Klopp gæti notað nítján ára gutta í fyrsta sinn á móti Barcelona í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 15:00 Rhian Brewster. Getty/Nick Taylor Liverpool verður án tveggja af öflugustu sóknarmönnum sínum í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti opnað möguleikann fyrir markakóng HM 17 ára landsliða frá 2017. Framlína Liverpool liðsins lítur ekkert allt of vel út eftir nýjustu forföllin. Mohamed Salah er að glíma við eftirmála höfuðhöggs og Roberto Firmino er tognaður á vöðva. Þeir verða hvorugur með á Anfield í kvöld. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.NEW: Jurgen Klopp confirms HUGE opportunity for Rhian Brewster vs. Barcelona https://t.co/xA0yI7Jl2L — This Is Anfield (@thisisanfield) May 7, 2019„Við getum ekki notað tvo af bestu framherjum heims og þurfum að skora fjögur mörk. Það gerir þetta ekki auðveldara fyrir okkur en á meðan við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum þá reynum við,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Enskir blaðamenn veltu upp möguleikanum á því að nota táninginn Rhian Brewster. Rhian Brewster sló í gegn með unglingalandsliði Englendinga en missti af undirbúningstímabilinu og stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla á ökkla og liðböndum í hné."He has been in outstanding shape for the last three or four weeks" Jurgen Klopp on Rhian Brewster.https://t.co/BK2eohgumg — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 6, 2019Rhian Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000. Hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með enska sautján ára landsliðinu á árunum 2016 til 2017 og varð heimsmeistari með liðinu í október 2017. Brewster varð líka markahæstur á mótinu með átta mörk en hann skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum á móti Brasilíu og eitt mark í úrslitaleiknum á móti Spáni. Rhian Brewster meiddist hins vegar í leik með 23 ára liði Liverpool í janúar 2018 og það hefur tekið langan tíma fyrir hann að koma til baka.2nd leg tomorrow, time to show what @LFC are about! pic.twitter.com/UFMdCVltEp — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) May 6, 2019 Meiðslavandræðin í framlínunni þýða aftur á móti að Rhian Brewster er í hópnum í kvöld og gæti spilað. Þetta verður aðeins í annað skiptið sem Rhian Brewster er í leikmannahópnum hjá Klopp. Hann var áður ónotaður varamaður í leik á móti Crystal Palace í apríl 2017. „Það er góður möguleiki á því að hann verði með,“ sagði Jürgen Klopp aðspurður um hinn nítján ára gamla Rhian Brewster. Klopp hrósaði stráknum líka fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur. „Hann er tilbúinn. Kringumstæðurnar eru oft svona. Í fullkomnum heimi ertu alltaf með mun fleiri leikmenn en komast fyrir í hópnum,“ sagði Jürgen Klopp um Rhian Brewster. „Rhian er nú kominn til okkar eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Hann hefur verið í frábæru formi á æfingum síðustu þrjár til fjórar vikurnar en hann er ekki sá eini,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira
Liverpool verður án tveggja af öflugustu sóknarmönnum sínum í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti opnað möguleikann fyrir markakóng HM 17 ára landsliða frá 2017. Framlína Liverpool liðsins lítur ekkert allt of vel út eftir nýjustu forföllin. Mohamed Salah er að glíma við eftirmála höfuðhöggs og Roberto Firmino er tognaður á vöðva. Þeir verða hvorugur með á Anfield í kvöld. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.NEW: Jurgen Klopp confirms HUGE opportunity for Rhian Brewster vs. Barcelona https://t.co/xA0yI7Jl2L — This Is Anfield (@thisisanfield) May 7, 2019„Við getum ekki notað tvo af bestu framherjum heims og þurfum að skora fjögur mörk. Það gerir þetta ekki auðveldara fyrir okkur en á meðan við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum þá reynum við,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Enskir blaðamenn veltu upp möguleikanum á því að nota táninginn Rhian Brewster. Rhian Brewster sló í gegn með unglingalandsliði Englendinga en missti af undirbúningstímabilinu og stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla á ökkla og liðböndum í hné."He has been in outstanding shape for the last three or four weeks" Jurgen Klopp on Rhian Brewster.https://t.co/BK2eohgumg — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 6, 2019Rhian Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000. Hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með enska sautján ára landsliðinu á árunum 2016 til 2017 og varð heimsmeistari með liðinu í október 2017. Brewster varð líka markahæstur á mótinu með átta mörk en hann skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum á móti Brasilíu og eitt mark í úrslitaleiknum á móti Spáni. Rhian Brewster meiddist hins vegar í leik með 23 ára liði Liverpool í janúar 2018 og það hefur tekið langan tíma fyrir hann að koma til baka.2nd leg tomorrow, time to show what @LFC are about! pic.twitter.com/UFMdCVltEp — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) May 6, 2019 Meiðslavandræðin í framlínunni þýða aftur á móti að Rhian Brewster er í hópnum í kvöld og gæti spilað. Þetta verður aðeins í annað skiptið sem Rhian Brewster er í leikmannahópnum hjá Klopp. Hann var áður ónotaður varamaður í leik á móti Crystal Palace í apríl 2017. „Það er góður möguleiki á því að hann verði með,“ sagði Jürgen Klopp aðspurður um hinn nítján ára gamla Rhian Brewster. Klopp hrósaði stráknum líka fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur. „Hann er tilbúinn. Kringumstæðurnar eru oft svona. Í fullkomnum heimi ertu alltaf með mun fleiri leikmenn en komast fyrir í hópnum,“ sagði Jürgen Klopp um Rhian Brewster. „Rhian er nú kominn til okkar eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Hann hefur verið í frábæru formi á æfingum síðustu þrjár til fjórar vikurnar en hann er ekki sá eini,“ sagði Klopp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Sjá meira