Bandaríski fjárfestingasjóðurinn búinn að eignast stóran hlut í Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. maí 2019 10:49 Icelandair Group hefur að undanförnu verið að vinna úr talsverðum taprekstri. Vísir/Vilhelm Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar þar sem tilkynnt er um breytingu á verulegum hluta atkvæðisréttar. Í byrjun apríl var tilkynnt að fjárfestingasjóðurinn, sem rekinn er í Boston, hafði gert bindandi samkomulag um kaup á 625 milljónum nýrra hluta í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna. Kaupin voru háð samþykki hluthafafundar sem samþykkti þann 24. apríl að veita stjórn félagsins heimild til að þess að gefa út nýtt hlutafé vegna samkomulagsins við bandaríska fjárfestingasjóðinn. Eftir kaupin á PAR Capital Management alls 675 milljónir hluta í Icelandair Group, eða 12,42 prósent hlutafjár félagsins. PAR Investment Partners, sjóður á vegum PAR Capital heldur utan um eignarhlutinn í Icelandair Group.United Airlines er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna.Vísir/GettyÞegar kaupin voru kynnt sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að koma bandaríska sjóðsins væri mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair. Mikil reynsla og þekking væri að koma inn í hluthafahópinn með kaupunum.Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Icelandair Group tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hefur félagið leitað margvíslegra leiða til þess að snúa við taprekstrinum, meðal annars með því að selja stóran hlut í Icelandair Hotels, en talið er að viðræður um kaup malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation á hótelkeðjunni séu á lokametrunum. Eigandi sjóðsins er hinn litríki eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, Vincent Tan. Það sem af er degi hafa hlutabréf Icelandair hækkað um 4,4 prósent og standa þau nú í 9,75. Samkvæmt samkomulaginu við PAR Capital voru kaup félagsins á hlutafé í Icelandair Group gerð á genginu 9,03 á hlut. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30 Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Bandaríski fjárfestingasjóðurinn PAR Capital Management hefur eignast 12,4 prósenta hlut í Icelandair Group eftir að kaup félagsins á 11,5 prósenta hlut í félaginu gengu í gegn í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu Icelandair til kauphallar þar sem tilkynnt er um breytingu á verulegum hluta atkvæðisréttar. Í byrjun apríl var tilkynnt að fjárfestingasjóðurinn, sem rekinn er í Boston, hafði gert bindandi samkomulag um kaup á 625 milljónum nýrra hluta í Icelandair Group fyrir 5,6 milljarða króna. Kaupin voru háð samþykki hluthafafundar sem samþykkti þann 24. apríl að veita stjórn félagsins heimild til að þess að gefa út nýtt hlutafé vegna samkomulagsins við bandaríska fjárfestingasjóðinn. Eftir kaupin á PAR Capital Management alls 675 milljónir hluta í Icelandair Group, eða 12,42 prósent hlutafjár félagsins. PAR Investment Partners, sjóður á vegum PAR Capital heldur utan um eignarhlutinn í Icelandair Group.United Airlines er eitt stærsta flugfélag Bandaríkjanna.Vísir/GettyÞegar kaupin voru kynnt sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair Group, að koma bandaríska sjóðsins væri mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair. Mikil reynsla og þekking væri að koma inn í hluthafahópinn með kaupunum.Á meðal helstu eigna sjóðsins eru bandarísku flugfélögin United Airlines, Delta, Southwest Airlines, JetBlue og bókunarvefurinn Expedia. Icelandair Group tapaði 6,7 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. Hefur félagið leitað margvíslegra leiða til þess að snúa við taprekstrinum, meðal annars með því að selja stóran hlut í Icelandair Hotels, en talið er að viðræður um kaup malasíska fjárfestingafélagsins Berjaya Corporation á hótelkeðjunni séu á lokametrunum. Eigandi sjóðsins er hinn litríki eigandi breska knattspyrnufélagsins Cardiff City, Vincent Tan. Það sem af er degi hafa hlutabréf Icelandair hækkað um 4,4 prósent og standa þau nú í 9,75. Samkvæmt samkomulaginu við PAR Capital voru kaup félagsins á hlutafé í Icelandair Group gerð á genginu 9,03 á hlut.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30 Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19 Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00 Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00 Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00 Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Kaup eftir þrot ekki tilviljun Sveinn Þórarinsson, greinandi hjá Landsbankanum, segir að það sé líklega ekki tilviljun að bandaríska fjárfestingarfélagið PAR Capital Management hafi keypt 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group skömmu eftir að WOW air varð gjaldþrota. 4. apríl 2019 07:30
Bandarískur fjárfestingarsjóður kaupir 11,5 prósent í Icelandair PAR Capital Management, fjárfestingarsjóður sem rekinn er í Boston í Bandaríkjunum hefur gert bindandi samkomulag um að kaupa 11,5 prósenta hlut í Icelandair Group. 3. apríl 2019 08:19
Söguleg erlend fjárfesting í Icelandair Fyrirhuguð kaup bandaríska fjárfestingarsjóðsins PAR Capital Management á 11,5% hlut í Icelandair er meiri erlend fjárfesting en áður í sögu félagsins, að mati fyrrverandi forstjóra þess. Hann segir jákvætt að erlendir fjárfestar komi að rekstri íslenskra flugfélaga. 3. apríl 2019 12:00
Forstjóri Icelandair segir Airbus bjóða besta arftaka Boeing 757 Ráðamenn Icelandair skoða nú þann möguleika að taka Airbus-vélar inn í flugflotann og skipta jafnvel öllum Boeing-vélunum út fyrir Airbus. Stefnt er að ákvörðun á síðari hluta ársins. 6. maí 2019 20:00
Mikið styrkleikamerki fyrir Icelandair Bogi Nils segir þetta styrkja hluthafahópinn og auka fjölbreytnina í honum en PAR Capital hefur fjárfest mikið í bandarískum flugfélögum og ferðaþjónustufyrirtækjum. 25. apríl 2019 10:00