Bætt þjónusta við eldri borgara í Reykjavík Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 23. apríl 2019 11:09 Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku lífi. Til að samræma og gera þjónustu borgarinnar við eldri borgara markvissari var ákveðið móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Ný stefnumótum, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt í borgarstjórn vorið 2018 og var sú vinna unnin undir forystu Vinstri grænna. Í stefnunni er lögð áhersla á aukin lífsgæði eldri borgara. Í nýrri aðgerðaráætlun með stefnunni, sem nú hefur litið dagsins ljós, er lögð áhersla á á fimm meginaðgerðir, félagsauð, matarþjónustu, sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar, sérhæfð teymi um heimaþjónustu og mannauð. Í aðgerðaráætluninni er þjónusta samræmd og upplýsingagjöf aukin til eldri borgara í Reykjavík m.a með sérhæfðum þjónustufulltrúa, aukinni miðlun og útgáfu. Einnig er lögð áhersla á að hvetja þá sem eldri eru til þátttöku í félagsstarfi, útvist, menningu og heilsueflingu. Lögð er áhersla á betri næringu til eldri borgara og sú nýbreytni tekin upp að notast er við ráðgjöf næringarfræðings, og reglulegar skimanir gerðar til að kanna næringarástand eldra fólks í borginni. Auk þess verður sett á laggirnar sérstakt þverfaglegt teymi til að bæta þjónustu við heilabilaða í heimahúsum. Stefnt er að fjölgun dagdvalarrýma og auka félagslegan stuðning heima og meiri sérhæfð þjónusta verður veitt á heimilum eldra fólks. Stefnan og aðgerðaráætlunin var unnin í góðu samráði við hagsmunasamtök eldra fólks, bæði Félags eldri borgara, Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Framkvæmd aðgerða verður áfram unnin í samvinnu við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra. Aðgerðaáætlunin nær til þriggja ára og er metnaðarfull. Það er merki um gott samfélag að allir geti notið þátttöku í samfélaginu, óháð aldri og heilsufari, á sínum forsendum, eins lengi og kostur er. Að lokum er mikilvægt að gott og farsælt samstarf sé milli ríkis og Reykjavíkurborgar þegar kemur að þjónustu við aldraða og fjölmörg brýn verkefni eru í farvatninu, m.a fjölgun hjúkrunarrýma, dagdvalarrýma og efling heimahjúkrunar. Mikilvægt er að halda ótrauð áfram að bæta þjónustu við eldra fólk í Reykjavík.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Oddný Sigurðardóttir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurborg veitir eldri borgurum margvíslega þjónustu. Markmiðið með þjónustunni er að borgarbúar á öllum aldri geti blómstrað og fengið þá aðstoð sem þeir þurfa til að lifa innihaldsríku lífi. Til að samræma og gera þjónustu borgarinnar við eldri borgara markvissari var ákveðið móta heildstæða stefnu í málaflokknum. Ný stefnumótum, Aldursvæn og heilsueflandi borg, var samþykkt í borgarstjórn vorið 2018 og var sú vinna unnin undir forystu Vinstri grænna. Í stefnunni er lögð áhersla á aukin lífsgæði eldri borgara. Í nýrri aðgerðaráætlun með stefnunni, sem nú hefur litið dagsins ljós, er lögð áhersla á á fimm meginaðgerðir, félagsauð, matarþjónustu, sérhæfða aðstoð vegna heilabilunar, sérhæfð teymi um heimaþjónustu og mannauð. Í aðgerðaráætluninni er þjónusta samræmd og upplýsingagjöf aukin til eldri borgara í Reykjavík m.a með sérhæfðum þjónustufulltrúa, aukinni miðlun og útgáfu. Einnig er lögð áhersla á að hvetja þá sem eldri eru til þátttöku í félagsstarfi, útvist, menningu og heilsueflingu. Lögð er áhersla á betri næringu til eldri borgara og sú nýbreytni tekin upp að notast er við ráðgjöf næringarfræðings, og reglulegar skimanir gerðar til að kanna næringarástand eldra fólks í borginni. Auk þess verður sett á laggirnar sérstakt þverfaglegt teymi til að bæta þjónustu við heilabilaða í heimahúsum. Stefnt er að fjölgun dagdvalarrýma og auka félagslegan stuðning heima og meiri sérhæfð þjónusta verður veitt á heimilum eldra fólks. Stefnan og aðgerðaráætlunin var unnin í góðu samráði við hagsmunasamtök eldra fólks, bæði Félags eldri borgara, Öldungaráðs Reykjavíkurborgar og fleiri aðila. Framkvæmd aðgerða verður áfram unnin í samvinnu við notendur þjónustunnar og aðstandendur þeirra. Aðgerðaáætlunin nær til þriggja ára og er metnaðarfull. Það er merki um gott samfélag að allir geti notið þátttöku í samfélaginu, óháð aldri og heilsufari, á sínum forsendum, eins lengi og kostur er. Að lokum er mikilvægt að gott og farsælt samstarf sé milli ríkis og Reykjavíkurborgar þegar kemur að þjónustu við aldraða og fjölmörg brýn verkefni eru í farvatninu, m.a fjölgun hjúkrunarrýma, dagdvalarrýma og efling heimahjúkrunar. Mikilvægt er að halda ótrauð áfram að bæta þjónustu við eldra fólk í Reykjavík.Höfundur er varaborgarfulltrúi Vinstri grænna.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar