. Trump er nú á því að Mueller eigi alls ekki að fara fyrir nefndina. AP greinir frá. Þingmenn demókrata hafa ítrekað kallað eftir því að Mueller segi þingnefndinni sína túlkun á niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Nefndarmaður úr röðum demókrata, David Cicilline frá Rhode Island, sagði demókrata vera bjartsýna um að Mueller kæmi fyrir nefndina bráðlega og var 15. Maí nefndur sem líkleg tímasetning nefndarfundarins.Cicilline sagði í viðtali við Fox News Sunday að þjóðin ætti rétt á því að heyra hvað Mueller hafi að segja um rannsóknina og niðurstöður hennar. Bandaríkjaforseti, sem hafði í síðustu viku lýst því yfir að William Barr, dómsmálaráðherra, ætti að taka ákvörðun um hvort Mueller færi fyrir nefndina eður ei, tísti skömmu eftir viðtalið við Cicilline þeim skilaboðum að „Bob Mueller ætti ekki að bera vitni, Demókratar fá ekki að reyna aftur“ Þá tísti hann einnig orðum sem hafa heyrst margsinnis í kringum Mueller-skýrsluna „Ekkert samráð, engin hindrun.“....to testify. Are they looking for a redo because they hated seeing the strong NO COLLUSION conclusion? There was no crime, except on the other side (incredibly not covered in the Report), and NO OBSTRUCTION. Bob Mueller should not testify. No redos for the Dems! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 5, 2019 William Barr dómsmálaráðherra hafði áður sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Mueller færi fyrir þingnefnd. Formaður nefndarinnar sem Mueller færi fyrir, repúblikaninn Lindsey Graham, hefur greint frá því að hann stefni ekki á að boða Mueller á fund nefndarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira