Íbúar flýja fjölbýlishús í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda Félagsbústaða Sighvatur Jónsson skrifar 7. maí 2019 19:15 Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. Nágrannar mannsins segjast oft hafa hringt á lögregluna vegna fíkniefnaneyslu hans og kærustu. Brotist hafi verið inn í sameign, fatnaði stolið af börnum og algengt sé að fólk í annarlegu ástandi reyni að komast inn í íbúð mannsins. Einu sinni hafi átta lögreglumenn komið á staðinn, þar á meðal sérsveitarmenn.Gyða Elín Bergs segir að Félagsbústaðir hafi hundsað kvartanir íbúa vegna mannsins sem leigir kjallaraíbúðina.Vísir/SigurjónÍbúi í húsinu, Gyða Elín Bergs, segir að málið hafi hafist fyrir rúmu ári. „Þá tók hann æðiskast á stigaganginum og hótaði íbúum. Hann braut allar dyrabjöllur sem Féló borgaði.“ Á upptöku sem fréttastofa hefur undir höndum heyrist maðurinn öskra á nágranna sinn: „Farðu. Ætlarðu að slá mig? Hættu að fokka í mér. Ég kæri þig. Ég kæri húsfélagið.“ Gyða Elín segir að íbúar hafi kvartað mikið til Félagsbústaða og óskað eftir því að maðurinn yrði fjarlægður. „En þau hafa gjörsamlega hundsað okkur mánuðum saman og logið að okkur.“Vandrataður millivegur Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigrún Árnadóttir, segir að það sé vandrataður millivegur að bregðast við í slíkum málum. „Ég held að fólki finnist, ef mikið gangi á, að það gangi of hægt, sumum finnst við ganga of hart fram.“ Sigrún segir að leigjendur Félagsbústaða séu um 2.600. Árlega sé aðeins um tíu leigusamningum sagt upp vegna brota á húsreglum. Sigrún vísar til persónuverndarlaga, hún geti ekki svarað því hvort búið sé að rifta leigusamningi við umræddan mann í kjallaraíbúð á Rauðarárstíg. „Þetta mál er í ferli.“Og styttist í að viðkomandi fari úr íbúðinni? „Ég ætla ekki að svara því.“Securitas bíll á Rauðarárstíg í dag.Vísir/SigurjónSecuritas fylgist með Vaktmenn á vegum Securitas fylgjast reglulega með húsinu en það er eitt af því sem Félagsbústaðir gerðu til að slá á ótta íbúa. Sigrún hjá Félagsbústöðum segir það alla jafna ekki gert. Aðspurð um hvort það segi sitt um alvarleika málsins segir hún svo ekki vera, þetta hafi verið gert til að koma til móts við óskir íbúanna. Gyða Elín Bergs segir íbúa vera hrædda. „Leigjendur í húsinu er búnir að segja upp samningnum og við hin sem eigum íbúðir þorum ekki út. Við erum fangar á okkar eigin heimili, það er ekkert hægt að fegra það neitt.“ Félagsbústaðir hafa ákveðið að selja íbúðina. „Í ljósi þess sem þarna hefur gengið á teljum við ekki rétt að okkar leigjendur fari þarna inn. Við viljum ekki bjóða þeim upp á það,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða. Félagsmál Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Íbúar flýja úr fjölbýlishúsi í Reykjavík vegna óláta og fíkniefnaneyslu leigjanda á vegum Félagsbústaða í húsinu. Brugðist var við óskum íbúanna með því að fá Securitas til að fylgjast reglulega með. Íbúi í húsinu segir Félagsbústaði hafa hundsað málið mánuðum saman. Nágrannar mannsins segjast oft hafa hringt á lögregluna vegna fíkniefnaneyslu hans og kærustu. Brotist hafi verið inn í sameign, fatnaði stolið af börnum og algengt sé að fólk í annarlegu ástandi reyni að komast inn í íbúð mannsins. Einu sinni hafi átta lögreglumenn komið á staðinn, þar á meðal sérsveitarmenn.Gyða Elín Bergs segir að Félagsbústaðir hafi hundsað kvartanir íbúa vegna mannsins sem leigir kjallaraíbúðina.Vísir/SigurjónÍbúi í húsinu, Gyða Elín Bergs, segir að málið hafi hafist fyrir rúmu ári. „Þá tók hann æðiskast á stigaganginum og hótaði íbúum. Hann braut allar dyrabjöllur sem Féló borgaði.“ Á upptöku sem fréttastofa hefur undir höndum heyrist maðurinn öskra á nágranna sinn: „Farðu. Ætlarðu að slá mig? Hættu að fokka í mér. Ég kæri þig. Ég kæri húsfélagið.“ Gyða Elín segir að íbúar hafi kvartað mikið til Félagsbústaða og óskað eftir því að maðurinn yrði fjarlægður. „En þau hafa gjörsamlega hundsað okkur mánuðum saman og logið að okkur.“Vandrataður millivegur Framkvæmdastjóri Félagsbústaða, Sigrún Árnadóttir, segir að það sé vandrataður millivegur að bregðast við í slíkum málum. „Ég held að fólki finnist, ef mikið gangi á, að það gangi of hægt, sumum finnst við ganga of hart fram.“ Sigrún segir að leigjendur Félagsbústaða séu um 2.600. Árlega sé aðeins um tíu leigusamningum sagt upp vegna brota á húsreglum. Sigrún vísar til persónuverndarlaga, hún geti ekki svarað því hvort búið sé að rifta leigusamningi við umræddan mann í kjallaraíbúð á Rauðarárstíg. „Þetta mál er í ferli.“Og styttist í að viðkomandi fari úr íbúðinni? „Ég ætla ekki að svara því.“Securitas bíll á Rauðarárstíg í dag.Vísir/SigurjónSecuritas fylgist með Vaktmenn á vegum Securitas fylgjast reglulega með húsinu en það er eitt af því sem Félagsbústaðir gerðu til að slá á ótta íbúa. Sigrún hjá Félagsbústöðum segir það alla jafna ekki gert. Aðspurð um hvort það segi sitt um alvarleika málsins segir hún svo ekki vera, þetta hafi verið gert til að koma til móts við óskir íbúanna. Gyða Elín Bergs segir íbúa vera hrædda. „Leigjendur í húsinu er búnir að segja upp samningnum og við hin sem eigum íbúðir þorum ekki út. Við erum fangar á okkar eigin heimili, það er ekkert hægt að fegra það neitt.“ Félagsbústaðir hafa ákveðið að selja íbúðina. „Í ljósi þess sem þarna hefur gengið á teljum við ekki rétt að okkar leigjendur fari þarna inn. Við viljum ekki bjóða þeim upp á það,“ segir Sigrún Árnadóttir, framkvæmdastjóri Félagsbústaða.
Félagsmál Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira