Segir of snemmt að álykta um tengsl Christchurch og Sri Lanka Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 23. apríl 2019 18:30 Winston Peters, utanríkisráðherra Nýja Sjálands, segir nauðsynlegt að efla baráttuna gegn hatursglæpum. Vísir/Friðrik „Það er hættulegt að spá fyrir um hlutina án þess að hafa öll sönnunargögn fyrir framan sig,“ segir Winston Peters, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Nýja Sjálands. Hann segir ekki tímabært að álykta um fullyrðingar stjórnvalda í Sri Lanka þess efnis að hryðjuverkaárásirnar þar í landi á páskadag kunni að hafa verið svar við hryðjuverkaárás hvíts öfgamanns á moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á Sri Lanka en þeim var beint gegn kaþólskum kirkjum og hótelum. „Þegar að við sjáum sönnunargögnin og þær ákærur sem gefnar verða út getum við dregið ályktun um það hvort að sú fullyrðing sé rétt eða röng.“ Ráðherrann er á Íslandi í opinberri heimsókn áður en hann mun heimsækja hin Norðurlöndin í kjölfarið. Nýja-Sjáland opnaði nýverið sendiráð í Stokkhólmi sem annast fyrirsvar gagnvart öllum norrænu ríkjunum. Peters kynnti sér í dag atvinnulíf á Suðurnesjum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi ráðherranna en hryðjuverkaárásin í Christchurch bar einnig á góma. „Ég notaði tækifærið aftur til að votta samúð mína út af því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er ein sú ógn sem steðjar að okkur. Við vorum ekki bara að sjá þær hörmungar á Nýja Sjálandi heldur erum við að koma nú frá þessum skelfilegu atburðum á Sri Lanka.“ Nýsálendingar hafa kallað eftir hnattrænu samtali um hvers kyns hatursglæpi í kjölfar Christchurch. Peters segir að árásin á Sri Lanka ítreki nauðsyn þess enn frekar. „Þið sjáið til dæmis hvað er að gerast á internetinu þessa dagana,“ segir Peters. „Ýmiskonar nettröll vaða uppi og illskuleg og fyrirlitleg hegðun þrífst þar. Heimsbyggðin þarf að koma saman og ákveða hvort það sé ásættanlegt eða ekki. Eftir Sri Lanka, það sem hefur verið að gerast undanfarnar 48 klukkustundir, þarf að tryggja það að ekki bara ákall Nýja Sjálands um aukið samtal heyrist heldur einnig ákall Sri Lanka. Öll ríki þurfa að koma saman, sama hver bakgrunnurinn er, og berjast fyrir friði og ásættanlegri hegðun í heiminum.“ Hryðjuverk á Srí Lanka Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Srí Lanka Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
„Það er hættulegt að spá fyrir um hlutina án þess að hafa öll sönnunargögn fyrir framan sig,“ segir Winston Peters, utanríkisráðherra og varaforsætisráðherra Nýja Sjálands. Hann segir ekki tímabært að álykta um fullyrðingar stjórnvalda í Sri Lanka þess efnis að hryðjuverkaárásirnar þar í landi á páskadag kunni að hafa verið svar við hryðjuverkaárás hvíts öfgamanns á moskur í Christchurch á Nýja Sjálandi í síðasta mánuði. Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásunum á Sri Lanka en þeim var beint gegn kaþólskum kirkjum og hótelum. „Þegar að við sjáum sönnunargögnin og þær ákærur sem gefnar verða út getum við dregið ályktun um það hvort að sú fullyrðing sé rétt eða röng.“ Ráðherrann er á Íslandi í opinberri heimsókn áður en hann mun heimsækja hin Norðurlöndin í kjölfarið. Nýja-Sjáland opnaði nýverið sendiráð í Stokkhólmi sem annast fyrirsvar gagnvart öllum norrænu ríkjunum. Peters kynnti sér í dag atvinnulíf á Suðurnesjum ásamt Guðlaugi Þór Þórðarssyni, utanríkisráðherra. Tvíhliða samskipti, mannréttindamál og öryggismál voru efst á baugi á fundi ráðherranna en hryðjuverkaárásin í Christchurch bar einnig á góma. „Ég notaði tækifærið aftur til að votta samúð mína út af því,“ segir Guðlaugur Þór. „Þetta er ein sú ógn sem steðjar að okkur. Við vorum ekki bara að sjá þær hörmungar á Nýja Sjálandi heldur erum við að koma nú frá þessum skelfilegu atburðum á Sri Lanka.“ Nýsálendingar hafa kallað eftir hnattrænu samtali um hvers kyns hatursglæpi í kjölfar Christchurch. Peters segir að árásin á Sri Lanka ítreki nauðsyn þess enn frekar. „Þið sjáið til dæmis hvað er að gerast á internetinu þessa dagana,“ segir Peters. „Ýmiskonar nettröll vaða uppi og illskuleg og fyrirlitleg hegðun þrífst þar. Heimsbyggðin þarf að koma saman og ákveða hvort það sé ásættanlegt eða ekki. Eftir Sri Lanka, það sem hefur verið að gerast undanfarnar 48 klukkustundir, þarf að tryggja það að ekki bara ákall Nýja Sjálands um aukið samtal heyrist heldur einnig ákall Sri Lanka. Öll ríki þurfa að koma saman, sama hver bakgrunnurinn er, og berjast fyrir friði og ásættanlegri hegðun í heiminum.“
Hryðjuverk á Srí Lanka Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Srí Lanka Tengdar fréttir ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57 Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01 Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásunum á Srí Lanka Liðsmenn ISIS lýsa yfir ábyrgðinni á áróðurssíðum sínum en leggja þó ekki fram neinar sannanir. 23. apríl 2019 12:57
Segir árásina hefnd vegna árásarinnar í Christchurch Aðstoðarvarnarmálaráðherra Srí Lanka segir að hryðjuverkaárásin hafi verið hefndaraðgerð vegna hryðjuverkaárásarinnar á moskurnar í Christchurch í síðasta mánuði. 23. apríl 2019 10:01