Sara Björk Þýskalandsmeistari þriðja árið í röð Kristinn Páll Teitsson skrifar 6. maí 2019 12:00 Sara Björk Gunnarsdóttir kát eftir að vinna deildina. vísir/getty Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tryggðu sér þýska meistaratitilinn um helgina með 1-0 sigri á Hoffenheim. Er þetta þriðja árið í röð sem Sara Björk verður meistari með Wolfsburg eftir að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið árið 2016 frá Rosengard í Svíþjóð. Aðeins fjórir dagar liðu á milli þess að Wolfsburg var að taka við bikarmeistaratitlinum í Þýskalandi þar til leikmenn liðsins fóru í leik þar sem sigur myndi gera það að verkum að Bayern München myndi ekki eiga möguleika á að ná Wolfsburg. Sara fékk því að fagna tveimur stærstu titlum Þýskalands á innan við viku. „Þetta var ótrúlega góð tilfinning, við vissum að það væru tvær umferðir eftir og við þyrftum tvö stig til að tryggja okkur titilinn. Það var frábært að klára þetta strax í fyrstu atrennu og við eigum þennan titil skilið eftir gott tímabil og loka þessum tveimur titlum.“ Það er mikið álag á leikmönnum í Þýskalandi. „Við erum kannski vanar þessari viku og álaginu sem fylgir því, þetta er ótrúlegt álag, margir leikir sem taka á. Maður þurfti að vera einbeittur fyrir bikarúrslitaleikinn sem var erfiður og maður fagnaði sigrinum þar en svo tók bara strax við næsti leikur. Við vissum hvað var undir, að við gætum tryggt okkur titilinn og við erum með reynslumikið lið sem hefur tekist á við þetta áður. Það gerði okkur auðveldara fyrir, “ segir Sara aðspurð út í stuttan undirbúningstíma á milli leikja. „Við áttum tvo erfiða leiki eftir, Hoffenheim hafa verið sterkar í ár og þetta var erfiður leikur í dag,“ segir Sara um leikinn í gær þar sem hún byrjaði að vanda á miðjunni. Hafnfirðingurinn er ánægð með spilamennsku sína á þriðja tímabilinu í Þýskalandi. „Ég er búin að hugsa betur um mig á þessu ári og hef bætt mikið við æfingarnar hjá mér, fyrirbyggjandi æfingar til að takast betur á við álagið sem fylgir því að spila fyrir Wolfsburg. Ég tók það í mínar eigin hendur að reyna að bæta mig þar og það munaði miklu,“ segir Sara að lokum. Þýski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Sjá meira
Sara Björk Gunnarsdóttir og stöllur hennar í Wolfsburg tryggðu sér þýska meistaratitilinn um helgina með 1-0 sigri á Hoffenheim. Er þetta þriðja árið í röð sem Sara Björk verður meistari með Wolfsburg eftir að hafa gengið til liðs við þýska stórveldið árið 2016 frá Rosengard í Svíþjóð. Aðeins fjórir dagar liðu á milli þess að Wolfsburg var að taka við bikarmeistaratitlinum í Þýskalandi þar til leikmenn liðsins fóru í leik þar sem sigur myndi gera það að verkum að Bayern München myndi ekki eiga möguleika á að ná Wolfsburg. Sara fékk því að fagna tveimur stærstu titlum Þýskalands á innan við viku. „Þetta var ótrúlega góð tilfinning, við vissum að það væru tvær umferðir eftir og við þyrftum tvö stig til að tryggja okkur titilinn. Það var frábært að klára þetta strax í fyrstu atrennu og við eigum þennan titil skilið eftir gott tímabil og loka þessum tveimur titlum.“ Það er mikið álag á leikmönnum í Þýskalandi. „Við erum kannski vanar þessari viku og álaginu sem fylgir því, þetta er ótrúlegt álag, margir leikir sem taka á. Maður þurfti að vera einbeittur fyrir bikarúrslitaleikinn sem var erfiður og maður fagnaði sigrinum þar en svo tók bara strax við næsti leikur. Við vissum hvað var undir, að við gætum tryggt okkur titilinn og við erum með reynslumikið lið sem hefur tekist á við þetta áður. Það gerði okkur auðveldara fyrir, “ segir Sara aðspurð út í stuttan undirbúningstíma á milli leikja. „Við áttum tvo erfiða leiki eftir, Hoffenheim hafa verið sterkar í ár og þetta var erfiður leikur í dag,“ segir Sara um leikinn í gær þar sem hún byrjaði að vanda á miðjunni. Hafnfirðingurinn er ánægð með spilamennsku sína á þriðja tímabilinu í Þýskalandi. „Ég er búin að hugsa betur um mig á þessu ári og hef bætt mikið við æfingarnar hjá mér, fyrirbyggjandi æfingar til að takast betur á við álagið sem fylgir því að spila fyrir Wolfsburg. Ég tók það í mínar eigin hendur að reyna að bæta mig þar og það munaði miklu,“ segir Sara að lokum.
Þýski boltinn Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Gæti geymt varamenn inni í klefa á HM vegna hitans Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Þarf að borga sekt fyrir að auglýsa erlent veðmálafyrirtæki Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Yngir upp í allt of gamalli deild Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Meiðsladraugrinn lætur Alexander-Arnold ekki í friði hjá Real Madrid „Okkur sjálfum að kenna“ United missti frá sér sigurinn í lokin Liverpool minnist Diogo Jota með tilfinningaþrungnum hætti Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík „Eina leiðin til að lifa af“ Freyr eftirsóttur: „Hef hafnað öllum boðum“ Óttast að Gísli sé enn á ný lengi frá Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Sjáðu brot af því besta frá öllum í hundrað marka klúbbnum Þegar Ronaldo tætti West Ham í sig Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Sjáðu mörkin: Það fyrsta tekið af Wirtz, Merino heitur og Leeds vann Chelsea Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Setja fyrirliða sinn í bann fyrir lélegt viðhorf Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV „Ég er mjög stoltur af mínum leikmönnum“ Wirtz fékk ekki markið skráð á sig og nýliðarnir fögnuðu á Anfield Chelsea fór stigalaust heim af Elland Road Aston Villa með endurkomu í miklum markaleik Sjá meira