Allt frá því Flugfélag Íslands fékk fyrstu þotuna til landsins árið 1967, Boeing 727-þotuna Gullfaxa, hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. En núna kann að verða breyting þar á.

Á fundi með fjárfestum á Loftleiðahótelinu í morgun skýrði forstjórinn frá því að verið væri að móta nýja flotastefnu og að þrír kostir kæmu til greina.

Kostur númer tvö, það er í rauninni að fara fyrr út úr 757-vélunum, nota MAX-vélarnar áfram en taka Airbus A321 neo með þá MAX-vélunum.
Þriðji kosturinn er að fara bara algerlega yfir í Airbus,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.

„Það er tegund sem hentar mjög vel okkar leiðarkerfi og er í rauninni, eins og staðan er núna, besta leiðin til að leysa 757 af hólmi, ef útreikningar okkar styðja þær upplýsingar sem við erum með núna,“ segir Bogi.
Icelandair-menn hafa áður lýst áhuga á Boeing 797, sem flugvélaframleiðandinn er með á teikniborðinu, en Bogi segir hana ekki í myndinni núna, enda liggi ekki fyrir nægilegar upplýsingar um þá vél.

„Nei, við erum ekki í neinum póker. Við endurskoðum okkar flotastefnu reglulega og þetta er vinna sem við ákváðum að fara í löngu áður en málið með MAX-vélarnar kom upp. Þannig að þetta snýst alls ekki um að spila póker. Þetta snýst bara um að styrkja grundvöll okkar félags til framtíðar,“ svarar forstjóri Icelandair.
Hér má sjá frétt Stöðvar 2: