„Pavel þremur sigrum frá því að vera sá besti í sögunni“ Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 24. apríl 2019 09:00 Pavel Ermolinskij vísir/daníel Pavel Ermolinskij er þremur sigrum frá því að vera besti leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins í körfubolta. Þetta sagði Finnur Freyr Stefánsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. KR tapaði í gær fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla fyrir ÍR eftir framlengingu í DHL höllinni í Vesturbænum. Fyrir leikinn hélt Finnur smá lofræðu um Pavel. Finnur var þjálfari Pavel hjá KR þar til síðasta vor þegar hann hætti hjá KR eftir að hafa stýrt þeim svarthvítu til fimmta Íslandsmeistaratitilsins í röð. „Mig langaði bara að fá smá tækifæri til þess að tala um þennan einstaka mann,“ sagði Finnur í upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn í Frostaskjólinu í gær.Pavel skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum í gærkvölds2 sport„Það eru ekki margir sem átta sig á því að Pavel Ermolinskij er búinn að vinna 20 seríur í röð á Íslandi.“ Pavel var í liði KR öll síðustu fimm ár þegar þeir hömpuðu titlinum, þrjár seríur hvert ár gera 15. Hann er svo búinn að vinna tvær í ár og hann var í liði KR sem vann titilinn 2011. Hann var í Svíþjóð í atvinnumennsku frá 2011 til 2013 þegar hann snéri aftur heim. „Pavel er þannig að hann er ekki allra. Hans látbragð er stundum þannig, það er neikvætt, og hann hefur oft gert hluti sem fara í taugarnar á mönnum. Og hann viðurkennir það, og ég viðurkenni það fúslega, að hann er ekki auðveldasti maðurinn til að þjálfa.“ „En menn verða líka að átta sig á því að Pavel var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður í Evrópu. Það sem fylgir því, vonbrigðin að ná ekki að verða sú hetja í atvinnumennskunni, það fékk mikið á hann.“ „En fyrir mér er Pavel Ermolinskij búinn að blanda sér í þá umræðu að vera besti leikmaður, mest „dominerandi“ leikmaður í sögu Íslandsmótsins í körfubolta,“ sagði Finnur. „Hann er að mínu mati þremur sigrum frá því að verða einfaldlega sá besti í sögu Íslandsmótsins með því að vinna sjötta árið í röð.“ Pavel er eini leikmaðurinn sem hefur verið í KR-liðinu í gegnum alla fimm Íslandsmeistaratitlana. „Það var erfitt fyrir hann að hafa ekki náð þessum hæðum í atvinnumennskunni sem hann ætlaði sér. Þetta hefur setið í honum og böggað hann og ég veit það.“ „En núna er hann þremur sigrum frá því að setja nafn sitt í söguna. Hann er þremur sigrum frá því að kannski loksins ná frið og ró yfir þessari óheppni sem hann varð fyrir í atvinnumennskunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Leikur tvö í einvígi KR og ÍR er á föstudaginn, 26. apríl klukkan 20:00, í Hertz hellinum, Seljaskóla og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Klippa: Körfuboltakvöld: Pavel þremur sigrum frá sögubókunum Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ekki bara besti leikur Pavels í vetur heldur sá langbesti KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vesturbæinga en samt kannski ekki bestu fréttir kvöldsins. 26. mars 2019 15:30 Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04 Enn óvíst hvort Pavel spili körfubolta í vetur Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla síðustu ár, Pavel Ermolinskij, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur. 25. október 2018 13:30 Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Pavel var öflugur í kvöld. 25. mars 2019 21:47 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 83-89 │ÍR tók heimaleikjaréttinn eftir framlengingu ÍR vann sigur á KR í DHL höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla 23. apríl 2019 22:15 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Pavel Ermolinskij er þremur sigrum frá því að vera besti leikmaðurinn í sögu Íslandsmótsins í körfubolta. Þetta sagði Finnur Freyr Stefánsson í Domino's Körfuboltakvöldi í gærkvöld. KR tapaði í gær fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla fyrir ÍR eftir framlengingu í DHL höllinni í Vesturbænum. Fyrir leikinn hélt Finnur smá lofræðu um Pavel. Finnur var þjálfari Pavel hjá KR þar til síðasta vor þegar hann hætti hjá KR eftir að hafa stýrt þeim svarthvítu til fimmta Íslandsmeistaratitilsins í röð. „Mig langaði bara að fá smá tækifæri til þess að tala um þennan einstaka mann,“ sagði Finnur í upphitun Domino's Körfuboltakvölds fyrir leikinn í Frostaskjólinu í gær.Pavel skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf 7 stoðsendingar í leiknum í gærkvölds2 sport„Það eru ekki margir sem átta sig á því að Pavel Ermolinskij er búinn að vinna 20 seríur í röð á Íslandi.