Fundu rúmlega þúsund byssur í glæsihýsi í Los Angeles Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2019 23:01 Lögregluþjónar skrá byssurnar þúsund. Vísir/AP Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn eftir að rúmlega þúsund skotvopn fundust í glæsihýsi í Los Angeles í morgun. Það tók þrjátíu lögregluþjóna minnst tólf tíma að finna allar byssurnar og fjarlægja þær. Einhverjir viðmælendur fjölmiðla segja það hafa tekið fimmtán tíma. Um er að ræða skotvopn af öllum gerðum eins og haglabyssur, riffla, hálfsjálfvirka riffla og skammbyssur. Samkvæmt LA Times fannst einnig .50 kalibera vélbyssa í húsinu en vopnin fundust á víð og dreif um húsið og í innkeyrslu þess. Lögreglan segir hluta skotvopnanna vera sjálfvirk að fullu, sem er brot á lögum Bandaríkjanna. Sá sem var handtekinn heitir Girard Saenz og lögreglan grunar hann um að hafa staðið í ólöglegri vopnasölu. Hafa ber í huga að það er ekki endilega ólöglegt að eiga svo mörg skotvopn í Kaliforníu, þó einhver þeirra vopna sem fundust í húsinu séu ólögleg. Til marks um það segir lögreglan að þetta sé „einn stærsti“ vopnafundurinn í borginni.Over 1,000 firearms & one person arrested for 30600(a) PC, in one of the largest recoveries in LAPD history. How did this happen? The LAPD & ATF received info that a person was selling & manufacturing illegal firearms, which led to a search warrant in a Holmby Hills residence. pic.twitter.com/9kWq4vuFnb — LAPD HQ (@LAPDHQ) May 9, 2019 Saenz er skráður vopnasali en hann hefur þó ekki leyfi til að selja byssur með þessum hætti né allar tegundir þeirra skotvopna sem hann virðist hafa verið að selja. Honum var sleppt úr haldi í dag gegn 50 þúsund dala tryggingu. Málið þykir hið furðulegasta og þar á meðal vegna þess að vopnin fundust í hverfi sem heitir Bel Air og er skammt frá Beverly Hills þar sem vel settir íbúar Los Angeles búa og þar á meðal fjöldinn allur af sjónvarps- og kvikmyndastjörnum. Chris Ramirez, talsmaður lögreglunnar, segir einstaklega undarlegt að öll þessi vopn hafi fundist í glæsihýsi í umræddu hverfi. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Karlmaður á sextugsaldri var handtekinn eftir að rúmlega þúsund skotvopn fundust í glæsihýsi í Los Angeles í morgun. Það tók þrjátíu lögregluþjóna minnst tólf tíma að finna allar byssurnar og fjarlægja þær. Einhverjir viðmælendur fjölmiðla segja það hafa tekið fimmtán tíma. Um er að ræða skotvopn af öllum gerðum eins og haglabyssur, riffla, hálfsjálfvirka riffla og skammbyssur. Samkvæmt LA Times fannst einnig .50 kalibera vélbyssa í húsinu en vopnin fundust á víð og dreif um húsið og í innkeyrslu þess. Lögreglan segir hluta skotvopnanna vera sjálfvirk að fullu, sem er brot á lögum Bandaríkjanna. Sá sem var handtekinn heitir Girard Saenz og lögreglan grunar hann um að hafa staðið í ólöglegri vopnasölu. Hafa ber í huga að það er ekki endilega ólöglegt að eiga svo mörg skotvopn í Kaliforníu, þó einhver þeirra vopna sem fundust í húsinu séu ólögleg. Til marks um það segir lögreglan að þetta sé „einn stærsti“ vopnafundurinn í borginni.Over 1,000 firearms & one person arrested for 30600(a) PC, in one of the largest recoveries in LAPD history. How did this happen? The LAPD & ATF received info that a person was selling & manufacturing illegal firearms, which led to a search warrant in a Holmby Hills residence. pic.twitter.com/9kWq4vuFnb — LAPD HQ (@LAPDHQ) May 9, 2019 Saenz er skráður vopnasali en hann hefur þó ekki leyfi til að selja byssur með þessum hætti né allar tegundir þeirra skotvopna sem hann virðist hafa verið að selja. Honum var sleppt úr haldi í dag gegn 50 þúsund dala tryggingu. Málið þykir hið furðulegasta og þar á meðal vegna þess að vopnin fundust í hverfi sem heitir Bel Air og er skammt frá Beverly Hills þar sem vel settir íbúar Los Angeles búa og þar á meðal fjöldinn allur af sjónvarps- og kvikmyndastjörnum. Chris Ramirez, talsmaður lögreglunnar, segir einstaklega undarlegt að öll þessi vopn hafi fundist í glæsihýsi í umræddu hverfi.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira