Nágrönnum ofbýður yfirfullir nytjagámar Sigurður Mikael Jónsson skrifar 8. maí 2019 08:30 Fatnaður af ýmsum toga leyndist í hrúgunni. Eigandi ætlaði þeim annað líf hjá nauðþurftafólki en fötin enda væntanlega í ruslinu. fréttablaðið/anton brink Brjóstahaldarar, íþróttaskór og annar heillegur fatnaður liggur eins og hráviði í götunni við grenndarstöð Sorpu í Gnoðarvogi. Nágrannar segjast komnir með nóg af slæmri umgengni sem helgast af því hversu sjaldan gámarnir eru tæmdir. „Umgengnin á þessu er svo rosaleg að það nær ekki nokkru lagi. Við erum að þrífa garðinn hérna annan hvern dag ef það hreyfir vind. Það er gengið svo illa um þetta og gámurinn ekki losaður heldur,“ segir nágranni grenndarstöðvarinnar sem hafði samband við Fréttablaðið. Blaðamaður fór á vettvang á mánudag og það var ekki orðum aukið. Endurvinnslu- og fatasöfnunargámar allir barmafullir og letilegar tilraunir fólks til að koma rusli og fatagjöfum áleiðis þrátt fyrir það gjörsamlega misheppnaðar. Íbúinn segir fatasöfnunargám Rauða krossins ekki hafa verið tæmdan lengi. Þegar fólk komi svo ekki meiru ofan í hann leggi það fatapoka fyrir framan. Slíkar tilraunir enda með ósköpum. „Svo koma greinilega einhverjir, opna poka, hrista úr þessu og þetta liggur eins og hráviði um allt. Okkur of býður þetta alveg.“ Ástandið við endurvinnslugámana er litlu skárra. Þeir séu yfirleitt fljótir að fyllast og svo fýkur ruslið inn í nærliggjandi garða og svæði. Athugun blaðamanns staðfesti að svæðið í kringum grenndarstöðina mætti í besta falli teljast sóðalega og illa hirt. „En fatagámurinn er kjaftfullur og það kemst ekki ein drusla í hann til viðbótar. Það er alltaf verið að tala um að fólk sé að sóa og henda svo miklu svo að það reynir að gefa. En það verður ekkert úr þessu svona,“ segir íbúinn langþreyttur. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Brjóstahaldarar, íþróttaskór og annar heillegur fatnaður liggur eins og hráviði í götunni við grenndarstöð Sorpu í Gnoðarvogi. Nágrannar segjast komnir með nóg af slæmri umgengni sem helgast af því hversu sjaldan gámarnir eru tæmdir. „Umgengnin á þessu er svo rosaleg að það nær ekki nokkru lagi. Við erum að þrífa garðinn hérna annan hvern dag ef það hreyfir vind. Það er gengið svo illa um þetta og gámurinn ekki losaður heldur,“ segir nágranni grenndarstöðvarinnar sem hafði samband við Fréttablaðið. Blaðamaður fór á vettvang á mánudag og það var ekki orðum aukið. Endurvinnslu- og fatasöfnunargámar allir barmafullir og letilegar tilraunir fólks til að koma rusli og fatagjöfum áleiðis þrátt fyrir það gjörsamlega misheppnaðar. Íbúinn segir fatasöfnunargám Rauða krossins ekki hafa verið tæmdan lengi. Þegar fólk komi svo ekki meiru ofan í hann leggi það fatapoka fyrir framan. Slíkar tilraunir enda með ósköpum. „Svo koma greinilega einhverjir, opna poka, hrista úr þessu og þetta liggur eins og hráviði um allt. Okkur of býður þetta alveg.“ Ástandið við endurvinnslugámana er litlu skárra. Þeir séu yfirleitt fljótir að fyllast og svo fýkur ruslið inn í nærliggjandi garða og svæði. Athugun blaðamanns staðfesti að svæðið í kringum grenndarstöðina mætti í besta falli teljast sóðalega og illa hirt. „En fatagámurinn er kjaftfullur og það kemst ekki ein drusla í hann til viðbótar. Það er alltaf verið að tala um að fólk sé að sóa og henda svo miklu svo að það reynir að gefa. En það verður ekkert úr þessu svona,“ segir íbúinn langþreyttur.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira