Segir fyrirtæki almennt ekki vera að hækka verð Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 20. apríl 2019 20:00 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir aðal atriði það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Slegið hafi verið af launakröfum til að koma til móts við sjónarhorn atvinnurekenda. Hægt sé að virkja uppsagnarákvæði skili launahækkanir sér eingöngu út í verðlag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flest fyrirtæki standa með samningnum. ÍSAM, heildsölu og framleiðslufyrirtæki, sem selur mörg þekkt vörumerki sagði í tölvupósti til viðskiptavina sinna að verði kjarasamningar samþykktir muni verð hjá þeim hækka um 3,9 prósent. Einnig hækki innfluttar vörur um 1,9 prósent. Kristjáns Bakarí á Akureyri mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent og Gæðabakstur einnig um 6,2 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá Eflingu og 18 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. „Það er voðalega erfitt að skilja þetta öðruvísi en einhverskonar ögrun, eða hvatningu til okkar félagsmanna um að fella samninginn. Það er það sem maður spyr sig hvort búi hér að baki. Eins hitt, hvort það sé mögulega verið að brýna okkur til þess eftir atvikum tilbúnari til að segja samningunum upp. Við erum með forsendu ákvæði í þessum samningi um kaupmátt. Það getur komið til áhrifa þess strax að rúmu ári hvort að samningnum verði mögulega sagt upp verði verðlagshækkanir óhóflegar.“Mikilvægt að allir standi saman Í samningnum segir að markmiðið sé að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Í september 2020 skal meta hvort þær forsendur hafi staðist. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki að samningum verði sagt upp enda byggist þeir á verðbólgu mælingu og kaupmáttarþróun. „Hækkun hjá einu, tveimur eða þremur fyrirtækjum hafa engin áhrif á slíkt. Aðal atriði er það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð. Þau eru að styðja við þessa samninga. Það er það sem þarf til þess að ná árangri í kjarasamningsgerð að allir standi saman, bæði launafólk og fyrirtækin í landinu,“ segir hann. Kjaramál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar segir hótanir um verðhækkanir kaldar kveðjur í miðri atkvæðagreiðslu um kjarasamninga. Slegið hafi verið af launakröfum til að koma til móts við sjónarhorn atvinnurekenda. Hægt sé að virkja uppsagnarákvæði skili launahækkanir sér eingöngu út í verðlag. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir flest fyrirtæki standa með samningnum. ÍSAM, heildsölu og framleiðslufyrirtæki, sem selur mörg þekkt vörumerki sagði í tölvupósti til viðskiptavina sinna að verði kjarasamningar samþykktir muni verð hjá þeim hækka um 3,9 prósent. Einnig hækki innfluttar vörur um 1,9 prósent. Kristjáns Bakarí á Akureyri mun hækka vörur sínar um 6,2 prósent og Gæðabakstur einnig um 6,2 prósent. Atkvæðagreiðsla um kjarasamninga stendur enn yfir hjá Eflingu og 18 öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. „Það er voðalega erfitt að skilja þetta öðruvísi en einhverskonar ögrun, eða hvatningu til okkar félagsmanna um að fella samninginn. Það er það sem maður spyr sig hvort búi hér að baki. Eins hitt, hvort það sé mögulega verið að brýna okkur til þess eftir atvikum tilbúnari til að segja samningunum upp. Við erum með forsendu ákvæði í þessum samningi um kaupmátt. Það getur komið til áhrifa þess strax að rúmu ári hvort að samningnum verði mögulega sagt upp verði verðlagshækkanir óhóflegar.“Mikilvægt að allir standi saman Í samningnum segir að markmiðið sé að stuðla að auknum kaupmætti og lægri vöxtum til frambúðar. Í september 2020 skal meta hvort þær forsendur hafi staðist. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins óttast ekki að samningum verði sagt upp enda byggist þeir á verðbólgu mælingu og kaupmáttarþróun. „Hækkun hjá einu, tveimur eða þremur fyrirtækjum hafa engin áhrif á slíkt. Aðal atriði er það að fyrirtækin í landinu eru almennt ekki að hækka verð. Þau eru að styðja við þessa samninga. Það er það sem þarf til þess að ná árangri í kjarasamningsgerð að allir standi saman, bæði launafólk og fyrirtækin í landinu,“ segir hann.
Kjaramál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira