Ólympíumeistari um meintan dauða sinn: „Fake news“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. maí 2019 14:00 Elaine Thompson fagnar sigri í 100 metra hlaupi á ÓL í Rio de Janeiro 2016. Getty/Cameron Spencer Það eru ekki allir sem lenda í þeirri furðulegri lífsreynslu að lesa eða horfa á frétt um dauða sinn. Ólympíumeistari lenti í því um helgina. Jamaíski spretthlauparinn Elaine Thompson gaf í gær út tilkynningu á Instagram þar sem hún fullvissaði aðdáendur sína og aðra um það að hún væri enn í fullu fjöri. TV3 sjónvarpsstöðin í Kanada sagði nefnilega frá því um helgina að þessi 26 ára afrekskona hafi druknað í Ontario vatni. Elaine Thompson birti textamynd á Instagram þar sem stóð stórum stöfum „Fake news“ og undir sagðist hún vera enn í fullu fjöri. „Fréttin um mig er „Fake news“. Ekki deila, endurtísta eða bera þessa frétt áfram. Ég er á lífi og líður vel. Ég hef líka aldrei komið til Kanada. Eigið yndilegan sunnudag,“ skrifaði Elaine Thompson á Instagram eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramDear all: The "Breaking News" report is FAKE news. Please do not share, retweet or pass along that story. I am alive and well and have never even been to Canada. Have a wonderful Sunday A post shared by Elaine Thompson (@fastelaine) on May 5, 2019 at 3:54pm PDT Elaine Thompson er ríkjandi Ólympíumeistari í 100 og 200 metra hlaupi kvenna en hún vann báðar greinarnar á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð þar með fyrsta konan frá Jamaíka sem nær að vinna báðar þessar greinar á sömu leikum. Thompson hefur ekki alveg náð að fylgja eftir þessum árangri undanfarin ár og varð meðal annars fimmta í 100 metra hlaupi á HM í London 2017. Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira
Það eru ekki allir sem lenda í þeirri furðulegri lífsreynslu að lesa eða horfa á frétt um dauða sinn. Ólympíumeistari lenti í því um helgina. Jamaíski spretthlauparinn Elaine Thompson gaf í gær út tilkynningu á Instagram þar sem hún fullvissaði aðdáendur sína og aðra um það að hún væri enn í fullu fjöri. TV3 sjónvarpsstöðin í Kanada sagði nefnilega frá því um helgina að þessi 26 ára afrekskona hafi druknað í Ontario vatni. Elaine Thompson birti textamynd á Instagram þar sem stóð stórum stöfum „Fake news“ og undir sagðist hún vera enn í fullu fjöri. „Fréttin um mig er „Fake news“. Ekki deila, endurtísta eða bera þessa frétt áfram. Ég er á lífi og líður vel. Ég hef líka aldrei komið til Kanada. Eigið yndilegan sunnudag,“ skrifaði Elaine Thompson á Instagram eins og sjá má hér fyrir neðan. View this post on InstagramDear all: The "Breaking News" report is FAKE news. Please do not share, retweet or pass along that story. I am alive and well and have never even been to Canada. Have a wonderful Sunday A post shared by Elaine Thompson (@fastelaine) on May 5, 2019 at 3:54pm PDT Elaine Thompson er ríkjandi Ólympíumeistari í 100 og 200 metra hlaupi kvenna en hún vann báðar greinarnar á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Hún varð þar með fyrsta konan frá Jamaíka sem nær að vinna báðar þessar greinar á sömu leikum. Thompson hefur ekki alveg náð að fylgja eftir þessum árangri undanfarin ár og varð meðal annars fimmta í 100 metra hlaupi á HM í London 2017.
Frjálsar íþróttir Jamaíka Mest lesið Hneysklaður á ósönnum orðrómum Fótbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Sport Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Enski boltinn Enn kvarnast úr liði Blika Íslenski boltinn Ótrúleg tölfræði Jokic Körfubolti Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Sport Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Fleiri fréttir Þreytt á umræðu um líkamann sinn: „Á ekki að tjá sig um það“ Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Hneysklaður á ósönnum orðrómum Dagskráin í dag: Pílukast og Íslandsmeistarar Ótrúleg tölfræði Jokic Enn kvarnast úr liði Blika Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Gray hetja Tottenham Tapaði fyrir Barcelona Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Spennutryllir eftir tvö burst Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Segir starfið í húfi hjá Alfreð Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Dagskráin í dag: Messan, meistarar Víkings, píla og NFL-veisla Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Sjá meira