Kosið aftur í Tyrklandi eftir tap AKP Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Imamoglu þarf að berjast aftur fyrir sætinu. Nordicphotos/AFP Kosið verður á ný um borgarstjóra tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl þann 23. júní. Svo úrskurðaði landskjörstjórn í gær. Lýðveldisflokkurinn (CHP), stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrkja, hafði betur þegar kosningarnar voru fyrst haldnar þann 31. mars síðastliðinn. Ekrem Imamoglu fékk þá 48,77 prósent atkvæða en Binali Yildirim, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi stjórnarliða úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), fékk 48,61 prósent. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sagði Recep Ozel, fulltrúi AKP í landskjörstjórn, að ýmsir meðlimir kjörstjórnar í Istanbúl hefðu ekki verið opinberir starfsmenn líkt og lög kveða á um. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP, heldur því hins vegar fram að ákvörðunin sýni einfaldlega fram á að það sé „ólöglegt að hafa betur gegn AKP“ og að ákvörðunin sé til marks um að Tyrkland sé einræðisríki. Recep Tayyip Erdogan, forseti og AKP-liði, fagnaði ákvörðun landskjörstjórnar í gær enda hafði hann ítrekað krafist þess að kosningarnar yrðu ógiltar og svo endurteknar. „Þessi úrskurður mun útrýma öllum vafa um niðurstöðurnar í Istanbúl og þar með styrkja tyrkneskt lýðræði,“ sagði hann. Forsetinn sagði einnig að það væri ósatt að AKP væri ósáttur við niðurstöðurnar. „Við erum handviss um að skipulögð glæpastarfsemi, spilling, lögleysi og brestir hafi verið í framkvæmd kosninganna í Istanbúl,“ hafði tyrkneski ríkismiðillinn eftir forseta sínum. Reuters greindi frá því að tyrkneska líran hefði hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Við því brást Erdogan með því að segja að spellvirki væru vísvitandi unnin á tyrkneska hagkerfinu. „Hvernig ætlum við að bregðast við því? Á sama hátt og við höfum gert við hryðjuverkamönnum.“ Ekrem Imamoglu, fyrrnefndur frambjóðandi CHP, fordæmdi ákvörðunina í ræðu sem sýnd var í beinni á samfélagsmiðlum. „Við munum aldrei gefa prinsipp okkar upp á bátinn. Tyrkland byggja 82 milljónir föðurlandsvina sem munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir tyrkneskt lýðræði,“ sagði frambjóðandinn á meðan samtök stuðningsmanna hans hvöttu til stillingar og sögðust fullviss um að sigur myndi vinnast á ný. Evrópusambandið brást sömuleiðis illa við ákvörðun tyrknesku landskjörstjórnarinnar. Federica Mogherini utanríkismálastjóri kallaði eftir tafarlausum útskýringum. „Það að tryggja frjálst, gegnsætt og sanngjarnt kosningaferli er lykilatriði fyrir hvert lýðræðisríki. Þessi afstaða er grundvallaratriði í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands,“ sagði Mogherini. ESB hefur áður lent upp á kant við Tyrki vegna tyrknesks lýðræðis. Fyrr á þessu ári samþykkti meirihluti Evrópuþingsins að frysta aðildarviðræður Tyrkja vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Þetta gerði Evrópuþingið einnig árið 2016 eftir að tyrkneska ríkisstjórnin handtók og rak fjölmarga opinbera starfsmenn vegna meintra tengsla við hreyfingu útlæga klerksins Fethullah Gülen, sem Erdogan-stjórnin telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun fyrr sama ár. Forsetinn og aðrir úr flokki hans hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd borgarstjórakosninga í höfuðborginni Ankara og í Izmir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið að endurtaka kosningar í þeim borgum. Birtist í Fréttablaðinu Tyrkland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira
Kosið verður á ný um borgarstjóra tyrknesku stórborgarinnar Istanbúl þann 23. júní. Svo úrskurðaði landskjörstjórn í gær. Lýðveldisflokkurinn (CHP), stærsti stjórnarandstöðuflokkur Tyrkja, hafði betur þegar kosningarnar voru fyrst haldnar þann 31. mars síðastliðinn. Ekrem Imamoglu fékk þá 48,77 prósent atkvæða en Binali Yildirim, fyrrverandi forsætisráðherra og frambjóðandi stjórnarliða úr Réttlætis- og þróunarflokknum (AKP), fékk 48,61 prósent. Samkvæmt breska ríkisútvarpinu sagði Recep Ozel, fulltrúi AKP í landskjörstjórn, að ýmsir meðlimir kjörstjórnar í Istanbúl hefðu ekki verið opinberir starfsmenn líkt og lög kveða á um. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP, heldur því hins vegar fram að ákvörðunin sýni einfaldlega fram á að það sé „ólöglegt að hafa betur gegn AKP“ og að ákvörðunin sé til marks um að Tyrkland sé einræðisríki. Recep Tayyip Erdogan, forseti og AKP-liði, fagnaði ákvörðun landskjörstjórnar í gær enda hafði hann ítrekað krafist þess að kosningarnar yrðu ógiltar og svo endurteknar. „Þessi úrskurður mun útrýma öllum vafa um niðurstöðurnar í Istanbúl og þar með styrkja tyrkneskt lýðræði,“ sagði hann. Forsetinn sagði einnig að það væri ósatt að AKP væri ósáttur við niðurstöðurnar. „Við erum handviss um að skipulögð glæpastarfsemi, spilling, lögleysi og brestir hafi verið í framkvæmd kosninganna í Istanbúl,“ hafði tyrkneski ríkismiðillinn eftir forseta sínum. Reuters greindi frá því að tyrkneska líran hefði hríðfallið gagnvart Bandaríkjadal eftir að tilkynnt var um ákvörðunina. Við því brást Erdogan með því að segja að spellvirki væru vísvitandi unnin á tyrkneska hagkerfinu. „Hvernig ætlum við að bregðast við því? Á sama hátt og við höfum gert við hryðjuverkamönnum.“ Ekrem Imamoglu, fyrrnefndur frambjóðandi CHP, fordæmdi ákvörðunina í ræðu sem sýnd var í beinni á samfélagsmiðlum. „Við munum aldrei gefa prinsipp okkar upp á bátinn. Tyrkland byggja 82 milljónir föðurlandsvina sem munu berjast til síðasta blóðdropa fyrir tyrkneskt lýðræði,“ sagði frambjóðandinn á meðan samtök stuðningsmanna hans hvöttu til stillingar og sögðust fullviss um að sigur myndi vinnast á ný. Evrópusambandið brást sömuleiðis illa við ákvörðun tyrknesku landskjörstjórnarinnar. Federica Mogherini utanríkismálastjóri kallaði eftir tafarlausum útskýringum. „Það að tryggja frjálst, gegnsætt og sanngjarnt kosningaferli er lykilatriði fyrir hvert lýðræðisríki. Þessi afstaða er grundvallaratriði í samskiptum Evrópusambandsins og Tyrklands,“ sagði Mogherini. ESB hefur áður lent upp á kant við Tyrki vegna tyrknesks lýðræðis. Fyrr á þessu ári samþykkti meirihluti Evrópuþingsins að frysta aðildarviðræður Tyrkja vegna áhyggja af stöðu lýðræðisins þar í landi. Þetta gerði Evrópuþingið einnig árið 2016 eftir að tyrkneska ríkisstjórnin handtók og rak fjölmarga opinbera starfsmenn vegna meintra tengsla við hreyfingu útlæga klerksins Fethullah Gülen, sem Erdogan-stjórnin telur hafa staðið á bak við valdaránstilraun fyrr sama ár. Forsetinn og aðrir úr flokki hans hafa einnig gert athugasemdir við framkvæmd borgarstjórakosninga í höfuðborginni Ankara og í Izmir. Ekki hefur hins vegar verið ákveðið að endurtaka kosningar í þeim borgum.
Birtist í Fréttablaðinu Tyrkland Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Fleiri fréttir Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Sjá meira