Íbúar flýja fjölbýlishús í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda Félagsbústaða Sighvatur Jónsson skrifar 7. maí 2019 19:15 Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. Nágrannar mannsins segjast oft hafa hringt á lögregluna vegna fíkniefnaneyslu hans og kærustu. Brotist hafi verið inn í sameign, fatnaði stolið af börnum og algengt sé að fólk í annarlegu ástandi reyni að komast inn í íbúð mannsins. Einu sinni hafi átta lögreglumenn komið á staðinn, þar á meðal sérsveitarmenn.Gyða Elín Bergs segir að Félagsbústaðir hafi hundsað kvartanir íbúa vegna mannsins sem leigir kjallaraíbúðina.Vísir/SigurjónÍbúi í húsinu, Gyða Elín Bergs, segir að málið hafi hafist fyrir rúmu ári. „Þá tók hann æðiskast á stigaganginum og hótaði íbúum. Hann braut allar dyrabjöllur sem Féló borgaði.“ Á upptöku sem fréttastofa hefur undir höndum heyrist maðurinn öskra á nágranna sinn: „Farðu. Ætlarðu að slá mig? Hættu að fokka í mér. Ég kæri þig. Ég kæri húsfélagið.“ Gyða Elín segir að íbúar hafi kvartað mikið til Félagsbústaða og óskað eftir því að maðurinn yrði fjarlægður. „En þau hafa gjörsamlega hundsað okkur mánuðum saman og logið að okkur.“Vandrataður millivegur Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigrún Árnadóttir, segir að það sé vandrataður millivegur að bregðast við í slíkum málum. „Ég held að fólki finnist, ef mikið gangi á, að það gangi of hægt, sumum finnst við ganga of hart fram.“ Sigrún segir að leigjendur Félagsbústaða séu um 2.600. Árlega sé aðeins um tíu leigusamningum sagt upp vegna brota á húsreglum. Sigrún vísar til persónuverndarlaga, hún geti ekki svarað því hvort búið sé að rifta leigusamningi við umræddan mann í kjallaraíbúð á Rauðarárstíg. „Þetta mál er í ferli.“Og styttist í að viðkomandi fari úr íbúðinni? „Ég ætla ekki að svara því.“Securitas bíll á Rauðarárstíg í dag.Vísir/SigurjónSecuritas fylgist með Vaktmenn á vegum Securitas fylgjast reglulega með húsinu en það er eitt af því sem Félagsbústaðir gerðu til að slá á ótta íbúa. Sigrún hjá Félagsbústöðum segir það alla jafna ekki gert. Aðspurð um hvort það segi sitt um alvarleika málsins segir hún svo ekki vera, þetta hafi verið gert til að koma til móts við óskir íbúanna. Gyða Elín Bergs segir íbúa vera hrædda. „Leigjendur í húsinu er búnir að segja upp samningnum og við hin sem eigum íbúðir þorum ekki út. Við erum fangar á okkar eigin heimili, það er ekkert hægt að fegra það neitt.“ Félagsbústaðir hafa ákveðið að selja íbúðina. „Í ljósi þess sem þarna hefur gengið á teljum við ekki rétt að okkar leigjendur fari þarna inn. Við viljum ekki bjóða þeim upp á það,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. Nágrannar mannsins segjast oft hafa hringt á lögregluna vegna fíkniefnaneyslu hans og kærustu. Brotist hafi verið inn í sameign, fatnaði stolið af börnum og algengt sé að fólk í annarlegu ástandi reyni að komast inn í íbúð mannsins. Einu sinni hafi átta lögreglumenn komið á staðinn, þar á meðal sérsveitarmenn.Gyða Elín Bergs segir að Félagsbústaðir hafi hundsað kvartanir íbúa vegna mannsins sem leigir kjallaraíbúðina.Vísir/SigurjónÍbúi í húsinu, Gyða Elín Bergs, segir að málið hafi hafist fyrir rúmu ári. „Þá tók hann æðiskast á stigaganginum og hótaði íbúum. Hann braut allar dyrabjöllur sem Féló borgaði.“ Á upptöku sem fréttastofa hefur undir höndum heyrist maðurinn öskra á nágranna sinn: „Farðu. Ætlarðu að slá mig? Hættu að fokka í mér. Ég kæri þig. Ég kæri húsfélagið.“ Gyða Elín segir að íbúar hafi kvartað mikið til Félagsbústaða og óskað eftir því að maðurinn yrði fjarlægður. „En þau hafa gjörsamlega hundsað okkur mánuðum saman og logið að okkur.“Vandrataður millivegur Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigrún Árnadóttir, segir að það sé vandrataður millivegur að bregðast við í slíkum málum. „Ég held að fólki finnist, ef mikið gangi á, að það gangi of hægt, sumum finnst við ganga of hart fram.“ Sigrún segir að leigjendur Félagsbústaða séu um 2.600. Árlega sé aðeins um tíu leigusamningum sagt upp vegna brota á húsreglum. Sigrún vísar til persónuverndarlaga, hún geti ekki svarað því hvort búið sé að rifta leigusamningi við umræddan mann í kjallaraíbúð á Rauðarárstíg. „Þetta mál er í ferli.“Og styttist í að viðkomandi fari úr íbúðinni? „Ég ætla ekki að svara því.“Securitas bíll á Rauðarárstíg í dag.Vísir/SigurjónSecuritas fylgist með Vaktmenn á vegum Securitas fylgjast reglulega með húsinu en það er eitt af því sem Félagsbústaðir gerðu til að slá á ótta íbúa. Sigrún hjá Félagsbústöðum segir það alla jafna ekki gert. Aðspurð um hvort það segi sitt um alvarleika málsins segir hún svo ekki vera, þetta hafi verið gert til að koma til móts við óskir íbúanna. Gyða Elín Bergs segir íbúa vera hrædda. „Leigjendur í húsinu er búnir að segja upp samningnum og við hin sem eigum íbúðir þorum ekki út. Við erum fangar á okkar eigin heimili, það er ekkert hægt að fegra það neitt.“ Félagsbústaðir hafa ákveðið að selja íbúðina. „Í ljósi þess sem þarna hefur gengið á teljum við ekki rétt að okkar leigjendur fari þarna inn. Við viljum ekki bjóða þeim upp á það,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira