Meghan komin með hríðir og barnið loksins á leiðinni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2019 13:12 Meghan Markle og Harry Bretaprins gengu í hjónaband í fyrra. Þau tilkynntu nokkrum mánuðum síðar að von væri á þeirra fyrsta barni. Getty/Samir Hussein Meghan Markle hertogaynjan af Sussex er komin með hríðir, að því er fram kemur í tilkynningu frá Buckingham-höll. Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. Barnið verður hið sjöunda í krúnuröðinni og áttunda barnabarn Elísabetar Bretadrottningar. Það er jafnframt fyrsta barn hertogahjónanna af Sussex en þau tilkynntu um þungunina í október síðastliðnum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll segir að Meghan hafi fengið hríðir snemma í morgun með Harry sér við hlið. Hertogahjónin hafa afar lítið gefið upp um fæðingu barnsins en nú um helgina hafa til að mynda verið fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú hefur þó bersýnilega ekki verið raunin. Þá vita hertogahjónin ekki hvers kyns barnið er en veðbankar hafa undanfarna daga spáð því að það verði stúlka. Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í einrúmi fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge. Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07 Hertogahjónin af Sussex opna Instagram aðgang Hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa stofnað Instagram aðgang til að deila mikilvægum tilkynningum og því sem þau hafa fyrir stafni. 2. apríl 2019 21:48 Heimsbyggðin fær ekki að sjá barnið strax Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. 11. apríl 2019 11:02 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Meghan Markle hertogaynjan af Sussex er komin með hríðir, að því er fram kemur í tilkynningu frá Buckingham-höll. Væntanlegur erfingi Meghan og eiginmanns hennar, Harry Bretaprins, er því loks á leiðinni í heiminn eftir leyndardómsfulla meðgöngu. Barnið verður hið sjöunda í krúnuröðinni og áttunda barnabarn Elísabetar Bretadrottningar. Það er jafnframt fyrsta barn hertogahjónanna af Sussex en þau tilkynntu um þungunina í október síðastliðnum. Í tilkynningu frá Buckingham-höll segir að Meghan hafi fengið hríðir snemma í morgun með Harry sér við hlið. Hertogahjónin hafa afar lítið gefið upp um fæðingu barnsins en nú um helgina hafa til að mynda verið fluttar fréttir af því að það væri þegar komið í heiminn. Sú hefur þó bersýnilega ekki verið raunin. Þá vita hertogahjónin ekki hvers kyns barnið er en veðbankar hafa undanfarna daga spáð því að það verði stúlka. Meghan sást síðast opinberlega þann 19. mars síðastliðinn við minningarathöfn fórnarlamba hryðjuverkanna í Christchurch. Hertogahjónin hafa gefið það út að þau hyggist fagna fæðingu frumburðarins í einrúmi fyrst um sinn. Því má ekki búast við frumsýningu barnsins á sjúkrahúströppum líkt og á fæðingardögum frændsystkina þess, barna hertogahjónanna af Cambridge.
Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07 Hertogahjónin af Sussex opna Instagram aðgang Hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa stofnað Instagram aðgang til að deila mikilvægum tilkynningum og því sem þau hafa fyrir stafni. 2. apríl 2019 21:48 Heimsbyggðin fær ekki að sjá barnið strax Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. 11. apríl 2019 11:02 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bein útsending: Kynna stóru mál ríkisstjórnarinnar í vetur Innlent Fleiri fréttir Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Sjá meira
Talið að barnið sé þegar fætt Breskir veðbankar hafa lokað fyrir veðmál um fæðingardag barns Meghan Markle og Harry Bretaprins, hertogahjónanna af Sussex, þar sem talið er að barnið sé þegar fætt. 6. maí 2019 08:07
Hertogahjónin af Sussex opna Instagram aðgang Hertoginn og hertogaynjan af Sussex hafa stofnað Instagram aðgang til að deila mikilvægum tilkynningum og því sem þau hafa fyrir stafni. 2. apríl 2019 21:48
Heimsbyggðin fær ekki að sjá barnið strax Þetta kemur fram í tilkynningu frá Buckingham-höll. 11. apríl 2019 11:02