HK og Víkingur þurfa að mætast í oddaleik um sæti í Olís-deild karla á næstu leiktíð eftir að HK vann fjórða leik liðanna í kvöld, 28-26.
Víkingur vann fyrstu tvo leikina og var komið í vænlega stöðu en Kópavogsliðið hefur nú unnið tvo leiki í röð. Staðan í hálfleik var 15-13, Víkingi í vil.
Bjarki Finnbogason skoraði átta mörk fyrir heimamenn sem voru að leika sinn síðasta leik í Digranesinu en þeir flytja sig í Kórinn á næstu leiktíð. Blær Hinriksson gerði sjö.
Í liði Víkinga voru það þeir Hjalti Már Hjaltason og Einar Martinn Einarsson sem voru markahæstir. Þeir gerðu fimm mörk hvor.
Liðin mætast í oddaleik í Víkinni á föstudagskvöldið. Flautað verður til leiks klukkan 18.00.
