Gestum Bláa lónsins fækkaði í fyrsta sinn í mörg ár Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 8. maí 2019 06:15 Vöxtur Bláa lónsins hefur verið ævintýralegur síðustu ár. Fréttablaðið/Ernir Gestum Bláa lónsins fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferðaþjónusturisinn fær færri gesti til sín en árið á undan. Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í samtali við Markaðinn. „Við fundum fyrir fækkun í fjölda ferðamanna í apríl eins og aðrir í greininni. Ég myndi halda að þetta sé í fyrsta skiptið í sex eða sjö ár sem greinin er að sjá svona fækkun á milli ára,“ segir Grímur en bætir við að bókunarstaðan fyrir sumarið sé góð. Erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 18,5 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Grímur segir að aprílmánuður hafi verið óvenjulegur þar sem miklar sviptingar hafi verið í fluggeiranum og nefnir hann í því samhengi fall WOW air, kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna og verkfallið hjá SAS. „Síðan voru tveir dagar í apríl þar sem allt var á öðrum endanum í Leifsstöð vegna óveðurs. Það má segja að þetta hafi allt lagst á eitt,“ segir Grímur. Þá sé jákvætt að búið sé að eyða óvissu á vinnumarkaði og óvissunni í kringum WOW air. Miðað við stöðuna í byrjun árs sé útlit fyrir prýðisár í ferðaþjónustu. Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra. Hagnaður félagsins var ríflega 2,6 milljarðar króna á tímabilinu. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira
Gestum Bláa lónsins fækkaði í apríl miðað við sama mánuð í fyrra en þetta er í fyrsta skipti í mörg ár sem ferðaþjónusturisinn fær færri gesti til sín en árið á undan. Þetta staðfestir Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, í samtali við Markaðinn. „Við fundum fyrir fækkun í fjölda ferðamanna í apríl eins og aðrir í greininni. Ég myndi halda að þetta sé í fyrsta skiptið í sex eða sjö ár sem greinin er að sjá svona fækkun á milli ára,“ segir Grímur en bætir við að bókunarstaðan fyrir sumarið sé góð. Erlendum ferðamönnum sem fóru um Keflavíkurflugvöll fækkaði um 18,5 prósent í apríl miðað við sama mánuð í fyrra samkvæmt talningu Ferðamálastofu og Isavia. Grímur segir að aprílmánuður hafi verið óvenjulegur þar sem miklar sviptingar hafi verið í fluggeiranum og nefnir hann í því samhengi fall WOW air, kyrrsetningu Boeing MAX-vélanna og verkfallið hjá SAS. „Síðan voru tveir dagar í apríl þar sem allt var á öðrum endanum í Leifsstöð vegna óveðurs. Það má segja að þetta hafi allt lagst á eitt,“ segir Grímur. Þá sé jákvætt að búið sé að eyða óvissu á vinnumarkaði og óvissunni í kringum WOW air. Miðað við stöðuna í byrjun árs sé útlit fyrir prýðisár í ferðaþjónustu. Tekjur Bláa lónsins, eins stærsta ferðaþjónustufyrirtækis landsins, námu um 15,5 milljörðum króna frá 6. febrúar til 31. desember í fyrra. Hagnaður félagsins var ríflega 2,6 milljarðar króna á tímabilinu.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Grindavík Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Sjá meira