Fleiri slasast vegna fíkniefna- en ölvunaraksturs Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. maí 2019 15:43 Frá vettvangi umferðarslyss í fyrra. Vísir/MHH Þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið „að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi,“ stendur tvennt upp úr er varðar neikvæða þróun: Fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og vegna framanákeyrslna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi hækkað úr 16 í 18 milli ára fækkaði slösuðum í umferðinni um 7 prósent, fækkaði úr 1387 í 1289. Af 15 banaslysum, sem í létust fyrrnefndir 18 einstaklingar, áttu karlmenn sök að máli í 14 tilfellum. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar einnig með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hæst hlutfall Grindvíkinga og Selfyssinga slasast í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum, sé miðað við íbúafjölda á viðkomandi stað. Flestir ökumenn sem lenda í slysum miðað við íbúafjölda koma frá Akranesi og Egilsstöðum. Slösuðum af völdum ölvunaraksturs fækkaði á milli ára, úr 69 í 64, en slösuðum af völdum fíkniefnaaksturs fjölgaði umtalsvert. Alls slösuðust 52 vegna fíkniefnaaksturs árið 2017 en 85 í fyrra. Má því sjá að fleiri slasast af völdum fíkniefna heldur en ölvunaraksturs. Sem fyrr segir hefur að sama skapi gengið illa að fækka slysum vegna framanákeyrslna. Alls voru 559 slík slys í fyrra og í þeim slösuðust 137 einstaklingar.Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér. Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Þrátt fyrir að árið 2018 hafi verið „að mörgu leyti gott ár í umferðinni á Íslandi,“ stendur tvennt upp úr er varðar neikvæða þróun: Fjölgun slysa vegna fíkniefnaaksturs og vegna framanákeyrslna. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Samgöngustofu um umferðarslys á Íslandi í fyrra. Þar segir jafnframt að þrátt fyrir að fjöldi látinna í umferðinni hafi hækkað úr 16 í 18 milli ára fækkaði slösuðum í umferðinni um 7 prósent, fækkaði úr 1387 í 1289. Af 15 banaslysum, sem í létust fyrrnefndir 18 einstaklingar, áttu karlmenn sök að máli í 14 tilfellum. Flest slys og óhöpp verða á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar. Þar á eftir eru annars vegar tvö önnur stór gatnamót við Miklubraut (Háaleitisbraut og Grensásvegur) og hins vegar þrjú gatnamót eða hringtorg í Hafnarfirði. Þegar kemur að slysum með meiðslum eru gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar einnig með flest slys. Þar á eftir eru svo gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, gatnamót Miklubrautar og Grensásvegar og gatnamót Miklubrautar og Háaleitisbrautar. Hæst hlutfall Grindvíkinga og Selfyssinga slasast í umferðinni þegar skoðaður er fjöldi slasaðra sem búa í stærstu þéttbýlisstöðunum, sé miðað við íbúafjölda á viðkomandi stað. Flestir ökumenn sem lenda í slysum miðað við íbúafjölda koma frá Akranesi og Egilsstöðum. Slösuðum af völdum ölvunaraksturs fækkaði á milli ára, úr 69 í 64, en slösuðum af völdum fíkniefnaaksturs fjölgaði umtalsvert. Alls slösuðust 52 vegna fíkniefnaaksturs árið 2017 en 85 í fyrra. Má því sjá að fleiri slasast af völdum fíkniefna heldur en ölvunaraksturs. Sem fyrr segir hefur að sama skapi gengið illa að fækka slysum vegna framanákeyrslna. Alls voru 559 slík slys í fyrra og í þeim slösuðust 137 einstaklingar.Skýrsluna má nálgast í heild sinni hér.
Samgöngur Samgönguslys Umferðaröryggi Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira