Tími aðgerða að renna upp hjá iðnaðarmönnum Heimir Már Pétursson skrifar 23. apríl 2019 12:28 Kristján Þórður Snæbjarnarson er hér fyrir miðju með öðrum í samninganefnd iðnaðarmanna fyrir fund með SA fyrr í mánuðinum. vísir/vilhelm Iðnaðarmenn hefja undirbúning verkfallsaðgerða í næstu viku fari ekki að sjást til lands í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í þessari viku, að sögn talsmanns iðnaðarmanna. Sennilegast verði horft til takmarkaðra aðgerða líkt og hjá verkalýðsfélögum í nýafstöðum kjaradeilum. Félög iðnaðarmanna eiga fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra að undanförnu. Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna segir þessa viku verða notaða til að sjá til lands í viðræðunum enda séu þær komnar í tímapressu. „Og uppleggið verður að reyna að sjá til lands í okkar samningum og ef það fer ekki að skýrast í þessari viku teljum við okkur knúna til að taka önnur skref í þessum viðræðum.“Og önnur skref eru þá aðgerðir?„Já það er þá það eina sem við getum gert að grípa til aðgerða ef við náum ekki að semja,“ segir Kristján Þórður. Iðnaðarmenn séu tilbúnir til að funda alla daga sem eftir er vikunnar og láta reyna til þrautar á samninga. Staðan hafi á vissan hátt skýrst eftir að samningar tókust við VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fyrir páska. „En pressan auðvitað eykst á okkur að komast til botns í okkar málum líka. Við auðvitað höfum það verkefni að reyna að klára okkar samninga. Það er verkefnið okkar,“ segir Kristján Þór. Launaliðurinn geti reynst erfiður en menn þurfi að sjá hvernig hann geti litið út ásamt lágmarkstöxtum. Í nýgerðum samningum var samið um mismiklar krónutöluhækkanir launa eftir því hversu há laun voru fyrir. „Okkar áherslur á undanförnum árum hafa verið að notast við prósentuhækkanir. En við höfum einnig notast við krónutöluhækkanir á síðustu árum. Þannig að við erum opnir fyrir ýmsum leiðum,“ segir Kristján Þór. Komi til aðgerða verði líklega afmarkaðir hópar teknir fyrir líkt og í aðgerðum verkalýðsfélaganna í nýafstöðum kjaradeilum, en það eigi þó eftir að útfæra aðgerðir. En að líður að ögurstund í lok þessarar viku? „Já, það er orðin tímapressa á okkur að klára þetta. Og sá tímapunktur er núna,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson. Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira
Iðnaðarmenn hefja undirbúning verkfallsaðgerða í næstu viku fari ekki að sjást til lands í viðræðum við Samtök atvinnulífsins í þessari viku, að sögn talsmanns iðnaðarmanna. Sennilegast verði horft til takmarkaðra aðgerða líkt og hjá verkalýðsfélögum í nýafstöðum kjaradeilum. Félög iðnaðarmanna eiga fund með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara á morgun en lítið hefur miðað í viðræðum þeirra að undanförnu. Kristján Þórður Snæbjörnsson formaður Rafiðnaðarsambandsins og talsmaður iðnaðarmannafélaganna segir þessa viku verða notaða til að sjá til lands í viðræðunum enda séu þær komnar í tímapressu. „Og uppleggið verður að reyna að sjá til lands í okkar samningum og ef það fer ekki að skýrast í þessari viku teljum við okkur knúna til að taka önnur skref í þessum viðræðum.“Og önnur skref eru þá aðgerðir?„Já það er þá það eina sem við getum gert að grípa til aðgerða ef við náum ekki að semja,“ segir Kristján Þórður. Iðnaðarmenn séu tilbúnir til að funda alla daga sem eftir er vikunnar og láta reyna til þrautar á samninga. Staðan hafi á vissan hátt skýrst eftir að samningar tókust við VR og félög innan Starfsgreinasambandsins fyrir páska. „En pressan auðvitað eykst á okkur að komast til botns í okkar málum líka. Við auðvitað höfum það verkefni að reyna að klára okkar samninga. Það er verkefnið okkar,“ segir Kristján Þór. Launaliðurinn geti reynst erfiður en menn þurfi að sjá hvernig hann geti litið út ásamt lágmarkstöxtum. Í nýgerðum samningum var samið um mismiklar krónutöluhækkanir launa eftir því hversu há laun voru fyrir. „Okkar áherslur á undanförnum árum hafa verið að notast við prósentuhækkanir. En við höfum einnig notast við krónutöluhækkanir á síðustu árum. Þannig að við erum opnir fyrir ýmsum leiðum,“ segir Kristján Þór. Komi til aðgerða verði líklega afmarkaðir hópar teknir fyrir líkt og í aðgerðum verkalýðsfélaganna í nýafstöðum kjaradeilum, en það eigi þó eftir að útfæra aðgerðir. En að líður að ögurstund í lok þessarar viku? „Já, það er orðin tímapressa á okkur að klára þetta. Og sá tímapunktur er núna,“ segir Kristján Þórður Snæbjörnsson.
Kjaramál Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Sjá meira