“ Pavel var í liði KR öll síðustu fimm ár þegar þeir hömpuðu titlinum, þrjár seríur hvert ár gera 15. Hann er svo búinn að vinna tvær í ár og hann var í liði KR sem vann titilinn 2011. Hann var í Svíþjóð í atvinnumennsku frá 2011 til 2013 þegar hann snéri aftur heim. „Pavel er þannig að hann er ekki allra. Hans látbragð er stundum þannig, það er neikvætt, og hann hefur oft gert hluti sem fara í taugarnar á mönnum. Og hann viðurkennir það, og ég viðurkenni það fúslega, að hann er ekki auðveldasti maðurinn til að þjálfa.“ „En menn verða líka að átta sig á því að Pavel var eitt sinn talinn einn efnilegasti leikmaður í Evrópu. Það sem fylgir því, vonbrigðin að ná ekki að verða sú hetja í atvinnumennskunni, það fékk mikið á hann.“ „En fyrir mér er Pavel Ermolinskij búinn að blanda sér í þá umræðu að vera besti leikmaður, mest „dominerandi“ leikmaður í sögu Íslandsmótsins í körfubolta,“ sagði Finnur. „Hann er að mínu mati þremur sigrum frá því að verða einfaldlega sá besti í sögu Íslandsmótsins með því að vinna sjötta árið í röð.“ Pavel er eini leikmaðurinn sem hefur verið í KR-liðinu í gegnum alla fimm Íslandsmeistaratitlana. „Það var erfitt fyrir hann að hafa ekki náð þessum hæðum í atvinnumennskunni sem hann ætlaði sér. Þetta hefur setið í honum og böggað hann og ég veit það.“ „En núna er hann þremur sigrum frá því að setja nafn sitt í söguna. Hann er þremur sigrum frá því að kannski loksins ná frið og ró yfir þessari óheppni sem hann varð fyrir í atvinnumennskunni,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson. Leikur tvö í einvígi KR og ÍR er á föstudaginn, 26. apríl klukkan 20:00, í Hertz hellinum, Seljaskóla og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Klippa: Körfuboltakvöld: Pavel þremur sigrum frá sögubókunum
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Ekki bara besti leikur Pavels í vetur heldur sá langbesti KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vesturbæinga en samt kannski ekki bestu fréttir kvöldsins. 26. mars 2019 15:30 Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04 Enn óvíst hvort Pavel spili körfubolta í vetur Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla síðustu ár, Pavel Ermolinskij, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur. 25. október 2018 13:30 Pavel: Þú þarft ekki að vera fullkominn Pavel var öflugur í kvöld. 25. mars 2019 21:47 Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 83-89 │ÍR tók heimaleikjaréttinn eftir framlengingu ÍR vann sigur á KR í DHL höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla 23. apríl 2019 22:15 Mest lesið Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Enski boltinn Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla, frábærir leikir í enska og uppgjör frægra í Doc Zone Sport Fjölmargir borguðu sig inn á langþráða æfingu Fótbolti Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Körfubolti Kristian fiskaði rautt og fékk svo rautt Fótbolti Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Handbolti Glódís leiðir Bayern áfram í hárrétta átt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Sjá meira
Ekki bara besti leikur Pavels í vetur heldur sá langbesti KR-ingar eru komnir í 2-0 í einvígi sínu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta. Þetta eru frábærar fréttir fyrir Vesturbæinga en samt kannski ekki bestu fréttir kvöldsins. 26. mars 2019 15:30
Pavel: Kannski best fyrir KR að endurnýja KR vann fimmfaldan Íslandsmeistaratitil í kvöld með sigri á Tindastól í DHL höllinni. Pavel Ermolinskij var auðmjúkur eftir sigurinn og sagði það heiður að vera partur af þessum tíma í sögu KR. 29. apríl 2018 00:04
Enn óvíst hvort Pavel spili körfubolta í vetur Einn besti leikmaður Dominos-deildar karla síðustu ár, Pavel Ermolinskij, hefur ekki tekið neina ákvörðun um hvort hann spili körfubolta í vetur. 25. október 2018 13:30
Umfjöllun og viðtöl: KR - ÍR 83-89 │ÍR tók heimaleikjaréttinn eftir framlengingu ÍR vann sigur á KR í DHL höllinni í Vesturbænum í fyrsta leik úrslitaeinvígis Domino's deildar karla 23. apríl 2019 22:15