Verðlaunapeningar voru merktir „þroskaheftum“ Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 7. maí 2019 22:43 Verðlaunapeningarnir sem merktir voru „þroskaheftum". Aðsend Verðlaunapeningar sem veittir voru í flokki þroskaskertra á Hængsmótinu á Akureyri um helgina voru merktir „þroskaheftum.“ Þetta kemur fram í færslu Ólafs Þórðarsonar sem hann deildi á facebook en þar sagði hann sig vera búinn að fá sig fullsaddan af þessari orðanotkun. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í kvöld. „Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta. Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.“ Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður bent forsvarsmönnum Hængsmótsins á þetta en ekki fengið svör. Slíkt orðalag sé í besta falli mjög óheppilegt. Hann bendir á að tala ætti við þann hóp sem keppir og spyrjast fyrir um hvað þau vilji kalla flokkinn. Hængsmótið er opið íþróttamót sem haldið er fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga. Björn Guðmundsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng, baðst afsökunar á mistökunum í athugasemd við færslu Ólafs. „Ég er félagi í Lionsklúbbnum Hæng og langar að segja að þetta eru leið mistök og sjálfsagt að biðjast afsökunar á þeim. Eina sem hægt er að gera er að biðjast aftur afsökunar og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ég vona að þetta atriði hafi ekki eyðilagt komuna til Akureyrar og upplifun keppenda af Hængsmótinu sem haldið hefur verið í 37 ár af okkur Lionsfélögum.“ Í skjáskoti sem birt var í athugasemd við færsluna má sjá afsökunarbeiðni frá Lionsklúbbnum Hæng sem var svar við athugasemd sem þeim var send í einkaskilaboðum. „Sæll, við hörmum þessi mistök að hafa sent þessa peninga út frá okkur og eru það stór mistök af okkar hálfu að hafa ekki farið yfir það hvað á þeim stóð. Á mótinu sjálfu hét þetta eins og þetta hefur alltaf verið flokkur þroskahamlaðra en alls ekki þroskaheftra. Við munum innkalla alla þessa peninga enda á þetta orðskrípi hvergi að koma fram. Það mun koma yfirlýsing frá klúbbnum innan skamms þar sem formlega verður beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Þessi áletrun var ekki það sem beðið var um en mistökin eru okkar að fara ekki yfir verðlaunin áður en þau voru afhent.“ Akureyri Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Verðlaunapeningar sem veittir voru í flokki þroskaskertra á Hængsmótinu á Akureyri um helgina voru merktir „þroskaheftum.“ Þetta kemur fram í færslu Ólafs Þórðarsonar sem hann deildi á facebook en þar sagði hann sig vera búinn að fá sig fullsaddan af þessari orðanotkun. Fréttablaðið greindi frá þessu fyrr í kvöld. „Ég er löngu búinn að fá mig fullsaddan af þessari orðanotkun. Ég og fleiri erum margoft búin að benda á þetta. Ég veit til þess að margir keppendur eru sama sinnis.“ Ólafur sagði í samtali við Fréttablaðið að hann hafi áður bent forsvarsmönnum Hængsmótsins á þetta en ekki fengið svör. Slíkt orðalag sé í besta falli mjög óheppilegt. Hann bendir á að tala ætti við þann hóp sem keppir og spyrjast fyrir um hvað þau vilji kalla flokkinn. Hængsmótið er opið íþróttamót sem haldið er fyrir fatlaða og þroskaskerta einstaklinga. Björn Guðmundsson, félagi í Lionsklúbbnum Hæng, baðst afsökunar á mistökunum í athugasemd við færslu Ólafs. „Ég er félagi í Lionsklúbbnum Hæng og langar að segja að þetta eru leið mistök og sjálfsagt að biðjast afsökunar á þeim. Eina sem hægt er að gera er að biðjast aftur afsökunar og koma í veg fyrir að þetta gerist aftur. Ég vona að þetta atriði hafi ekki eyðilagt komuna til Akureyrar og upplifun keppenda af Hængsmótinu sem haldið hefur verið í 37 ár af okkur Lionsfélögum.“ Í skjáskoti sem birt var í athugasemd við færsluna má sjá afsökunarbeiðni frá Lionsklúbbnum Hæng sem var svar við athugasemd sem þeim var send í einkaskilaboðum. „Sæll, við hörmum þessi mistök að hafa sent þessa peninga út frá okkur og eru það stór mistök af okkar hálfu að hafa ekki farið yfir það hvað á þeim stóð. Á mótinu sjálfu hét þetta eins og þetta hefur alltaf verið flokkur þroskahamlaðra en alls ekki þroskaheftra. Við munum innkalla alla þessa peninga enda á þetta orðskrípi hvergi að koma fram. Það mun koma yfirlýsing frá klúbbnum innan skamms þar sem formlega verður beðist afsökunar á þessum leiðu mistökum. Þessi áletrun var ekki það sem beðið var um en mistökin eru okkar að fara ekki yfir verðlaunin áður en þau voru afhent.“
Akureyri Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira