Áliðnaðurinn þarf umhverfi til að vaxa Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 09:00 Frá álverinu í Straumsvík. fréttablaðið/ernir Það er ekki sjálfsagt að álver á Íslandi haldi samkeppnishæfni, ekki frekar en aðrar atvinnugreinar. Það segir sína sögu að álframleiðsla í Evrópu hefur dregist saman um þriðjung frá árinu 2007 og má nefna að öll álframleiðsla hefur lagst af á Ítalíu sem áður framleiddi 3 milljónir tonna eða rúmlega þrisvar sinnum meira en Ísland,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í samtali við Markaðinn. Hann ræðir stöðu og horfur í íslenskum áliðnaði á ársfundi Samáls, sem haldinn verður í Hörpu í fyrramálið undir yfirskriftinni Álið er hluti af lausninni. Þar verða meðal annars loftslagsmál í brennidepli og verðmætasköpun álframleiðslu í hálfa öld á Íslandi. „Heildarmyndin er sú að áliðnaður er að vaxa á svæðum þar sem orkan er ódýrari en er því miður ekki framleidd með umhverfisvænum hætti. Ef Ísland ætlar að standast samanburð þurfum við að huga að samkeppnishæfni iðnaðarins.“ Á síðasta ári framleiddu Kínverjar um 56 prósent af því áli sem framleitt var í heiminum og er framleiðslan að mestu drifin af kolum. Kínverjar hafa aldrei áður flutt jafn mikið út af áli og árið 2018, eða um 5,7 milljónir tonna, og hefur það meðal annars haft áhrif á þróun álverðs að sögn Magnúsar. Í skýrslu OECD sem gefin var út í janúar kemur fram að álframleiðsla njóti umtalsverðra ríkisstyrkja eða ívilnana í mörgum samkeppnislöndum eins og Kína, Mið-Austurlöndum, Kanada og Noregi. Þá nefnir Magnús að verð á losunarheimildum í ETS-kerfi Evrópusambandsins hafi margfaldast á tæpum tveimur árum og hækkað úr um það bil 6,50 evrum á hvert tonn árið 2017 og í um 25 evrur í dag. Það sé áskorun fyrir álver á Íslandi að mæta þessum álögum, en álframleiðsla utan EES-svæðisins þurfi ekki að standa undir sambærilegum kostnaði, þrátt fyrir að orkumynstrið sé mun óhagstæðara og losunin því mun meiri. Engin leið sé til að velta kostnaðinum út í verðið þar sem álverð ráðist á heimsmarkaði. „Í samkeppnislöndum eins og Noregi er þessi kostnaður niðurgreiddur. Áliðnaður á Íslandi verður að hafa einhvers konar samkeppnisforskot vegna þess að kostnaður skiptir gríðarlega miklu máli í þessum geira.“ Spurður hvernig auka megi samkeppnishæfni íslensks áliðnaðar segir Magnús að álfyrirtækin þurfi að huga að nýsköpun í framleiðsluaðferðum en stjórnvöld að viðskiptaumhverfinu. „Orkuverð og flutningur á raforku þarf að vera á samkeppnishæfu verði þannig að það sé aðlaðandi kostur að fjárfesta á Íslandi. Þróunin er í þá átt að allar rekstrareiningar verða stærri og hagkvæmari. Álverin sem verið er að byggja í Kína og Miðausturlöndum eru umtalsvert stærri en álverin á Íslandi,“ segir Magnús og nefnir að þegar ÍSAL var stofnað fyrir 50 árum hafi framleiðslugeta þess fyrirtækis verið 33 þúsund tonn af áli á ári. Í dag væri þannig eining ekki samkeppnishæf. „Til þess að standast samkeppni þurfum við að vaxa en þá þarf viðskiptaumhverfið að styðja við þá þróun, þannig að það sé góður kostur að fjárfesta á Íslandi. Að öðrum kosti leitar sú fjárfesting annað. Orkuverð og orkuflutningar verða að vera samanburðarhæfir við það besta sem þekkist.“Öfugsnúin þróunMeirihluti losunargróðurhúsalofttegunda af álframleiðslu á heimsvísu er vegna raforkuframleiðslu, eða um 80 prósent. Árið 2000 var um helmingur áls í heiminum framleiddur með vatnsafli og kjarnorku en í dag eru yfir 70 prósent af álframleiðslu knúin með kolum eða gasi. „Það er breyting til hins verra og meðal annars afleiðing kolefnisleka sem ég hef áður minnst á, þar sem álframleiðsla hefur verið að flytjast frá Evrópu til ríkja á borð við Kína, þar sem um 90 prósent af álframleiðslunni eru koladrifin og losunin því allt að tífalt meiri,“ segir Magnús. „Áhrifaríkasta leiðin til að draga úr gróðurhúsalosun í álframleiðslu er að nota endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis. Ef ál væri ekki framleitt á Íslandi myndi framleiðsla þess flytjast annað. Slíkt myndi auka gróðurhúsalosun heimsins um 7 til 10 milljónir tonna á ári en til samanburðar er losun Íslands í heild metin innan við 5 milljón tonn.“ Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira
Það er ekki sjálfsagt að álver á Íslandi haldi samkeppnishæfni, ekki frekar en aðrar atvinnugreinar. Það segir sína sögu að álframleiðsla í Evrópu hefur dregist saman um þriðjung frá árinu 2007 og má nefna að öll álframleiðsla hefur lagst af á Ítalíu sem áður framleiddi 3 milljónir tonna eða rúmlega þrisvar sinnum meira en Ísland,“ segir Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Alcoa Fjarðaáls, í samtali við Markaðinn. Hann ræðir stöðu og horfur í íslenskum áliðnaði á ársfundi Samáls, sem haldinn verður í Hörpu í fyrramálið undir yfirskriftinni Álið er hluti af lausninni. Þar verða meðal annars loftslagsmál í brennidepli og verðmætasköpun álframleiðslu í hálfa öld á Íslandi. „Heildarmyndin er sú að áliðnaður er að vaxa á svæðum þar sem orkan er ódýrari en er því miður ekki framleidd með umhverfisvænum hætti. Ef Ísland ætlar að standast samanburð þurfum við að huga að samkeppnishæfni iðnaðarins.“ Á síðasta ári framleiddu Kínverjar um 56 prósent af því áli sem framleitt var í heiminum og er framleiðslan að mestu drifin af kolum. Kínverjar hafa aldrei áður flutt jafn mikið út af áli og árið 2018, eða um 5,7 milljónir tonna, og hefur það meðal annars haft áhrif á þróun álverðs að sögn Magnúsar. Í skýrslu OECD sem gefin var út í janúar kemur fram að álframleiðsla njóti umtalsverðra ríkisstyrkja eða ívilnana í mörgum samkeppnislöndum eins og Kína, Mið-Austurlöndum, Kanada og Noregi. Þá nefnir Magnús að verð á losunarheimildum í ETS-kerfi Evrópusambandsins hafi margfaldast á tæpum tveimur árum og hækkað úr um það bil 6,50 evrum á hvert tonn árið 2017 og í um 25 evrur í dag. Það sé áskorun fyrir álver á Íslandi að mæta þessum álögum, en álframleiðsla utan EES-svæðisins þurfi ekki að standa undir sambærilegum kostnaði, þrátt fyrir að orkumynstrið sé mun óhagstæðara og losunin því mun meiri. Engin leið sé til að velta kostnaðinum út í verðið þar sem álverð ráðist á heimsmarkaði. „Í samkeppnislöndum eins og Noregi er þessi kostnaður niðurgreiddur. Áliðnaður á Íslandi verður að hafa einhvers konar samkeppnisforskot vegna þess að kostnaður skiptir gríðarlega miklu máli í þessum geira.“ Spurður hvernig auka megi samkeppnishæfni íslensks áliðnaðar segir Magnús að álfyrirtækin þurfi að huga að nýsköpun í framleiðsluaðferðum en stjórnvöld að viðskiptaumhverfinu. „Orkuverð og flutningur á raforku þarf að vera á samkeppnishæfu verði þannig að það sé aðlaðandi kostur að fjárfesta á Íslandi. Þróunin er í þá átt að allar rekstrareiningar verða stærri og hagkvæmari. Álverin sem verið er að byggja í Kína og Miðausturlöndum eru umtalsvert stærri en álverin á Íslandi,“ segir Magnús og nefnir að þegar ÍSAL var stofnað fyrir 50 árum hafi framleiðslugeta þess fyrirtækis verið 33 þúsund tonn af áli á ári. Í dag væri þannig eining ekki samkeppnishæf. „Til þess að standast samkeppni þurfum við að vaxa en þá þarf viðskiptaumhverfið að styðja við þá þróun, þannig að það sé góður kostur að fjárfesta á Íslandi. Að öðrum kosti leitar sú fjárfesting annað. Orkuverð og orkuflutningar verða að vera samanburðarhæfir við það besta sem þekkist.“Öfugsnúin þróunMeirihluti losunargróðurhúsalofttegunda af álframleiðslu á heimsvísu er vegna raforkuframleiðslu, eða um 80 prósent. Árið 2000 var um helmingur áls í heiminum framleiddur með vatnsafli og kjarnorku en í dag eru yfir 70 prósent af álframleiðslu knúin með kolum eða gasi. „Það er breyting til hins verra og meðal annars afleiðing kolefnisleka sem ég hef áður minnst á, þar sem álframleiðsla hefur verið að flytjast frá Evrópu til ríkja á borð við Kína, þar sem um 90 prósent af álframleiðslunni eru koladrifin og losunin því allt að tífalt meiri,“ segir Magnús. „Áhrifaríkasta leiðin til að draga úr gróðurhúsalosun í álframleiðslu er að nota endurnýjanlega orku í stað jarðefnaeldsneytis. Ef ál væri ekki framleitt á Íslandi myndi framleiðsla þess flytjast annað. Slíkt myndi auka gróðurhúsalosun heimsins um 7 til 10 milljónir tonna á ári en til samanburðar er losun Íslands í heild metin innan við 5 milljón tonn.“
Birtist í Fréttablaðinu Stóriðja Mest lesið Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Starbucks opnaði á Laugarvegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Sjá meira