Erlent

Helsti aðstoðarmaður Guaidó handtekinn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Guaidó kallar sig réttkjörinn forseta landsins og berst nú fyrir því að Nicolas Maduro forseti hverfi frá völdum.
Guaidó kallar sig réttkjörinn forseta landsins og berst nú fyrir því að Nicolas Maduro forseti hverfi frá völdum. vísir/getty
Helsti aðstoðarmaður Juan Guaidó, stjórnarandstöðuleiðtogans í Venesúela, hefur verið handtekinn.

Edgar Zambrano er varaforseti þjóðþings landsins og er hann fyrsti háttsetti stjórnarandstæðingurinn sem er fangelsaður eftir að Guaidó og hans menn reyndu að efna til byltingar innan hersins í síðustu viku en sú tilraun misheppnaðist.

Guaidó kallar sig réttkjörinn forseta landsins og berst nú fyrir því að Nicolas Maduro forseti hverfi frá völdum. Fimmtíu þjóðir, þar á meðal Íslendingar hafa lýst stuðningi við Guaidó.

Talið er að Zambrano hafi verið færður í hið illræmda fangelsi El Helicoide í miðbæ höfuðborgarinnar Caracas.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×