Klopp gæti notað nítján ára gutta í fyrsta sinn á móti Barcelona í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2019 15:00 Rhian Brewster. Getty/Nick Taylor Liverpool verður án tveggja af öflugustu sóknarmönnum sínum í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti opnað möguleikann fyrir markakóng HM 17 ára landsliða frá 2017. Framlína Liverpool liðsins lítur ekkert allt of vel út eftir nýjustu forföllin. Mohamed Salah er að glíma við eftirmála höfuðhöggs og Roberto Firmino er tognaður á vöðva. Þeir verða hvorugur með á Anfield í kvöld. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.NEW: Jurgen Klopp confirms HUGE opportunity for Rhian Brewster vs. Barcelona https://t.co/xA0yI7Jl2L — This Is Anfield (@thisisanfield) May 7, 2019„Við getum ekki notað tvo af bestu framherjum heims og þurfum að skora fjögur mörk. Það gerir þetta ekki auðveldara fyrir okkur en á meðan við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum þá reynum við,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Enskir blaðamenn veltu upp möguleikanum á því að nota táninginn Rhian Brewster. Rhian Brewster sló í gegn með unglingalandsliði Englendinga en missti af undirbúningstímabilinu og stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla á ökkla og liðböndum í hné."He has been in outstanding shape for the last three or four weeks" Jurgen Klopp on Rhian Brewster.https://t.co/BK2eohgumg — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 6, 2019Rhian Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000. Hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með enska sautján ára landsliðinu á árunum 2016 til 2017 og varð heimsmeistari með liðinu í október 2017. Brewster varð líka markahæstur á mótinu með átta mörk en hann skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum á móti Brasilíu og eitt mark í úrslitaleiknum á móti Spáni. Rhian Brewster meiddist hins vegar í leik með 23 ára liði Liverpool í janúar 2018 og það hefur tekið langan tíma fyrir hann að koma til baka.2nd leg tomorrow, time to show what @LFC are about! pic.twitter.com/UFMdCVltEp — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) May 6, 2019 Meiðslavandræðin í framlínunni þýða aftur á móti að Rhian Brewster er í hópnum í kvöld og gæti spilað. Þetta verður aðeins í annað skiptið sem Rhian Brewster er í leikmannahópnum hjá Klopp. Hann var áður ónotaður varamaður í leik á móti Crystal Palace í apríl 2017. „Það er góður möguleiki á því að hann verði með,“ sagði Jürgen Klopp aðspurður um hinn nítján ára gamla Rhian Brewster. Klopp hrósaði stráknum líka fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur. „Hann er tilbúinn. Kringumstæðurnar eru oft svona. Í fullkomnum heimi ertu alltaf með mun fleiri leikmenn en komast fyrir í hópnum,“ sagði Jürgen Klopp um Rhian Brewster. „Rhian er nú kominn til okkar eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Hann hefur verið í frábæru formi á æfingum síðustu þrjár til fjórar vikurnar en hann er ekki sá eini,“ sagði Klopp. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjá meira
Liverpool verður án tveggja af öflugustu sóknarmönnum sínum í seinni leiknum á móti Barcelona í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta gæti opnað möguleikann fyrir markakóng HM 17 ára landsliða frá 2017. Framlína Liverpool liðsins lítur ekkert allt of vel út eftir nýjustu forföllin. Mohamed Salah er að glíma við eftirmála höfuðhöggs og Roberto Firmino er tognaður á vöðva. Þeir verða hvorugur með á Anfield í kvöld. Leikur Liverpool og Barcelona hefst klukkan 19.00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Upphitunin hefst klukkan 18.30.NEW: Jurgen Klopp confirms HUGE opportunity for Rhian Brewster vs. Barcelona https://t.co/xA0yI7Jl2L — This Is Anfield (@thisisanfield) May 7, 2019„Við getum ekki notað tvo af bestu framherjum heims og þurfum að skora fjögur mörk. Það gerir þetta ekki auðveldara fyrir okkur en á meðan við erum með ellefu leikmenn inn á vellinum þá reynum við,“ sagði Jürgen Klopp á blaðamannafundi fyrir leikinn. Enskir blaðamenn veltu upp möguleikanum á því að nota táninginn Rhian Brewster. Rhian Brewster sló í gegn með unglingalandsliði Englendinga en missti af undirbúningstímabilinu og stórum hluta tímabilsins vegna meiðsla á ökkla og liðböndum í hné."He has been in outstanding shape for the last three or four weeks" Jurgen Klopp on Rhian Brewster.https://t.co/BK2eohgumg — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 6, 2019Rhian Brewster er fæddur 1. apríl árið 2000. Hann skoraði 20 mörk í 22 leikjum með enska sautján ára landsliðinu á árunum 2016 til 2017 og varð heimsmeistari með liðinu í október 2017. Brewster varð líka markahæstur á mótinu með átta mörk en hann skoraði þrennu í undanúrslitaleiknum á móti Brasilíu og eitt mark í úrslitaleiknum á móti Spáni. Rhian Brewster meiddist hins vegar í leik með 23 ára liði Liverpool í janúar 2018 og það hefur tekið langan tíma fyrir hann að koma til baka.2nd leg tomorrow, time to show what @LFC are about! pic.twitter.com/UFMdCVltEp — Rhian Brewster (@RhianBrewster9) May 6, 2019 Meiðslavandræðin í framlínunni þýða aftur á móti að Rhian Brewster er í hópnum í kvöld og gæti spilað. Þetta verður aðeins í annað skiptið sem Rhian Brewster er í leikmannahópnum hjá Klopp. Hann var áður ónotaður varamaður í leik á móti Crystal Palace í apríl 2017. „Það er góður möguleiki á því að hann verði með,“ sagði Jürgen Klopp aðspurður um hinn nítján ára gamla Rhian Brewster. Klopp hrósaði stráknum líka fyrir frammistöðu sína undanfarnar vikur. „Hann er tilbúinn. Kringumstæðurnar eru oft svona. Í fullkomnum heimi ertu alltaf með mun fleiri leikmenn en komast fyrir í hópnum,“ sagði Jürgen Klopp um Rhian Brewster. „Rhian er nú kominn til okkar eftir að hafa verið mikið meiddur. Hann hefur orðið betri og betri með hverjum deginum. Hann hefur verið í frábæru formi á æfingum síðustu þrjár til fjórar vikurnar en hann er ekki sá eini,“ sagði Klopp.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Er betra fyrir Ísland að vinna eða tapa? Fótbolti Steini stendur með stráknum: „Hann er mjög vel upp alinn“ Fótbolti Leikdagur með Gumma og Kjartani: Lá við milliríkjadeilu á pizzastað í Kósovó Fótbolti Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Enski boltinn Eddie Jordan látinn Formúla 1 Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Körfubolti Mikael mjög leiður: „Var búinn að ætla honum stórt hlutverk" Fótbolti Slakir vellir ógna öryggi kvenkyns leikmanna Fótbolti Sjö leikmenn Íslands á hálum ís Fótbolti „Vil ekki vinna á kostnað þess að það verði engar framfarir“ Fótbolti Fleiri fréttir Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Merino aftur hetja Arsenal Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Fyrsti titill Slot í boði en Newcastle búið að biða í 56 ár Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd „Hver einasti blettur ætti að vera hluti af leiknum“ Chelsea vann enska deildabikarinn á sjálfsmarki Guardiola: „Ég hlusta á allt sem fólk segir um mig, passið ykkur“ Sjá meira