Raforkutap á ári nemur afli Svartsengis Sveinn Arnarsson skrifar 24. apríl 2019 06:15 Sverrir Jan Norðfjörð, framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets. Á síðasta ári töpuðust um 400 gígavattstundir við flutning orku frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda. Er þetta aukning um 6,7 prósent frá árinu áður. Sverrir Jan Norðfjörð, formaður raforkuhóps orkuspárnefndar og framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir það áhyggjuefni að flutningstap aukist ár frá ári. „Það er áhugavert að sjá að flutningstapið sé að aukast. Vitaskuld munum við alltaf horfa upp á einhver flutningstöp í kerfinu, hjá því verður ekki komist,“ segir Sverrir Jan. „Hins vegar er flutningstapið núna jafn mikið og aflið úr Svartsengi svo þetta eru nokkuð stórar tölur.“ Svartsengisvirkjun er jarðvarmavirkjun sem framleiðir bæði hita og rafmagn. Hún framleiðir um 75 megavött af raforku árlega. Ástæður þess að við töpum svo mikilli orku að mati Sverris er að flutningskerfið er ekki nægilega í stakk búið til að takast á við þessa flutninga. Flutningi á orku í gegnum raflínur svipar til flutnings á fólki og vörum eftir þjóðvegum landsins. Sé flutningskerfið ekki nægilega gott er hætt við því að við missum verðmæti.Línumenn við störf á Haukadalsheiði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Við höfum verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægilega vel að byggja upp flutningskerfið,“ segir Sverrir Jan og bætir við að á tímum umræðu um sóun verðmæta sé mikilvægt að horfa einnig til flutningstaps í raforkukerfinu. „Mikið hefur verið rætt um matarsóun og annað í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta matvæli og vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem fara til spillis. Því þurfum við kannski að fara að horfa til raforkunnar einnig.“ Í fyrra nam framleiðsla raforku tæpum 20 þúsund gígavattstundum og jókst um 3,1 prósent frá fyrra ári. Til samanburðar er aukningin jafn mikil og öll notkun raforku á Suðurlandi. Notkun stórnotenda jókst um 2,6 prósent frá fyrra ári og almenn notkun jókst um 4,4 prósent. Því jókst flutningstapið hlutfallslega meira á síðasta ári en notkunin. Raforkuframleiðsla og notkun hefur breyst gríðarlega á öldinni. Á síðasta áratug hefur raforkuvinnsla aukist um 3.360 gígavattstundir sem jafngildir 80 prósentum af notkun allra heimila og almenns atvinnulífs. Að sama skapi er áætlað að notkun raforku aukist jafnt og þétt til ársins 2050. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira
Á síðasta ári töpuðust um 400 gígavattstundir við flutning orku frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda. Er þetta aukning um 6,7 prósent frá árinu áður. Sverrir Jan Norðfjörð, formaður raforkuhóps orkuspárnefndar og framkvæmdastjóri þróunar- og tæknisviðs Landsnets, segir það áhyggjuefni að flutningstap aukist ár frá ári. „Það er áhugavert að sjá að flutningstapið sé að aukast. Vitaskuld munum við alltaf horfa upp á einhver flutningstöp í kerfinu, hjá því verður ekki komist,“ segir Sverrir Jan. „Hins vegar er flutningstapið núna jafn mikið og aflið úr Svartsengi svo þetta eru nokkuð stórar tölur.“ Svartsengisvirkjun er jarðvarmavirkjun sem framleiðir bæði hita og rafmagn. Hún framleiðir um 75 megavött af raforku árlega. Ástæður þess að við töpum svo mikilli orku að mati Sverris er að flutningskerfið er ekki nægilega í stakk búið til að takast á við þessa flutninga. Flutningi á orku í gegnum raflínur svipar til flutnings á fólki og vörum eftir þjóðvegum landsins. Sé flutningskerfið ekki nægilega gott er hætt við því að við missum verðmæti.Línumenn við störf á Haukadalsheiði. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari„Við höfum verið að auka framleiðsluna jafnt og þétt síðustu ár en höfum ekki staðið okkur nægilega vel að byggja upp flutningskerfið,“ segir Sverrir Jan og bætir við að á tímum umræðu um sóun verðmæta sé mikilvægt að horfa einnig til flutningstaps í raforkukerfinu. „Mikið hefur verið rætt um matarsóun og annað í þeim dúr þar sem keppst er við að nýta matvæli og vekja fólk til umhugsunar um þau verðmæti sem fara til spillis. Því þurfum við kannski að fara að horfa til raforkunnar einnig.“ Í fyrra nam framleiðsla raforku tæpum 20 þúsund gígavattstundum og jókst um 3,1 prósent frá fyrra ári. Til samanburðar er aukningin jafn mikil og öll notkun raforku á Suðurlandi. Notkun stórnotenda jókst um 2,6 prósent frá fyrra ári og almenn notkun jókst um 4,4 prósent. Því jókst flutningstapið hlutfallslega meira á síðasta ári en notkunin. Raforkuframleiðsla og notkun hefur breyst gríðarlega á öldinni. Á síðasta áratug hefur raforkuvinnsla aukist um 3.360 gígavattstundir sem jafngildir 80 prósentum af notkun allra heimila og almenns atvinnulífs. Að sama skapi er áætlað að notkun raforku aukist jafnt og þétt til ársins 2050.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Fleiri fréttir Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Sjá meira