Halldór: Vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. apríl 2019 19:58 Halldór Jóhann er hættur með FH. vísir/bára Halldór Sigfússon, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Eyjum í kvöld er FH datt úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. „ÍBV var mjög sterkt í leiknum. Við byrjuðum ágætlega en svo misstum við taktinn og gerðum alltof einföldum mistökum eins og í fyrri leiknum. Þetta hefur verið okkar saga frá bikarhelginni. Þetta hefur verið erfitt og ekki nógu góður gangur í liðinu,“ sagði Halldór. Staða FH var alls ekki í góð í hálfleik, enda sjö mörkum undir, 19-12. „Ég reyndi að berja trú í mannskapinn að þetta væri hægt. Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og það var okkar besti hálfleikur í einvíginu. En það vantaði bara svo mikið upp á og þeir voru miklu betri á öllum sviðum. Það er mjög erfitt að detta út í 8-liða úrslitum, 2-0,“ sagði Halldór. Eftir að Fimleikafélagið varð bikarmeistari í mars hefur loftið farið úr FH-blöðrunni. „Við höfum átt slakari leiki eftir bikarhelgina. Við höfum átt góða leiki inni á milli en ekki höfum ekki náð okkur á strik í stóru leikjunum. Við spiluðum mjög vel í bikarhelginni og lönduðum einum af stóru titlunum. En það er mjög erfitt að kveðja liðið eftir 2-0 tap í 8-liða úrslitum. Íþróttirnar geta verið grimmar,“ sagði Halldór sem stýrði FH í síðasta sinn í kvöld. Hann kveðst sáttur með þau fimm ár sem hann var hjá FH. „Ég er mjög sáttur við okkar vinnu. Ég held ég geti gengið ágætlega stoltur frá borði. Á þessum árum unnum við nokkra titla og fórum tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitil. Það vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt,“ sagði Halldór. „Það má ekki gleyma því að við enduðum í 4. sæti deildarinnar í vetur þrátt fyrir að vera spáð neðar. Við vorum með lið á borð ÍBV og Aftureldingu fyrir aftan okkur.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Halldór Sigfússon, þjálfari FH, viðurkenndi að sínir menn hefðu mætt ofjörlum sínum í Eyjum í kvöld er FH datt úr leik í átta liða úrslitum Olís-deildar karla. „ÍBV var mjög sterkt í leiknum. Við byrjuðum ágætlega en svo misstum við taktinn og gerðum alltof einföldum mistökum eins og í fyrri leiknum. Þetta hefur verið okkar saga frá bikarhelginni. Þetta hefur verið erfitt og ekki nógu góður gangur í liðinu,“ sagði Halldór. Staða FH var alls ekki í góð í hálfleik, enda sjö mörkum undir, 19-12. „Ég reyndi að berja trú í mannskapinn að þetta væri hægt. Við spiluðum miklu betur í seinni hálfleik en þeim fyrri og það var okkar besti hálfleikur í einvíginu. En það vantaði bara svo mikið upp á og þeir voru miklu betri á öllum sviðum. Það er mjög erfitt að detta út í 8-liða úrslitum, 2-0,“ sagði Halldór. Eftir að Fimleikafélagið varð bikarmeistari í mars hefur loftið farið úr FH-blöðrunni. „Við höfum átt slakari leiki eftir bikarhelgina. Við höfum átt góða leiki inni á milli en ekki höfum ekki náð okkur á strik í stóru leikjunum. Við spiluðum mjög vel í bikarhelginni og lönduðum einum af stóru titlunum. En það er mjög erfitt að kveðja liðið eftir 2-0 tap í 8-liða úrslitum. Íþróttirnar geta verið grimmar,“ sagði Halldór sem stýrði FH í síðasta sinn í kvöld. Hann kveðst sáttur með þau fimm ár sem hann var hjá FH. „Ég er mjög sáttur við okkar vinnu. Ég held ég geti gengið ágætlega stoltur frá borði. Á þessum árum unnum við nokkra titla og fórum tvisvar í úrslit um Íslandsmeistaratitil. Það vantaði þann stóra og auðvitað er það sárt,“ sagði Halldór. „Það má ekki gleyma því að við enduðum í 4. sæti deildarinnar í vetur þrátt fyrir að vera spáð neðar. Við vorum með lið á borð ÍBV og Aftureldingu fyrir aftan okkur.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33 Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30 Mest lesið Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Sjá meira
Erlingur: Væri hér í hálftíma ef ég ætti að telja það upp sem við gerðum vel Þjálfari ÍBV hrósaði sínum mönnum fyrir frammistöðuna gegn FH. 22. apríl 2019 19:33
Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - FH 36-28 │Eyjamenn í undanúrslit ÍBV vann átta marka sigur á FH, 36-28, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. Eyjamenn eru komnir í undanúrslit. 22. apríl 2019 19:30