Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Kristján Már Unnarsson skrifar 6. maí 2019 20:00 Airbus A321neo í flugtaki. Þetta er þotan sem forstjóri Icelandair segir henta félaginu best til að leysa Boeing 757 af hólmi. Mynd/Airbus. Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Allt frá því Flugfélag Íslands fékk fyrstu þotuna til landsins árið 1967, Boeing 727-þotuna Gullfaxa, hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. En núna kann að verða breyting þar á.Boeing 757 hefur verið burðarklár Icelandair í hartnær 30 ár og er án vafa sá farkostur í sögunni sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda og heim aftur. Boeing hætti framleiðslu hennar fyrir 15 árum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Icelandair er núna með þrjár tegundir Boeing-véla í millilandafluginu; 757, 767 og 737 MAX, en MAX-vélarnar voru kyrrsettar fyrir tveimur mánuðum. Á fundi með fjárfestum á Loftleiðahótelinu í morgun skýrði forstjórinn frá því að verið væri að móta nýja flotastefnu og að þrír kostir kæmu til greina.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Möguleikarnir sem við erum að horfa á eru í raun bara: Óbreytt stefna; að MAX-vélarnar, 757 og 767 verði svona grunnvélarnar okkar til 2025, í það minnsta. Kostur númer tvö, það er í rauninni að fara fyrr út úr 757-vélunum, nota MAX-vélarnar áfram en taka Airbus A321 neo með þá MAX-vélunum. Þriðji kosturinn er að fara bara algerlega yfir í Airbus,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Boeing 767 breiðþotur eru stærstu þotur Icelandair.Skjáskot/Youtube.Athygli vekur að Icelandair tiltekur sérstaklega Airbus A321neo en þess má geta að WOW-air notaði slíkar vélar. Jómfrúarflug A321neo var í janúarlok 2018 og má sjá hér. „Það er tegund sem hentar mjög vel okkar leiðarkerfi og er í rauninni, eins og staðan er núna, besta leiðin til að leysa 757 af hólmi, ef útreikningar okkar styðja þær upplýsingar sem við erum með núna,“ segir Bogi. Icelandair-menn hafa áður lýst áhuga á Boeing 797, sem flugvélaframleiðandinn er með á teikniborðinu, en Bogi segir hana ekki í myndinni núna, enda liggi ekki fyrir nægilegar upplýsingar um þá vél.Fyrsta Boeing 737 MAX-þota Icelandair var sýnd almenningi á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Mynd/Stöð 2.Það má spyrja hvort þetta útspil Icelandair sé liður í einskonar póker, nú þegar framundan eru viðræður um skaðabætur frá Boeing vegna MAX-vélanna. „Nei, við erum ekki í neinum póker. Við endurskoðum okkar flotastefnu reglulega og þetta er vinna sem við ákváðum að fara í löngu áður en málið með MAX-vélarnar kom upp. Þannig að þetta snýst alls ekki um að spila póker. Þetta snýst bara um að styrkja grundvöll okkar félags til framtíðar,“ svarar forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00 Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Allt frá því Flugfélag Íslands fékk fyrstu þotuna til landsins árið 1967, Boeing 727-þotuna Gullfaxa, hafa Icelandair og forverar þess aldrei keypt nýjar þotur frá öðrum framleiðanda en Boeing. En núna kann að verða breyting þar á.Boeing 757 hefur verið burðarklár Icelandair í hartnær 30 ár og er án vafa sá farkostur í sögunni sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda og heim aftur. Boeing hætti framleiðslu hennar fyrir 15 árum.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Icelandair er núna með þrjár tegundir Boeing-véla í millilandafluginu; 757, 767 og 737 MAX, en MAX-vélarnar voru kyrrsettar fyrir tveimur mánuðum. Á fundi með fjárfestum á Loftleiðahótelinu í morgun skýrði forstjórinn frá því að verið væri að móta nýja flotastefnu og að þrír kostir kæmu til greina.Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Stöð 2/Sigurjón Ólason.„Möguleikarnir sem við erum að horfa á eru í raun bara: Óbreytt stefna; að MAX-vélarnar, 757 og 767 verði svona grunnvélarnar okkar til 2025, í það minnsta. Kostur númer tvö, það er í rauninni að fara fyrr út úr 757-vélunum, nota MAX-vélarnar áfram en taka Airbus A321 neo með þá MAX-vélunum. Þriðji kosturinn er að fara bara algerlega yfir í Airbus,“ segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair.Boeing 767 breiðþotur eru stærstu þotur Icelandair.Skjáskot/Youtube.Athygli vekur að Icelandair tiltekur sérstaklega Airbus A321neo en þess má geta að WOW-air notaði slíkar vélar. Jómfrúarflug A321neo var í janúarlok 2018 og má sjá hér. „Það er tegund sem hentar mjög vel okkar leiðarkerfi og er í rauninni, eins og staðan er núna, besta leiðin til að leysa 757 af hólmi, ef útreikningar okkar styðja þær upplýsingar sem við erum með núna,“ segir Bogi. Icelandair-menn hafa áður lýst áhuga á Boeing 797, sem flugvélaframleiðandinn er með á teikniborðinu, en Bogi segir hana ekki í myndinni núna, enda liggi ekki fyrir nægilegar upplýsingar um þá vél.Fyrsta Boeing 737 MAX-þota Icelandair var sýnd almenningi á Reykjavíkurflugvelli í fyrra.Mynd/Stöð 2.Það má spyrja hvort þetta útspil Icelandair sé liður í einskonar póker, nú þegar framundan eru viðræður um skaðabætur frá Boeing vegna MAX-vélanna. „Nei, við erum ekki í neinum póker. Við endurskoðum okkar flotastefnu reglulega og þetta er vinna sem við ákváðum að fara í löngu áður en málið með MAX-vélarnar kom upp. Þannig að þetta snýst alls ekki um að spila póker. Þetta snýst bara um að styrkja grundvöll okkar félags til framtíðar,“ svarar forstjóri Icelandair. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Airbus Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00 Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45 Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30 Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30 Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Þotan sem Airbus býður sem arftaka Boeing 757 Þotan sem flutt hefur flesta Íslendinga til útlanda, Boeing 757, gæti loksins verið komin með arftaka. Það er nýjasta vél Airbus, sem fór í sitt fyrsta flug í gær. 1. febrúar 2018 21:00
Framtíð áratugalangs samstarfs Icelandair og Boeing ræðst í haust Icelandair vinnur nú að því að endurskoða langtímaflugflotastefnu félagsins og til greina kemur að taka Airbus-vélar inn í flugflota félagsins. Forstjóri félagsins segir að engu að síður treysti Icelandair Boeing MAX-vélunum og lagði hann áherslu á áratuga samstarf Icelandair og Boeing á fjárfestakynningu fyrr í dag. 6. maí 2019 13:45
Óljóst hvernig Boeing hyggst bæta tjónið Sérfræðingar telja líklegt að framleiðandinn þurfi að greiða mismuninn á rekstrarkostnaði vegna flugvéla og leigu á nýjum eftir kyrrsetningu 737 MAX 8. 10. apríl 2019 08:30
Þrjár MAX-vélar Icelandair safna ryki við Boeing Field Enn er alls óvíst hvenær MAX-flugvélar bandaríska flugframleiðands Boeing frá grænt ljós á að hefja sig til lofts á ný. Óafhentar vélar hrannast nú upp við verksmiðju Boeing í grennd við Seattle. 16. apríl 2019 15:30
Icelandair horfir til arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú hvort arftaki Boeing 757-þotunnar sé fundinn, sem framtíðarvél félagsins á lengri flugleiðum. 14. maí 2017 21:00
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent