Hver á ákvörðunarréttinn? Lovísa Líf Jónsdóttir skrifar 9. maí 2019 14:00 Það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, að heimila fóstureyðingar upp að 22. vikum, fer gegn öllu því sem siðferði og mannúð heitir. Þroski fósturs á 22. viku er slíkur að það er með gildum rökum orðið að barni og með læknavísindum nútímans vænlegt til lífs utan móðurkviðar. Þá má einnig benda á siðareglur lækna þar sem í 1. gr. um almenn ákvæði og góða læknishætti kemur fram að; „Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu þeirra og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.“ Þegar við tölum um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og frelsi, er almennt viðurkennt að frelsið nær aðeins svo langt að það skerði ekki frelsi annarra. Mannlegt líf er heilagt og enginn á rétt á að spilla því. Ég er því fullkomlega sammála því að allir, menn og konur, eiga að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í þessu tilfelli snýst málið þó ekki eingöngu um konuna og sjálfsákvörðunarrétt hennar heldur lífið sjálft í móðurkviði. Í 1. mgr. 2. gr laga nr. 56/2005 kemur fram að „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.“Þá má einnig velta því fyrir sér hvar fólk dregur línuna um réttindi til lífs og almennra mannréttinda. Ef rökin fyrir því að deyða megi einstakling eru að sé hann ósjálfbjarga eða ómeðvitaður um umhverfi sitt, hljótum við að spyrja á móti hvers vegna það sé ekki réttlætanlegt að deyða t.d. kornabarn, sofandi einstakling eða einstakling í dái.Ef tekið er dæmi um einstakling í dái, myndi hann að öllum líkindum vilja að barist væri fyrir lífi sínu í stað þess að aðstandandi einstaklingsins tæki ákvörðun um hans líf, þó sjálfur væri sjúklingurinn ófær um að segja það upphátt á þeim tímapunkti. Það er í raun fáránlegt að útskýra þurfi fyrir fullorðnu fólki orsök og afleiðingu. Orsök einhvers sem við tökum sjálfstæða ákvörðun um fylgir afleiðing sem getur haft þau áhrif að sjálfsákvörðunarrétturinn skerðist. Óski fólk sér hins vegar að eignast ekki börn er greið leið að ýmsum getnaðarvörnum sem stendur því til boða. Í umræðunni er þó ómögulegt að komast hjá því að ræða einstök tilfelli eins og ef kona verður fyrir nauðgun. Þá er um glæpsamlegt athæfi að ræða og hvorki hægt að kenna konunni né barninu um það. Vandinn byrjar og endar þar. Auk þess eru afar litlar líkur á því að fyrst kæmist upp um verknaðinn á rúmlega hálfri meðgöngu. Þunguðum konum stendur til boða að fara í skimun á 20. viku þar sem ákveðnir kvillar geta komið í ljós. Að deyða barn af þeim ástæðum, stangast einnig á við lög um bann við mismunum og réttindi og frelsi án manngreinarálits. Það má því velta fyrir sér hvaða siðferðislegu rök raunverulega liggja að baki því að rýmka lög um fóstureyðingar svona óhóflega. Að því gefnu að frumvarpið verði að lögum með tilliti til ofangreindra álitaefna, þarf í það minnsta að svara þeirri siðfræðilegu spurningu hvenær líf telst líf og hver á ákvörðunarréttinn.Höfundur er námsmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þungunarrof Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það frumvarp sem nú liggur fyrir á Alþingi, að heimila fóstureyðingar upp að 22. vikum, fer gegn öllu því sem siðferði og mannúð heitir. Þroski fósturs á 22. viku er slíkur að það er með gildum rökum orðið að barni og með læknavísindum nútímans vænlegt til lífs utan móðurkviðar. Þá má einnig benda á siðareglur lækna þar sem í 1. gr. um almenn ákvæði og góða læknishætti kemur fram að; „Lækni ber að virða mannslíf og mannhelgi. Læknir skal leitast við að hjálpa heilbrigðum til að varðveita heilsu þeirra og sjúkum til að öðlast heilbrigði að nýju.“ Þegar við tölum um sjálfsákvörðunarrétt einstaklings og frelsi, er almennt viðurkennt að frelsið nær aðeins svo langt að það skerði ekki frelsi annarra. Mannlegt líf er heilagt og enginn á rétt á að spilla því. Ég er því fullkomlega sammála því að allir, menn og konur, eiga að hafa ákvörðunarrétt yfir eigin líkama. Í þessu tilfelli snýst málið þó ekki eingöngu um konuna og sjálfsákvörðunarrétt hennar heldur lífið sjálft í móðurkviði. Í 1. mgr. 2. gr laga nr. 56/2005 kemur fram að „Réttur hvers manns til lífs skal verndaður með lögum. Engan mann skal af ásettu ráði svipta lífi, nema sök sé sönnuð og fullnægja skuli refsidómi á hendur honum fyrir glæp sem dauðarefsingu varðar að lögum.“Þá má einnig velta því fyrir sér hvar fólk dregur línuna um réttindi til lífs og almennra mannréttinda. Ef rökin fyrir því að deyða megi einstakling eru að sé hann ósjálfbjarga eða ómeðvitaður um umhverfi sitt, hljótum við að spyrja á móti hvers vegna það sé ekki réttlætanlegt að deyða t.d. kornabarn, sofandi einstakling eða einstakling í dái.Ef tekið er dæmi um einstakling í dái, myndi hann að öllum líkindum vilja að barist væri fyrir lífi sínu í stað þess að aðstandandi einstaklingsins tæki ákvörðun um hans líf, þó sjálfur væri sjúklingurinn ófær um að segja það upphátt á þeim tímapunkti. Það er í raun fáránlegt að útskýra þurfi fyrir fullorðnu fólki orsök og afleiðingu. Orsök einhvers sem við tökum sjálfstæða ákvörðun um fylgir afleiðing sem getur haft þau áhrif að sjálfsákvörðunarrétturinn skerðist. Óski fólk sér hins vegar að eignast ekki börn er greið leið að ýmsum getnaðarvörnum sem stendur því til boða. Í umræðunni er þó ómögulegt að komast hjá því að ræða einstök tilfelli eins og ef kona verður fyrir nauðgun. Þá er um glæpsamlegt athæfi að ræða og hvorki hægt að kenna konunni né barninu um það. Vandinn byrjar og endar þar. Auk þess eru afar litlar líkur á því að fyrst kæmist upp um verknaðinn á rúmlega hálfri meðgöngu. Þunguðum konum stendur til boða að fara í skimun á 20. viku þar sem ákveðnir kvillar geta komið í ljós. Að deyða barn af þeim ástæðum, stangast einnig á við lög um bann við mismunum og réttindi og frelsi án manngreinarálits. Það má því velta fyrir sér hvaða siðferðislegu rök raunverulega liggja að baki því að rýmka lög um fóstureyðingar svona óhóflega. Að því gefnu að frumvarpið verði að lögum með tilliti til ofangreindra álitaefna, þarf í það minnsta að svara þeirri siðfræðilegu spurningu hvenær líf telst líf og hver á ákvörðunarréttinn.Höfundur er námsmaður.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun