Af fordómum Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 20. apríl 2019 11:00 Mér fannst hræðilegt að lesa frásögn Guðmundar Andra Thorssonar alþingismanns um hvernig hann varð fyrir áreiti manns sem augljóslega var ekki í jafnvægi. Ég er hjartanlega sammála Guðmundi Andra um að við þurfum öll að gæta okkar á því að næra ekki reiðina í samfélaginu. Það þýðir ekki að við hættum að takast á. Við eigum að rífast og rökræða, deilurnar geta orðið hvassar og fólki getur hlaupið kapp í kinn. En við þurfum að gæta okkur á því að átökin leiði ekki til þess að við hættum að líta á hvert annað sem manneskjur. Ef við hópgerum fólk, þá er stutt í hatrið; það er auðveldara að hata hópa en einstaklinga. Um það má finna sorgleg dæmi í mannkynssögunni. Guðmundur var staddur í búð í Garðabæ þegar atvikið átti sér stað. Hann kunni engin deili á manninum og því brá mér nokkuð þegar ég las lýsingu hans af honum: „Hann leit út eins og hver annar, sorrý með mig, Garðbæingur (sbr Baggalútslagið)...“ og síðan: „Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður...“ „Ekki alveg þessháttar“ en Guðmundur fann samt til hóp sem maðurinn óþekkti tilheyrði. Þessir fordómar Guðmundar Andra gegn fólki sem býr í Garðabænum og starfar á verðbréfamarkaði eru hættulegir, sérstaklega vegna þess að þeir koma frá alþingismanni. Þeir næra reiðina. Það er augljóslega djúpt á þessum fordómum, því það er sjaldgæft að sjá fólk gagnrýna fordóma annarra með jafn fordómafullum hætti. Samfylkingarfólk er nefnilega hvorki vont né ruglað og Garðbæingar og verðbréfamiðlarar eru það ekki heldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Mér fannst hræðilegt að lesa frásögn Guðmundar Andra Thorssonar alþingismanns um hvernig hann varð fyrir áreiti manns sem augljóslega var ekki í jafnvægi. Ég er hjartanlega sammála Guðmundi Andra um að við þurfum öll að gæta okkar á því að næra ekki reiðina í samfélaginu. Það þýðir ekki að við hættum að takast á. Við eigum að rífast og rökræða, deilurnar geta orðið hvassar og fólki getur hlaupið kapp í kinn. En við þurfum að gæta okkur á því að átökin leiði ekki til þess að við hættum að líta á hvert annað sem manneskjur. Ef við hópgerum fólk, þá er stutt í hatrið; það er auðveldara að hata hópa en einstaklinga. Um það má finna sorgleg dæmi í mannkynssögunni. Guðmundur var staddur í búð í Garðabæ þegar atvikið átti sér stað. Hann kunni engin deili á manninum og því brá mér nokkuð þegar ég las lýsingu hans af honum: „Hann leit út eins og hver annar, sorrý með mig, Garðbæingur (sbr Baggalútslagið)...“ og síðan: „Verðbréfagutti í kasúal klæðnaði. En hann var samt ekki alveg þessháttar maður...“ „Ekki alveg þessháttar“ en Guðmundur fann samt til hóp sem maðurinn óþekkti tilheyrði. Þessir fordómar Guðmundar Andra gegn fólki sem býr í Garðabænum og starfar á verðbréfamarkaði eru hættulegir, sérstaklega vegna þess að þeir koma frá alþingismanni. Þeir næra reiðina. Það er augljóslega djúpt á þessum fordómum, því það er sjaldgæft að sjá fólk gagnrýna fordóma annarra með jafn fordómafullum hætti. Samfylkingarfólk er nefnilega hvorki vont né ruglað og Garðbæingar og verðbréfamiðlarar eru það ekki heldur.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar