Maðurinn sem skipaði Mueller segir af sér Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2019 08:45 Rosenstein starfaði í áratugi í dómsmálaráðuneytinu. Trump skipaði hann aðstoðardómsmálaráðherra árið 2017 en snerist harkalega gegn honum eftir skipan sérstaka rannsakandans. Vísir/EPA Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um afsögn sína í gær. Rosenstein, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda fyrir tveimur árum, lá undir linnulausum árásum Donalds Trump forseta á meðan á rannsókninni stóð. Forsetinn sakaði Rosenstein meðal annars um landráð. Afsögn Rosenstein tekur gildi 11. maí, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði hann að láta af störfum í mars en hann ílengdist í starfi til að vera William Barr, nýjum dómsmálaráðherra, innan handar fyrstu mánuði hans í embætti. Í afsagnarbréfi sínu til Trump forseta lofaði Rosenstein hann fyrir að skipa embættismenn „sem eru trúir gildunum sem gera Bandaríkin mikilfengleg“. Þakkaði hann forsetanum fyrir „kurteisi og húmor“ í persónulegum samtölum þeirra og lýsti stuðningi við stefnumál hans, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir það var samband Trump við Rosenstein afar stirt. Það var Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá í maí árið 2017. Það gerði hann eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafði þá lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með þeim málum. Engu að síður var það Trump sjálfur sem skipaði Rosenstein í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Rosenstein, sem er repúblikani, mátti sitja undir landráðabrigslum forsetans sem var einnig sagður hafa viljað reka embættismanninn. Á endanum tók Rosenstein þátt í þeirri ákvörðun Barr dómsmálaráðherra að ákæra Trump ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um það í skýrslu sinni en lagði fram ýmsar röksemdir fyrir því hann hefði reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar með ýmsum leiðum. Rosenstein hefur ásamt Barr verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir hvernig þeir greindu fyrst frá niðurstöðum Mueller áður en skýrsla sérstaka rannsakandans var gerð opinber á skírdag. Þóttu þeir hafa fegrað mjög hvað skýrslan hafði að segja um forsetann. Washington Post greindi frá því nýlega að Rosenstein hafi lofað Trump að hann væri „með honum í liði“ í september og að sérstaki rannsakandinn myndi koma fram við hann af sanngirni. Það samtal hafi átt sér stað eftir að New York Times fullyrti að Rosenstein hefði rætt um möguleikann á að hlera forsetann eða beita ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma honum frá völdum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um afsögn sína í gær. Rosenstein, sem skipaði Robert Mueller sérstakan rannsakanda fyrir tveimur árum, lá undir linnulausum árásum Donalds Trump forseta á meðan á rannsókninni stóð. Forsetinn sakaði Rosenstein meðal annars um landráð. Afsögn Rosenstein tekur gildi 11. maí, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Upphaflega ætlaði hann að láta af störfum í mars en hann ílengdist í starfi til að vera William Barr, nýjum dómsmálaráðherra, innan handar fyrstu mánuði hans í embætti. Í afsagnarbréfi sínu til Trump forseta lofaði Rosenstein hann fyrir að skipa embættismenn „sem eru trúir gildunum sem gera Bandaríkin mikilfengleg“. Þakkaði hann forsetanum fyrir „kurteisi og húmor“ í persónulegum samtölum þeirra og lýsti stuðningi við stefnumál hans, að því er segir í frétt Washington Post. Þrátt fyrir það var samband Trump við Rosenstein afar stirt. Það var Rosenstein sem skipaði Mueller sérstakan rannsakanda á afskiptum Rússa af forsetakosningunum árið 2016 og mögulegu samráði framboðs Trump við þá í maí árið 2017. Það gerði hann eftir að Trump rak James Comey, þáverandi forstjóra alríkislögreglunnar FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, hafði þá lýsti sig vanhæfan til að hafa umsjón með þeim málum. Engu að síður var það Trump sjálfur sem skipaði Rosenstein í embætti aðstoðardómsmálaráðherra. Rosenstein, sem er repúblikani, mátti sitja undir landráðabrigslum forsetans sem var einnig sagður hafa viljað reka embættismanninn. Á endanum tók Rosenstein þátt í þeirri ákvörðun Barr dómsmálaráðherra að ákæra Trump ekki fyrir að hindra framgang réttvísinnar. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort forsetinn hefði gerst sekur um það í skýrslu sinni en lagði fram ýmsar röksemdir fyrir því hann hefði reynt að leggja stein í götu rannsóknarinnar með ýmsum leiðum. Rosenstein hefur ásamt Barr verið harðlega gagnrýndur undanfarið fyrir hvernig þeir greindu fyrst frá niðurstöðum Mueller áður en skýrsla sérstaka rannsakandans var gerð opinber á skírdag. Þóttu þeir hafa fegrað mjög hvað skýrslan hafði að segja um forsetann. Washington Post greindi frá því nýlega að Rosenstein hafi lofað Trump að hann væri „með honum í liði“ í september og að sérstaki rannsakandinn myndi koma fram við hann af sanngirni. Það samtal hafi átt sér stað eftir að New York Times fullyrti að Rosenstein hefði rætt um möguleikann á að hlera forsetann eða beita ákvæði stjórnarskrárinnar til að koma honum frá völdum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11 Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47 Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36 Mest lesið „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Sjá meira
Skýrslan lýsir tilraunum Trump til að skaða rannsóknina Þrátt fyrir að ekki sé mælt með ákæru í skýrslu Roberts Mueller lýsir hann tilraunum Trump forseta til að leggja stein í götu rannsóknarinnar, þar á meðal með því að vilja reka Mueller sjálfan. 18. apríl 2019 19:11
Hóf rannsókn á Trump til að verja Rússarannsóknina Fyrrverandi aðstoðarforstjóri FBI segist hafa reynt að verja Rússarannsóknina með því að skipa fyrir um rannsókn á hvort Trump forseti hafi reynt að hindra framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra FBI. 14. febrúar 2019 13:47
Barr sagður hafa farið mjúkum höndum um Trump Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, William Barr, kynnti í dag skýrslu Robert Mueller, sem sneri að mögulegum afskiptum Rússa af forsetakosningum 2016. Fjölmiðlar ytra hafa gagnrýnt Barr fyrir framgöngu sína á blaðamannafundinum og sagt dómsmálaráðherrann hafa farið mjúkum höndum um forsetann. 18. apríl 2019 14:36